Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2021 19:21 Svandís Svavarsdóttir segir stöðuna á Landspítala góða og tilefni til að skoða afléttingar aðgerða. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku. Ríkisstjórnin ræddi meðal annars um framhald sóttvarnaaðgerða á fundi sínum í dag. Innan Sjálfstæðisflokksins hefur gætt nokkurrar óþreyju varðandi afnám sóttvarnatakmarkana og í síðustu viku tók samgönguráðherra undir með ráðherrum Sjálfstæðisflokks í þeim efnum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir sóttvarnamálin alla tíð hafa verið afgreidd með samtali í ríkisstjórn. Heilbrigðisráðherra láti ekki undan þrýstingi.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir ráðherra Sjálfstæðisflokksins þó ekki hafa þrýst á heilbigðisráðherra. „Við höfum alltaf talað skýrt og hún líka. Það samtal hefur heilt yfir gengið ágætlega. Ég held að heilbrigðisráðherra láti almennt ekkert mikið undan þrýstingi frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Þetta hefur verið samtal í gegnum alla þessa mánuði,“ segir Þórdís Kolbrún. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsláráðherra tekur í sama streng. Hún vonar að takmörkunum verði létt áður en núgildandi reglur falla úr gildi hinn 17. september. Dómsmálaráðherra segir tíma til kominn að landsmenn lifi með kórónuveirunni en haldi áfram að verja viðkvæma hópa.Vísir/Vilhelm „Ég bind vonir við það miðað við stöðuna á Landspítalanum. Hún er ansi góð og það sýnir sig auðvitað hvað bólusetningarnar eru að virka vel hér á landi,“ sagði Áslaug að loknum ríkisstjórnarfundi. Og það var að heyra á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að það sé einmitt staðan. „Þetta gengur vel. Þetta lítur mjög vel út, þróun faraldursins, og þessi bylgja er á öruggri niðurleið.“ Yngra fólk en áður sé að smitast og þar með væri álagið á Landspítalann minna en verið hefði. „Ég held að það liggi alveg fyrir að forsendurnar eru fyrir hendi til að ráðast í tilslakanir. Ég hef ekki enn fengið minnisblað frá Þórólfi en ég á von á því á næstu dögum og þá sjáum við hver verða næstu skref. Þannig að ég held að við séum alveg augljóslega að stíga inn í þann veruleika að stórir viðburðir verði partur af okkar daglega lífi,“ segir Svandís. Þó þurfi að passa að fara ekki eins bratt af stað og um mánaðamótin júní-júlí þegar allt var opnað. Var ríkisstjórnin kannski of borubrött í sumar þegar létt var á aðgerðum? „Jú, við vorum það. Við vorum mjög hress en við höfðum líka ástæðu til. Við höfðum í raun allar forsendur til að aflétta. Eftir á að hyggja hefðum við átt að hika aðeins. Við sáum ekki fyrir að Delta afbrigðið yrði svona harðskeytt,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Ríkisstjórnin ræddi meðal annars um framhald sóttvarnaaðgerða á fundi sínum í dag. Innan Sjálfstæðisflokksins hefur gætt nokkurrar óþreyju varðandi afnám sóttvarnatakmarkana og í síðustu viku tók samgönguráðherra undir með ráðherrum Sjálfstæðisflokks í þeim efnum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir segir sóttvarnamálin alla tíð hafa verið afgreidd með samtali í ríkisstjórn. Heilbrigðisráðherra láti ekki undan þrýstingi.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir ráðherra Sjálfstæðisflokksins þó ekki hafa þrýst á heilbigðisráðherra. „Við höfum alltaf talað skýrt og hún líka. Það samtal hefur heilt yfir gengið ágætlega. Ég held að heilbrigðisráðherra láti almennt ekkert mikið undan þrýstingi frá ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Þetta hefur verið samtal í gegnum alla þessa mánuði,“ segir Þórdís Kolbrún. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsláráðherra tekur í sama streng. Hún vonar að takmörkunum verði létt áður en núgildandi reglur falla úr gildi hinn 17. september. Dómsmálaráðherra segir tíma til kominn að landsmenn lifi með kórónuveirunni en haldi áfram að verja viðkvæma hópa.Vísir/Vilhelm „Ég bind vonir við það miðað við stöðuna á Landspítalanum. Hún er ansi góð og það sýnir sig auðvitað hvað bólusetningarnar eru að virka vel hér á landi,“ sagði Áslaug að loknum ríkisstjórnarfundi. Og það var að heyra á Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra að það sé einmitt staðan. „Þetta gengur vel. Þetta lítur mjög vel út, þróun faraldursins, og þessi bylgja er á öruggri niðurleið.“ Yngra fólk en áður sé að smitast og þar með væri álagið á Landspítalann minna en verið hefði. „Ég held að það liggi alveg fyrir að forsendurnar eru fyrir hendi til að ráðast í tilslakanir. Ég hef ekki enn fengið minnisblað frá Þórólfi en ég á von á því á næstu dögum og þá sjáum við hver verða næstu skref. Þannig að ég held að við séum alveg augljóslega að stíga inn í þann veruleika að stórir viðburðir verði partur af okkar daglega lífi,“ segir Svandís. Þó þurfi að passa að fara ekki eins bratt af stað og um mánaðamótin júní-júlí þegar allt var opnað. Var ríkisstjórnin kannski of borubrött í sumar þegar létt var á aðgerðum? „Jú, við vorum það. Við vorum mjög hress en við höfðum líka ástæðu til. Við höfðum í raun allar forsendur til að aflétta. Eftir á að hyggja hefðum við átt að hika aðeins. Við sáum ekki fyrir að Delta afbrigðið yrði svona harðskeytt,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira