Bjarni með pálmann í höndunum samkvæmt könnun Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2021 19:46 Samkvæmt könnun Maskínu gæti Bjarni Benediktsson boðið upp á þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokki og Viðreisn ef Katrín Jakobsdóttir hugsar sér til hreyfings að loknum kosningu. Það yrði eina önnur þriggja flokka stjórnin í boði. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins er með pálmann í höndunum við myndun nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Ríkisstjórnin héldi velli og Miðflokkurinn næði ekki inn manni. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig örlitlu fylgi í nýrri könnun Maskínu frá fyrri könnun í ágúst og mælist nú með 23,9 prósent. En vikmörkin í könnuninni eru að meðaltali í kringum eitt prósent. Vinstri græn dala um tæp tvö prósentustig og mælast nú með 12,5 prósent og Framsóknarflokkurinn fengi 11,5 prósent. Samfylkingin mælist með 12,3 prósent, Viðreisn 11,7 prósent, Píratar 11,2 prósent og Sósíalistaflokkurinn 7,9 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fengju hvor um sig 4,5 prósent. Stöð 2/Helgi Samkvæmt könnun Maskínu fengi Sjálfstæðisflokkurinn sautján þingmenn, Vinstri græn, Framsóknarflokkur, Samfylking, Viðreisn og Píratar fengju hver um sig átta þingmenn. Þar á eftir kæmi Sósíalistaflokkurinn með fimm og Flokkur fólksins næði inn einum kjördæmakjörnum þingmanni á Suðurlandi. Miðflokkurinn myndi hins vegar þurkast út af þingi. Ef þetta yrði niðurstaðan er komin upp forvitnileg staða við myndun nýrrar ríkisstjórnar og þar hefði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins öðrum fremur pálmann í höndunum. Núverandi ríkisstjórn flokksins með Vinstri grænum og Framsóknarflokki gæti starfað áfram með þrjátíu og þrjá þingmenn. Samfylkingin og Píratar hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og þar með þrengist um stjórnarmyndanir. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gæti vissulega tekið upp viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn um myndun fjögurra flokka ríkisstjórnar sem hefði þrjátíu og tvo þingmenn á bakvið sig. Hún gæti einnig fjölgað möguleikunum ef Framsókn kæmi í stað einhverra stjórnarandstöðuflokkanna þriggja, þannig að Framsókn kæmi í stað Pírata, Viðreisnar eða Samfylkingar. Allt yrðu þetta fjögurra flokka ríkisstjórnir og allar með þrjátíu og tvo þingmenn. Almennt telja flokksleiðtogar æskilegt að hafa eins fáa flokka í ríkisstjórn og hægt er. Þannig að ef Katrín hugsaði sér til hreyfings við þessar aðstæður gæti Bjarni boðið upp á þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokki og Viðreisn sem hefði eins og núverandi stjórnarflokkar í könnuninni 33 þingmenn á bakvið sig. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig örlitlu fylgi í nýrri könnun Maskínu frá fyrri könnun í ágúst og mælist nú með 23,9 prósent. En vikmörkin í könnuninni eru að meðaltali í kringum eitt prósent. Vinstri græn dala um tæp tvö prósentustig og mælast nú með 12,5 prósent og Framsóknarflokkurinn fengi 11,5 prósent. Samfylkingin mælist með 12,3 prósent, Viðreisn 11,7 prósent, Píratar 11,2 prósent og Sósíalistaflokkurinn 7,9 prósent. Miðflokkurinn og Flokkur fólksins fengju hvor um sig 4,5 prósent. Stöð 2/Helgi Samkvæmt könnun Maskínu fengi Sjálfstæðisflokkurinn sautján þingmenn, Vinstri græn, Framsóknarflokkur, Samfylking, Viðreisn og Píratar fengju hver um sig átta þingmenn. Þar á eftir kæmi Sósíalistaflokkurinn með fimm og Flokkur fólksins næði inn einum kjördæmakjörnum þingmanni á Suðurlandi. Miðflokkurinn myndi hins vegar þurkast út af þingi. Ef þetta yrði niðurstaðan er komin upp forvitnileg staða við myndun nýrrar ríkisstjórnar og þar hefði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins öðrum fremur pálmann í höndunum. Núverandi ríkisstjórn flokksins með Vinstri grænum og Framsóknarflokki gæti starfað áfram með þrjátíu og þrjá þingmenn. Samfylkingin og Píratar hafa útilokað samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og þar með þrengist um stjórnarmyndanir. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna gæti vissulega tekið upp viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn um myndun fjögurra flokka ríkisstjórnar sem hefði þrjátíu og tvo þingmenn á bakvið sig. Hún gæti einnig fjölgað möguleikunum ef Framsókn kæmi í stað einhverra stjórnarandstöðuflokkanna þriggja, þannig að Framsókn kæmi í stað Pírata, Viðreisnar eða Samfylkingar. Allt yrðu þetta fjögurra flokka ríkisstjórnir og allar með þrjátíu og tvo þingmenn. Almennt telja flokksleiðtogar æskilegt að hafa eins fáa flokka í ríkisstjórn og hægt er. Þannig að ef Katrín hugsaði sér til hreyfings við þessar aðstæður gæti Bjarni boðið upp á þriggja flokka stjórn með Framsóknarflokki og Viðreisn sem hefði eins og núverandi stjórnarflokkar í könnuninni 33 þingmenn á bakvið sig.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira