Brasilísku stjörnurnar fá ekki að spila í ensku úrvalsdeildinni um helgina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. september 2021 13:00 Þessir þrír verða ekki með Liverpool um helgina. Michael Regan/Getty Images Alls verða átta brasilískir leikmenn brasilíska landsliðsins fjarverandi er enska úrvalsdeildin fer af stað á nýjan leik um helgina. Í frétt BBC, breska ríkisútvarpsins, um málið segir að knattspyrnuyfirvöld í Brasilíu hafi virkjað reglu Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) sem gerir það að verkum að leikmennirnir mega ekki spila með félagsliðum sínum um helgina. Eight Premier League players will be stopped from playing for their clubs this weekend after Brazilian football authorities triggered a Fifa rule to prevent them appearing.— BBC Sport (@BBCSport) September 8, 2021 Reglan er sú að ef leikmenn sem fá ekki leyfi til að fara í landsliðsverkefni geti verið settir í fimm daga bann eftir að landsliðsglugganum lýkur. Þar sem brasilísk yfirvöld ákváðu að virkja þessa reglu fá leikmennirnir því ekki að spila leiki með félagsliðum sínum frá 10. til 14. september. Leikmennirnir sem um er ræðir eru Alisson, Fabinho og Roberto Firmino (Liverpool), Edersen og Gabriel Jesus (Manchester City), Raphinha (Leeds United), Fred (Manchester United) og Thiago Silva (Chelsea). Lið ensku úrvalsdeildarinnar höfðu bannað leikmönnum að ferðast til landa sem eru á „rauðum lista.“ Þeir leikmenn hefðu þurft að missa af nokkrum leikjum við komuna aftur til Englands þar sem þeirra hefði beðið 10 daga sóttkví. Ekki nóg með að Thiago Silva og Fred missi af deildarleikjum sinna liða heldur missa þeir einnig af fyrsta leik Meistaradeildar Evrópu í ár. Chelsea mætir þar Zenit St. Pétursborg á meðan Man United mætir Young Boys. Alls verða átta félög í ensku úrvalsdeildinni án leikmanna þar sem knattspyrnusambönd Mexíkó, Paragvæ og Síla hafa komið í veg fyrir að Raul Jimenez, Miguel Almirón og Francisco Sierralta spili um helgina. Það vekur hins vegar athygli að Richarlison, leikmaður Everton, sleppur við áðurnefnt bann en ástæðan er sú að hann spilaði á Ólympíuleikunum. Richarlison ætti að vera í byrjunarliði Everton er liðið mætir Burnley á mánudaginn kemur.Chris Brunskill/Getty Images Gianni Infantino, forseti FIFA, hafði beðið yfirvöld í Bretlandi um að veita leikmönnum undanþágur til að félögin þyrftu ekki að bregða á það ráð að banna þeim að fara í landsliðsverkefni. Talið er að Infantino og FIFA muni halda áfram samræðum sínum við yfirvöld í Bretlandi þar sem sama vandamál mun koma upp í október og nóvember. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir FIFA biður um undanþágu fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um undanþágu frá sóttkví fyrir leikmenn ensku úrvlsdeildarinnar svo að þeir geti tekið þátt í landsliðsverkefnum í byrjun næsta mánaðar. 25. ágúst 2021 18:01 Ensku úrvalsdeildarfélögin munu ekki leyfa leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni til rauðra landa Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar segja að félögin innan deildarinnar hafi tekið einhliða ákvörðun um að hleypa leikmönnum ekki í landsliðsverkefni til landa sem eru rauð á ferðalista Bretlands. 25. ágúst 2021 07:30 Liverpool tríó gæti misst af mikilvægum leikjum vegna sóttvarnareglna Útlit er fyrir að Liverpool verði án Roberto Firmino, Fabinho og Alisson í lykilleikjum liðsins vegna sóttvarnareglna í Englandi. Leikmennirnir eru allir í landsliðshópi Brasilíu fyrir leiki sem framundan eru í september. 15. ágúst 2021 14:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Í frétt BBC, breska ríkisútvarpsins, um málið segir að knattspyrnuyfirvöld í Brasilíu hafi virkjað reglu Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) sem gerir það að verkum að leikmennirnir mega ekki spila með félagsliðum sínum um helgina. Eight Premier League players will be stopped from playing for their clubs this weekend after Brazilian football authorities triggered a Fifa rule to prevent them appearing.— BBC Sport (@BBCSport) September 8, 2021 Reglan er sú að ef leikmenn sem fá ekki leyfi til að fara í landsliðsverkefni geti verið settir í fimm daga bann eftir að landsliðsglugganum lýkur. Þar sem brasilísk yfirvöld ákváðu að virkja þessa reglu fá leikmennirnir því ekki að spila leiki með félagsliðum sínum frá 10. til 14. september. Leikmennirnir sem um er ræðir eru Alisson, Fabinho og Roberto Firmino (Liverpool), Edersen og Gabriel Jesus (Manchester City), Raphinha (Leeds United), Fred (Manchester United) og Thiago Silva (Chelsea). Lið ensku úrvalsdeildarinnar höfðu bannað leikmönnum að ferðast til landa sem eru á „rauðum lista.“ Þeir leikmenn hefðu þurft að missa af nokkrum leikjum við komuna aftur til Englands þar sem þeirra hefði beðið 10 daga sóttkví. Ekki nóg með að Thiago Silva og Fred missi af deildarleikjum sinna liða heldur missa þeir einnig af fyrsta leik Meistaradeildar Evrópu í ár. Chelsea mætir þar Zenit St. Pétursborg á meðan Man United mætir Young Boys. Alls verða átta félög í ensku úrvalsdeildinni án leikmanna þar sem knattspyrnusambönd Mexíkó, Paragvæ og Síla hafa komið í veg fyrir að Raul Jimenez, Miguel Almirón og Francisco Sierralta spili um helgina. Það vekur hins vegar athygli að Richarlison, leikmaður Everton, sleppur við áðurnefnt bann en ástæðan er sú að hann spilaði á Ólympíuleikunum. Richarlison ætti að vera í byrjunarliði Everton er liðið mætir Burnley á mánudaginn kemur.Chris Brunskill/Getty Images Gianni Infantino, forseti FIFA, hafði beðið yfirvöld í Bretlandi um að veita leikmönnum undanþágur til að félögin þyrftu ekki að bregða á það ráð að banna þeim að fara í landsliðsverkefni. Talið er að Infantino og FIFA muni halda áfram samræðum sínum við yfirvöld í Bretlandi þar sem sama vandamál mun koma upp í október og nóvember.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir FIFA biður um undanþágu fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um undanþágu frá sóttkví fyrir leikmenn ensku úrvlsdeildarinnar svo að þeir geti tekið þátt í landsliðsverkefnum í byrjun næsta mánaðar. 25. ágúst 2021 18:01 Ensku úrvalsdeildarfélögin munu ekki leyfa leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni til rauðra landa Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar segja að félögin innan deildarinnar hafi tekið einhliða ákvörðun um að hleypa leikmönnum ekki í landsliðsverkefni til landa sem eru rauð á ferðalista Bretlands. 25. ágúst 2021 07:30 Liverpool tríó gæti misst af mikilvægum leikjum vegna sóttvarnareglna Útlit er fyrir að Liverpool verði án Roberto Firmino, Fabinho og Alisson í lykilleikjum liðsins vegna sóttvarnareglna í Englandi. Leikmennirnir eru allir í landsliðshópi Brasilíu fyrir leiki sem framundan eru í september. 15. ágúst 2021 14:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
FIFA biður um undanþágu fyrir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur beðið Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, um undanþágu frá sóttkví fyrir leikmenn ensku úrvlsdeildarinnar svo að þeir geti tekið þátt í landsliðsverkefnum í byrjun næsta mánaðar. 25. ágúst 2021 18:01
Ensku úrvalsdeildarfélögin munu ekki leyfa leikmönnum sínum að fara í landsliðsverkefni til rauðra landa Forsvarsmenn ensku úrvalsdeildarinnar segja að félögin innan deildarinnar hafi tekið einhliða ákvörðun um að hleypa leikmönnum ekki í landsliðsverkefni til landa sem eru rauð á ferðalista Bretlands. 25. ágúst 2021 07:30
Liverpool tríó gæti misst af mikilvægum leikjum vegna sóttvarnareglna Útlit er fyrir að Liverpool verði án Roberto Firmino, Fabinho og Alisson í lykilleikjum liðsins vegna sóttvarnareglna í Englandi. Leikmennirnir eru allir í landsliðshópi Brasilíu fyrir leiki sem framundan eru í september. 15. ágúst 2021 14:15