Fólk eins og við Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 8. september 2021 14:30 Við í Vinstri grænum teljum að fjölbreytileiki sé styrkur hvers samfélags og því eigi íslenskt samfélag að taka þeim fagnandi sem hingað koma, óháð uppruna þeirra eða þeim forsendum sem dvölin byggir á. „Gleymd‘ekki þínum minnsta bróður…..“ söng Pálmi Gunnarsson ásamt fleirum fyrir mörgum árum. Þá eins og nú voru viðsjár víða í heiminum og hungur og aðrar hörmungar herjuðu á fórnarlömb styrjalda og uppskerubrests. Þó margt hafi gengið bærilega í heiminum fram að Covid er enn fólk á flótta, af ýmsum ástæðum. Styrjaldir hafa knúið dyra, stjórnarskipti hafa hrakið fólk á vergang og nú eru loftslagsbreytingar farnar að valda því að fólk neyðist til að taka sig upp til að leita betra lífs. Verkefnin eru víða Undangengin misseri hafa stríð í Nagorno-Karabak milli Armena og Azera orsakað að tugir þúsunda borgara beggja ríkja hafa lagt á flótta og fyrirséð að sum þeirra munu aldrei komast aftur til síns heima; átök í austurhluta Úkraínu og innlimun Krímskagans í Rússland hafa gert fólki á þeim svæðum ómögulegt að upplifa öryggi frá degi til dags; straumur flóttafólks sem flýr stjórnmálaástandið í Hvíta Rússlandi til nágrannaríkjanna Litháens, Lettlands og Póllands; hundruð þúsunda Afgana flýja nú heimaland sitt eftir valdatöku Talibana. Og hér eru ónefndar allar þær þúsundir sem neyðst hafa til að flýja átökin í Sýrlandi og Yemen og þau hundruð þúsunda sem flýja þær breyttu aðstæður sem loftslagsbreytingar valda í heimalöndum þeirra. Nú er áætlað að um 82 milljónir manna um allan heim séu á flótta, bæði innan heimalanda sinna og utan. Margt af þessu fólki hefur neyðst til að dvelja í flóttamannabúðum árum saman, sumar fjölskyldur í áratugi. Það er væntanlega öllum ljóst að það öryggi sem fólk er að leita eftir er ekki að finna í flóttamannabúðum, né bjartari framtíð barnanna. Börn eins og okkar börn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur tekið ákvörðun um að taka við auknum fjölda flóttamanna frá Afganistan, og hluti þeirra er þegar kominn til landsins. Næstu daga og vikur koma til landsins um 70 kvótaflóttamenn að auki. Miðað við stærð þjóðarinnar tökum við á móti fleiri flóttamönnum en hin Norðurlöndin að Svíþjóð undanskilinni. Það er staða sem við eigum að hafa metnað til að halda og bæta í. Reynslan sýnir að með þessu auðgum við íslenskt samfélag í menningarlegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti. Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá niðurstöðum könnunar sem bendir til að 40 prósent Íslendinga vilja taka á móti fleira flóttafólki. Það er gleðiefni. Íslendingar eru efnuð þjóð á flesta mælikvarða og hér býr fólk við öryggi. Það eru gæði sem við ekki bara getum heldur eigum að deila með öðrum, og gefa þeim tækifæri til að öðlast betra líf. Þannig öxlum við þá ábyrgð sem við höfum tekið að okkur í alþjóðasamfélaginu um leið og við gefum fólki eins og okkur, börnum eins og okkar, tækifæri til að leita hamingjunnar. Við í Vinstrihreyfingingunni – grænu framboði teljum að málefni fólks á flótta hafi til þessa verið of lituð af því að vera stjórnsýsluverkefni frekar en þjónusta við fólk með mannúð og virðingu að leiðarljósi. Þessu vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð breyta eins og fram kemur í stefnu okkar um innflytjendur og fólk á flótta. Höfundur er þingmaður VG og læknir, frambjóðandi í 3. sæti lista VG í SV kjördæmi og fulltrúi Íslands í flóttamannanefnd Evrópuráðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Við í Vinstri grænum teljum að fjölbreytileiki sé styrkur hvers samfélags og því eigi íslenskt samfélag að taka þeim fagnandi sem hingað koma, óháð uppruna þeirra eða þeim forsendum sem dvölin byggir á. „Gleymd‘ekki þínum minnsta bróður…..“ söng Pálmi Gunnarsson ásamt fleirum fyrir mörgum árum. Þá eins og nú voru viðsjár víða í heiminum og hungur og aðrar hörmungar herjuðu á fórnarlömb styrjalda og uppskerubrests. Þó margt hafi gengið bærilega í heiminum fram að Covid er enn fólk á flótta, af ýmsum ástæðum. Styrjaldir hafa knúið dyra, stjórnarskipti hafa hrakið fólk á vergang og nú eru loftslagsbreytingar farnar að valda því að fólk neyðist til að taka sig upp til að leita betra lífs. Verkefnin eru víða Undangengin misseri hafa stríð í Nagorno-Karabak milli Armena og Azera orsakað að tugir þúsunda borgara beggja ríkja hafa lagt á flótta og fyrirséð að sum þeirra munu aldrei komast aftur til síns heima; átök í austurhluta Úkraínu og innlimun Krímskagans í Rússland hafa gert fólki á þeim svæðum ómögulegt að upplifa öryggi frá degi til dags; straumur flóttafólks sem flýr stjórnmálaástandið í Hvíta Rússlandi til nágrannaríkjanna Litháens, Lettlands og Póllands; hundruð þúsunda Afgana flýja nú heimaland sitt eftir valdatöku Talibana. Og hér eru ónefndar allar þær þúsundir sem neyðst hafa til að flýja átökin í Sýrlandi og Yemen og þau hundruð þúsunda sem flýja þær breyttu aðstæður sem loftslagsbreytingar valda í heimalöndum þeirra. Nú er áætlað að um 82 milljónir manna um allan heim séu á flótta, bæði innan heimalanda sinna og utan. Margt af þessu fólki hefur neyðst til að dvelja í flóttamannabúðum árum saman, sumar fjölskyldur í áratugi. Það er væntanlega öllum ljóst að það öryggi sem fólk er að leita eftir er ekki að finna í flóttamannabúðum, né bjartari framtíð barnanna. Börn eins og okkar börn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur tekið ákvörðun um að taka við auknum fjölda flóttamanna frá Afganistan, og hluti þeirra er þegar kominn til landsins. Næstu daga og vikur koma til landsins um 70 kvótaflóttamenn að auki. Miðað við stærð þjóðarinnar tökum við á móti fleiri flóttamönnum en hin Norðurlöndin að Svíþjóð undanskilinni. Það er staða sem við eigum að hafa metnað til að halda og bæta í. Reynslan sýnir að með þessu auðgum við íslenskt samfélag í menningarlegu, félagslegu og efnahagslegu tilliti. Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá niðurstöðum könnunar sem bendir til að 40 prósent Íslendinga vilja taka á móti fleira flóttafólki. Það er gleðiefni. Íslendingar eru efnuð þjóð á flesta mælikvarða og hér býr fólk við öryggi. Það eru gæði sem við ekki bara getum heldur eigum að deila með öðrum, og gefa þeim tækifæri til að öðlast betra líf. Þannig öxlum við þá ábyrgð sem við höfum tekið að okkur í alþjóðasamfélaginu um leið og við gefum fólki eins og okkur, börnum eins og okkar, tækifæri til að leita hamingjunnar. Við í Vinstrihreyfingingunni – grænu framboði teljum að málefni fólks á flótta hafi til þessa verið of lituð af því að vera stjórnsýsluverkefni frekar en þjónusta við fólk með mannúð og virðingu að leiðarljósi. Þessu vill Vinstrihreyfingin – grænt framboð breyta eins og fram kemur í stefnu okkar um innflytjendur og fólk á flótta. Höfundur er þingmaður VG og læknir, frambjóðandi í 3. sæti lista VG í SV kjördæmi og fulltrúi Íslands í flóttamannanefnd Evrópuráðsins.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar