Ný tækifæri í þjónustu eldra fólks Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar 9. september 2021 07:31 Samsetning mannfjöldans á Íslandi er að þróast á þann veg að hlutfall eldra fólks hækkar frá því sem áður var. Brýnt er þess vegna að við horfum til mögulegra nýrra tækifæra og breytinga í málefnum eldra fólks. Frá því að lög um málefni aldraðra voru sett árið 1982 hefur legið fyrir það stefnumið að eftir því sem þarfir fólks til stuðnings og þjónustu aukast, því mikilvægara er að öll þjónusta og skipulag taki mið af samfellu og heildarsýn fyrir notandann í þjónustukeðjunni. Flest viljum við geta búið heima hjá okkur eins lengi og kostur er án þess að þurfa að reiða okkur á aðra. Þó frekari þörf á aðstoð og öryggi fylgi almennt hækkandi aldri, þá hefur margt eldra fólk aðstæður til að búa með lágmarksþjónustu. Þjónustuþörfum eldra fólks þarf að mæta með því að þróa fjölbreytileg úrræði til að mæta mismunandi þörfum einstaklinga innan þessa sístækkandi hóps með þau markmið að bæta lífsgæði, valdefla einstaklingana. Ljóst er að þörf er á nýjum áherslum og nýju viðhorfum í þjónustu við aldraða þar sem aukin áhersla er lögð á aldursvænt og styðjandi samfélag. Dagþjálfun Eitt þeirra úrræða sem þarf að bæta og efla er dagþjálfun, en í dag er slík þjónusta í flestum stærri sveitarfélögum. Dagþjálfun er tímabundið stuðningsúrræði við eldra fólk sem býr í heimahúsum með það að markmiði að viðhalda færni og getu fólks til að búa áfram heima. Hún getur verið margskonar með mismunandi þjónustustigi eftir einstaklingsbundnum þörfum, en dagþjálfun þarf a.m.k. að bjóða upp á tómstundaiðkun, aðstöðu til léttra líkamsæfinga, máltíð, hvíldaraðstöðu og aðstoð við böðun. Tækifæri finnast í dagþjálfun Það er enginn vafi að tækifæri eru til að þróa ný úrræði og bæta það sem er til staðar. Og það verður að gera, sérstaklega þegar horft er til þróunar á hækkandi hlutfalli eldra fólks hér á landi. Dagþjálfun sem stuðningsúrræði hefur upp á ýmsa valmöguleika að bjóða og tækifæri til að bæta þjónustu því Með dagþjálfun er hægt að styðja aukinn fjölda eldra fólks með viðeigandi stigskiptingu þjónustunnar. Marka þarf skýra framtíðarsýn og heildarstefnu þar sem m.a. er lögð áhersla á að skipulag þjónustunnar sé með þeim hætti að eitt þjónustustig taki hnökralaust við af öðru. Okkar verkefni er að finna tækifærin og hámarka nýtingu og ávinning fyrir einstakling og samfélag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt til alþjóðlegra viðbragða í að þróa nýjar leiðir og úrræði til samþættingar þjónustu við aldraða, með það að markmiðil að stuðla að samfellu í þjónustunni og ná þannig fram aukinni hagkvæmni fyrir samfélagið allt. Höfundur er í oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi við næstu Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Eldri borgarar Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skoðun Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Samsetning mannfjöldans á Íslandi er að þróast á þann veg að hlutfall eldra fólks hækkar frá því sem áður var. Brýnt er þess vegna að við horfum til mögulegra nýrra tækifæra og breytinga í málefnum eldra fólks. Frá því að lög um málefni aldraðra voru sett árið 1982 hefur legið fyrir það stefnumið að eftir því sem þarfir fólks til stuðnings og þjónustu aukast, því mikilvægara er að öll þjónusta og skipulag taki mið af samfellu og heildarsýn fyrir notandann í þjónustukeðjunni. Flest viljum við geta búið heima hjá okkur eins lengi og kostur er án þess að þurfa að reiða okkur á aðra. Þó frekari þörf á aðstoð og öryggi fylgi almennt hækkandi aldri, þá hefur margt eldra fólk aðstæður til að búa með lágmarksþjónustu. Þjónustuþörfum eldra fólks þarf að mæta með því að þróa fjölbreytileg úrræði til að mæta mismunandi þörfum einstaklinga innan þessa sístækkandi hóps með þau markmið að bæta lífsgæði, valdefla einstaklingana. Ljóst er að þörf er á nýjum áherslum og nýju viðhorfum í þjónustu við aldraða þar sem aukin áhersla er lögð á aldursvænt og styðjandi samfélag. Dagþjálfun Eitt þeirra úrræða sem þarf að bæta og efla er dagþjálfun, en í dag er slík þjónusta í flestum stærri sveitarfélögum. Dagþjálfun er tímabundið stuðningsúrræði við eldra fólk sem býr í heimahúsum með það að markmiði að viðhalda færni og getu fólks til að búa áfram heima. Hún getur verið margskonar með mismunandi þjónustustigi eftir einstaklingsbundnum þörfum, en dagþjálfun þarf a.m.k. að bjóða upp á tómstundaiðkun, aðstöðu til léttra líkamsæfinga, máltíð, hvíldaraðstöðu og aðstoð við böðun. Tækifæri finnast í dagþjálfun Það er enginn vafi að tækifæri eru til að þróa ný úrræði og bæta það sem er til staðar. Og það verður að gera, sérstaklega þegar horft er til þróunar á hækkandi hlutfalli eldra fólks hér á landi. Dagþjálfun sem stuðningsúrræði hefur upp á ýmsa valmöguleika að bjóða og tækifæri til að bæta þjónustu því Með dagþjálfun er hægt að styðja aukinn fjölda eldra fólks með viðeigandi stigskiptingu þjónustunnar. Marka þarf skýra framtíðarsýn og heildarstefnu þar sem m.a. er lögð áhersla á að skipulag þjónustunnar sé með þeim hætti að eitt þjónustustig taki hnökralaust við af öðru. Okkar verkefni er að finna tækifærin og hámarka nýtingu og ávinning fyrir einstakling og samfélag. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur hvatt til alþjóðlegra viðbragða í að þróa nýjar leiðir og úrræði til samþættingar þjónustu við aldraða, með það að markmiðil að stuðla að samfellu í þjónustunni og ná þannig fram aukinni hagkvæmni fyrir samfélagið allt. Höfundur er í oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi við næstu Alþingiskosningar.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun