Sigur í dag færir Breiðabliki 75 milljónir og leiki fram að jólum Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2021 09:30 Það er mikið í húfi hjá Selmu Sól Magnúsdóttur og stöllum í Breiðabliki í kvöld. vísir/Hulda Margrét Breiðablik er öruggt um að fá rúmar 20 milljónir króna fyrir að spila gegn króatíska liðinu Osijek í dag. Sigur færir liðinu að lágmarki 75 milljónir og leiki við einhver af bestu liðum Evrópu fram að jólum. Eins og Vísir hefur fjallað um er búið að gjörbylta Meistaradeild kvenna í fótbolta og stórauka verðlaunafé. Keppnin er núna með svipuðu fyrirkomulagi og þekkist úr Meistaradeild karla, þar sem keppt er í riðlakeppni á haustin og útsláttarkeppni tekur svo við í mars. Íslensk félagslið hafa náð að komast jafnvel í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en því hefur ekki fylgt neinn fjárhagslegur ávinningur svo heitið geti. Nú er raunin önnur og ef að Breiðablik verður eitt af liðunum sextán sem spila í riðlakeppninni nú í haust þá skilar það félaginu tugum milljóna í kassann. Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við Osijek á útivelli í síðustu viku og þarf því að vinna leikinn sem hefst klukkan 17 í dag á Kópavogsvelli. Vinni Blikakonur fær félagið 100.000 evrur fyrir sigurinn, og svo 400.000 evrur fyrir að vera þar með komnar í riðlakeppnina. Það gerir samtals hálfa milljón evra eða um 75 milljónir króna. Á móti kemur að sjálfsögðu umtalsverður kostnaður við ferðalög í leiki. Með sigri myndi Breiðablik lengja tímabilið sitt umtalsvert en tap myndi þýða að síðasti leikur Blika á þessu ári yrði bikarúrslitaleikurinn við Þrótt 1. október á Laugardalsvelli. Milljónir í boði fyrir hvern sigur í riðlinum Í riðlakeppninni er nefnilega leikið í október, nóvember og alveg fram til 16. desember. Laugardalsvöllur er samkvæmt reglum keppninnar eini löglegi völlurinn á Íslandi fyrir riðlakeppnina, vegna krafna um styrk flóðljósa, en óvíst er hvort hægt er að spila á grasvelli í Reykjavík í nóvember og desember. Breiðablik myndi spila sex leiki í riðlakeppninni og eiga möguleika á að fá 50.000 evrur (7,5 milljónir króna) fyrir hvern sigur og 17.000 evrur (2,6 milljónir króna) fyrir jafntefli, samkvæmt svari KSÍ við fyrirspurn Vísis. Tapi Blikakonur í dag og falli þar með úr keppni fær Breiðablik 140.000 evrur, eða 21 milljón króna. Leikur Breiðabliks og Osijek hefst klukkan 17 á Kópavogsvelli og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Eins og Vísir hefur fjallað um er búið að gjörbylta Meistaradeild kvenna í fótbolta og stórauka verðlaunafé. Keppnin er núna með svipuðu fyrirkomulagi og þekkist úr Meistaradeild karla, þar sem keppt er í riðlakeppni á haustin og útsláttarkeppni tekur svo við í mars. Íslensk félagslið hafa náð að komast jafnvel í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en því hefur ekki fylgt neinn fjárhagslegur ávinningur svo heitið geti. Nú er raunin önnur og ef að Breiðablik verður eitt af liðunum sextán sem spila í riðlakeppninni nú í haust þá skilar það félaginu tugum milljóna í kassann. Breiðablik gerði 1-1 jafntefli við Osijek á útivelli í síðustu viku og þarf því að vinna leikinn sem hefst klukkan 17 í dag á Kópavogsvelli. Vinni Blikakonur fær félagið 100.000 evrur fyrir sigurinn, og svo 400.000 evrur fyrir að vera þar með komnar í riðlakeppnina. Það gerir samtals hálfa milljón evra eða um 75 milljónir króna. Á móti kemur að sjálfsögðu umtalsverður kostnaður við ferðalög í leiki. Með sigri myndi Breiðablik lengja tímabilið sitt umtalsvert en tap myndi þýða að síðasti leikur Blika á þessu ári yrði bikarúrslitaleikurinn við Þrótt 1. október á Laugardalsvelli. Milljónir í boði fyrir hvern sigur í riðlinum Í riðlakeppninni er nefnilega leikið í október, nóvember og alveg fram til 16. desember. Laugardalsvöllur er samkvæmt reglum keppninnar eini löglegi völlurinn á Íslandi fyrir riðlakeppnina, vegna krafna um styrk flóðljósa, en óvíst er hvort hægt er að spila á grasvelli í Reykjavík í nóvember og desember. Breiðablik myndi spila sex leiki í riðlakeppninni og eiga möguleika á að fá 50.000 evrur (7,5 milljónir króna) fyrir hvern sigur og 17.000 evrur (2,6 milljónir króna) fyrir jafntefli, samkvæmt svari KSÍ við fyrirspurn Vísis. Tapi Blikakonur í dag og falli þar með úr keppni fær Breiðablik 140.000 evrur, eða 21 milljón króna. Leikur Breiðabliks og Osijek hefst klukkan 17 á Kópavogsvelli og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Breiðablik Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn