Á það að vera óskhyggja að geta lifað á sauðfjárbúskap? Guðný Harðardóttir skrifar 8. september 2021 23:30 Nú er árið 2021, við erum búin að ganga í gegnum heimsfaraldur sem hefur ekki farið framhjá einu einasta mannsbarni. Vissulega erfiðir tímar og krefjandi. Erfiðari fyrir suma enn aðra og skal ekki gert lítið úr því. Þetta hefur samt sem áður kennt okkur margt. Kennt mörgum að lifa í núinu, meta landið okkar fagra og það sem er í nærumhverfinu okkar, jafnvel að meta okkar heilnæmu landbúnaðarafurðir. Stærsti lærdómurinn er þó sá að við erum alltaf háð móðir náttúru. Við hemjum hana ekki, erum alltaf háð henni og hennar duttlungum. Það vitum við bændur, vörslumenn lands og búfjár. Margir bændur, líkt og ég sjálf, hafa margra kynslóða þekkingu og reynslu af því að haga segli eftir vindum. Enn nú er komið að þolmörkum. Ég þakka á hverjum degi fyrir að vera heilsuhraust, geta tekist á við verkefnin sem bíða mín þann daginn, því þau eru ófá! Sama hvað ég vinn og vinn eru alltaf einhver verkefni sem sitja á hakanum, mála hlöðuna, slá garðinn, klippa limgerðið, reita arfann í stéttinni og svo má lengi áfram telja. Því þessi verkefni eru ekki þau sem geta hugsanlega gefið tekjur seinna, eða eru til þess að ég geti smalað lömbunum mínum af fjalli og komið þeim í sláturhús. Eða heyjað í þær kindur sem ég ætla að halda í vetur til að fá lömb næsta vor. Ég verð því að einbeita mér að þeim verkum sem vonandi gefa mér tekjur eftir rúmt ár. Margir bændur eru í annarri vinnu með sínum búrekstri. Það er erfitt að halda uppi heimili með þessum búrekstri,sem sumir vilja kenna við lífstíl eða ajafnvel hobbý. Sumir reyna að auka verðmæti afurða sinna með fullvinnslu. Ég er ein þeirra. Það er ekki auðvelt. Mjög erfitt í jaðarbyggðum þar sem flutnings- og rafmagnskostnaður er mikill og við enn háðari móður náttúru eins og sést þegar allt verður ófært, flutningabíllinn veltur eða rafmagnið fer. Tala nú ekki um aðgengi að vinnuafli. Enn allt það er efni í aðra stóra grein. Svo er það stóra báknið sem fylgir landbúnaðarkerfinu okkar. Regluverkið og eftirlitsaðilar sem eiga að þjóna okkur (okkur bændum, búfénaði og neytendum). Reglunum fjölgar með hverju árinu, hverri skýrslunni á eftir annarri á að skila, nýjum kröfum um skýrslur skýtur stöðugt upp kollinum og þessu þurfum við að bæta á yfirfulla vinnudaga okkar. Ég ætla ekki að setja mig á móti því að skila þessum skýrslum, er mjög hlynnt því og það er óhjákvæmilegt til að geta talað um gæðastýringu. Aftur á móti má kerfið ekki vera of flókið, regluverkið má ekki verða það stórt að það kosti mikið fjármagn að halda því gangandi. Þegar nýtt regluverk er smíðað ætti að fella annað út! Jafnvel taka út tvær reglugerðir þegar ný er smíðuð! Gerum það einfaldara að vera bóndi, enn sláum ekki af kröfunum. Látum fjármagnið vinna fyrir okkur enn ekki báknið að éta það upp. Höfundur skipar 6. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Landbúnaður Miðflokkurinn Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Nú er árið 2021, við erum búin að ganga í gegnum heimsfaraldur sem hefur ekki farið framhjá einu einasta mannsbarni. Vissulega erfiðir tímar og krefjandi. Erfiðari fyrir suma enn aðra og skal ekki gert lítið úr því. Þetta hefur samt sem áður kennt okkur margt. Kennt mörgum að lifa í núinu, meta landið okkar fagra og það sem er í nærumhverfinu okkar, jafnvel að meta okkar heilnæmu landbúnaðarafurðir. Stærsti lærdómurinn er þó sá að við erum alltaf háð móðir náttúru. Við hemjum hana ekki, erum alltaf háð henni og hennar duttlungum. Það vitum við bændur, vörslumenn lands og búfjár. Margir bændur, líkt og ég sjálf, hafa margra kynslóða þekkingu og reynslu af því að haga segli eftir vindum. Enn nú er komið að þolmörkum. Ég þakka á hverjum degi fyrir að vera heilsuhraust, geta tekist á við verkefnin sem bíða mín þann daginn, því þau eru ófá! Sama hvað ég vinn og vinn eru alltaf einhver verkefni sem sitja á hakanum, mála hlöðuna, slá garðinn, klippa limgerðið, reita arfann í stéttinni og svo má lengi áfram telja. Því þessi verkefni eru ekki þau sem geta hugsanlega gefið tekjur seinna, eða eru til þess að ég geti smalað lömbunum mínum af fjalli og komið þeim í sláturhús. Eða heyjað í þær kindur sem ég ætla að halda í vetur til að fá lömb næsta vor. Ég verð því að einbeita mér að þeim verkum sem vonandi gefa mér tekjur eftir rúmt ár. Margir bændur eru í annarri vinnu með sínum búrekstri. Það er erfitt að halda uppi heimili með þessum búrekstri,sem sumir vilja kenna við lífstíl eða ajafnvel hobbý. Sumir reyna að auka verðmæti afurða sinna með fullvinnslu. Ég er ein þeirra. Það er ekki auðvelt. Mjög erfitt í jaðarbyggðum þar sem flutnings- og rafmagnskostnaður er mikill og við enn háðari móður náttúru eins og sést þegar allt verður ófært, flutningabíllinn veltur eða rafmagnið fer. Tala nú ekki um aðgengi að vinnuafli. Enn allt það er efni í aðra stóra grein. Svo er það stóra báknið sem fylgir landbúnaðarkerfinu okkar. Regluverkið og eftirlitsaðilar sem eiga að þjóna okkur (okkur bændum, búfénaði og neytendum). Reglunum fjölgar með hverju árinu, hverri skýrslunni á eftir annarri á að skila, nýjum kröfum um skýrslur skýtur stöðugt upp kollinum og þessu þurfum við að bæta á yfirfulla vinnudaga okkar. Ég ætla ekki að setja mig á móti því að skila þessum skýrslum, er mjög hlynnt því og það er óhjákvæmilegt til að geta talað um gæðastýringu. Aftur á móti má kerfið ekki vera of flókið, regluverkið má ekki verða það stórt að það kosti mikið fjármagn að halda því gangandi. Þegar nýtt regluverk er smíðað ætti að fella annað út! Jafnvel taka út tvær reglugerðir þegar ný er smíðuð! Gerum það einfaldara að vera bóndi, enn sláum ekki af kröfunum. Látum fjármagnið vinna fyrir okkur enn ekki báknið að éta það upp. Höfundur skipar 6. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar