Lífið

Þorði ekki að skoða píkuna í spegli eftir fæðinguna

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Erna Kristín var viðmælandi í þættinum Alls konar kynlíf á Stöð 2 í gær.
Erna Kristín var viðmælandi í þættinum Alls konar kynlíf á Stöð 2 í gær. Stöð 2

Erna Kristín Stefánsdóttir, betur þekkt sem Erna í Ernulandi, er baráttukona mikil fyrir líkamsvirðingu og jákvæðri líkamsímynd. Hún segir að margir ungir einstaklingar hafi ranghugmyndir um útlit kynfæra og séu jafnvel að upplifa óöryggi með útlitið á sínum eigin.

„Þarna kemur líkamsmyndin mjög sterk inn. Við erum ekki öll með eins kynfæri. Margir unglingar eru að alast upp með einhverju „hard core“ klámi halda að kynfærin séu bara svona og svona.“

Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum Allskonar kynlíf þar sem rætt er við Ernu. Þar talaði hún meðal annars um að þora ekki að skoða eigin píku eftir að hún fæddi son sinn.

Klippa: Kynfæri eru alls konar

Tengdar fréttir

Hversu vel þekkir þú merkingu tjáknanna?

Í nýjasta þættinum af Allskonar kynlíf var meðal annars fjallað um samskipti. Meðal annars töluðu þau Sigga Dögg og Ahd um notkun tjákna (e.emoji) í samskiptum um kynlíf. 

Mesta áskorunin að fá þekkta einstaklinga til að tala um kynlíf

„Við höfum verið að fá frábær viðbrögð við þáttunum. Fólk er að senda okkur að 16 ára unglingar séu að kalla á mömmu og pabba til að horfa á þáttinn saman,“ segir Dögg Mósesdóttir leikstjóri þáttanna Allskonar kynlíf.

„Alveg sama þó fólk sé ekki búið að tannbursta sig“

„Við töluðum við fólk á ótrúlega breiðu aldursbili og spurðum þau út í fyrsta skiptið þeirra og alls konar. Við fengum ótrúlega einlægar frásagnir,“ segir Sigga Dögg um viðmælendurna í nýjum þáttum sínum Allskonar kynlíf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×