Ákvörðun um Kolbein tekin í næstu viku Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2021 14:00 Kolbeinn Sigþórsson hefur átt fast sæti í liði Gautaborgar á leiktíðinni en spilar tæplega með liðinu um helgina. Getty/Michael Campanella Rannsókn sænska knattspyrnufélagsins IFK Gautaborg á máli Kolbeins Sigþórssonar ætti að ljúka í byrjun næstu viku og þá skýrist hvort hann á sér framtíð hjá félaginu. Þetta segir í frétt á vef Fotboll Direkt í Svíþjóð. Kolbeinn var í síðustu viku tekinn út úr liði Gautaborgar og hefur ekki mátt æfa með félaginu, í kjölfar upplýsinga um að tvær konur hefðu sakað um að hafa beitt þær ofbeldi á skemmtistað í Reykjavík haustið 2017. Kolbeinn sagði í yfirlýsingu að hann kannaðist ekki við að hafa áreitt konurnar en að hegðun sín gagnvart þeim hefði þó ekki verið til fyrirmyndar. Hann greiddi konunum miskabætur. Þar til að niðurstaða fæst í rannsókn Gautaborgar getur Kolbeinn hvorki æft né spilað með liðinu og samkvæmt frétt FD verður hann því ekki með gegn Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Magnus Erlingmark, framkvæmdastjóri leikmannasamtakanna í Svíþjóð, hefur sagt að ef Kolbeinn verði rekinn þá geti hann átt heimtingu á háum skaðabótum. Samkvæmt FD eru engar vísbendingar um það hvort að stjórn Gautaborgar ætli sér að halda Kolbeini eða reka hann. Báðir kostir skaði félagið. Miðillinn segir að framherjinn sé miður sín yfir stöðunni. Kolbeinn hefur leikið alla sautján deildarleiki Gautaborgar á leiktíðinni og skorað fjögur mörk. Kolbeinn var, samkvæmt ákvörðun fráfarandi stjórnar KSÍ, tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætti Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM á síðustu dögum. Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi HM 2022 í Katar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Þetta segir í frétt á vef Fotboll Direkt í Svíþjóð. Kolbeinn var í síðustu viku tekinn út úr liði Gautaborgar og hefur ekki mátt æfa með félaginu, í kjölfar upplýsinga um að tvær konur hefðu sakað um að hafa beitt þær ofbeldi á skemmtistað í Reykjavík haustið 2017. Kolbeinn sagði í yfirlýsingu að hann kannaðist ekki við að hafa áreitt konurnar en að hegðun sín gagnvart þeim hefði þó ekki verið til fyrirmyndar. Hann greiddi konunum miskabætur. Þar til að niðurstaða fæst í rannsókn Gautaborgar getur Kolbeinn hvorki æft né spilað með liðinu og samkvæmt frétt FD verður hann því ekki með gegn Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Magnus Erlingmark, framkvæmdastjóri leikmannasamtakanna í Svíþjóð, hefur sagt að ef Kolbeinn verði rekinn þá geti hann átt heimtingu á háum skaðabótum. Samkvæmt FD eru engar vísbendingar um það hvort að stjórn Gautaborgar ætli sér að halda Kolbeini eða reka hann. Báðir kostir skaði félagið. Miðillinn segir að framherjinn sé miður sín yfir stöðunni. Kolbeinn hefur leikið alla sautján deildarleiki Gautaborgar á leiktíðinni og skorað fjögur mörk. Kolbeinn var, samkvæmt ákvörðun fráfarandi stjórnar KSÍ, tekinn út úr íslenska landsliðshópnum sem mætti Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi í undankeppni HM á síðustu dögum.
Sænski boltinn Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi HM 2022 í Katar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira