Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - HK 3-0 | Víkingur tekur toppsætið í bili Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 11. september 2021 21:16 Víkingar eru á góðu skriði. Vísir/Hulda Margrét Víkingur R. eru komnir á topp deildarinnar, í bili, eftir 3-0 sigur á HK í Víkinni í dag. Fyrir leikinn var Víkingur í 2. sæti, tveimur stigum á eftir Breiðablik. Nú þurfa þeir að stóla á úrslit úr leik Breiðabliks gegn Val til þess að halda fyrsta sætinu. Það var mikið undir hjá báðum liðum fyrir leik. Víkingur á möguleika á að landa Íslandsmeistaratitli á meðan fallbaráttan blasir við HK. Leikmenn Víkings byrjuðu leikinn af krafti og sóttu stíft á markið. HK áttu ágætisspretti á köflum en Víkingar voru samt sem áður með yfirhöndina bróðurpart fyrri hálfleiks. Þegar um 35 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik kom fyrsta mark leiksins. Pablo sendir langan bolta inn í teig sem endar á höfðinu á Nikolaj Hansen sem skallar boltann framhjá Arnari Frey og kemur Víkingi í 1-0. Það virtist vera olía á eldinn fyrir HK sem rönkuðu aðeins við sér og sóttu á mark Víkings en ekki náðu þeir að jafna leikinn og hálfleikstölur því 1-0. Víkingar voru full værukærir fyrstu mínútur seinni hálfleiks á meðan HK mættu gríðarlega öflugir og voru með yfirhöndina fyrstu 10 mínúturnar. Þegar tæplega stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik var Erlingur Agnarsson með boltann rétt fyrir utan teig. Tekur skotið upp úr engu og kemur knettinum í netið, staðan 2-0 fyrir Víkingi. Þetta kveikti aftur í Víkingum sem virtust vera að bíða eftir að HK myndi jafna leikinn. Við tóku mínútur þar sem Víkingar voru meira með boltann og létu Arnar Frey, markmann HK, finna fyrir sér. Þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum er Erlingur aftur á ferðinni. Hann fær sendingu frá Pablo sem er staðsettur fyrir aftan miðju. Erlingur dansar sig hreinlega frá miðju og í gegnum hvern varnarmanninn á fætur öðrum og kemur boltanum í netið, staðan orðin 3-0. Næstu 10 mínútur voru Víkingar áfram með yfirhöndina og voru mun meira að skjóta á markið. Boltinn endaði hinsvegar ekki inni og lokatölur því 3-0. Afhverju vann Víkingur R.? Víkingur er í baráttu um Íslandsmeistaratitil og spiluðu eftir því. Þrátt fyrir að hafa misst leikinn aðeins niður í byrjun seinni hálfleiks voru þeir fljótir að koma til baka. Þeir voru agaðir og spiluðu góðan bolta og höfðu heilt yfir góða stjórn á leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Erlingur Agnarsson var á skotskónum í kvöld. Hann skoraði tvö mörk fyrir Víking og var gríðarlega góður sóknarlega og átti nokkur skot á markið. Pablo Punyed var með stoðsendingu í leiknum og er í raun hægt að skrifa seinna markið líka á hann þar sem hann sendi boltann á Erling áður en Erlingur dansaði í gegnum varnarmenn HK og skoraði. Hvað gekk illa? Leikmenn HK áttu bara slæman dag. Sóknarmennirnir virtust vera hálf þreyttir og segir það sig sjálft að varnarleikurinn var ekki upp á marga fiska þegar liðið lendir 3-0 undir. Þrátt fyrir að eiga ágætiskafla í byrjun seinni hálfleiks þá duttu þeir fljótlega aftur niður og þá sérstaklega eftir annað mark Víkings. Hvað gerist næst? Í næstu umferð og jafnframt næst síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar sækir Víkingur, KR heim. HK fá Stjörnuna í heimsókn. Brynjar Björn: Ég er svekktur með úrslitin Brynjar Björn, þjálfari HKVísir: Bára Dröfn Brynjar Björn, þjálfari HK, var svekktur með úrslitin eftir 3-0 tap á móti Víkingi í Pepsi Max deild karla í dag. „Mér líður ágætlega. Ég er svekktur með úrslitin og að einhverju leyti frammistöðuna. Fram að fyrsta markinu vorum við búnir að halda þeim ágætlega frá okkur. Þegar við fáum annað markið á okkur dettum við full mikið niður.“ HK mættu gríðarlega öflugir til leiks í seinni hálfleik. Þeir áttu góðan 10 mínútna kafla þar sem var mikill kraftur í þeim en eftir að Víkingur kom sér tveimur mörkum yfir, virtust þeir missa leikinn aftur frá sér. „Við byrjum seinni hálfleikinn ágætlega og náðum að setja smá pressu á þá. Fáum klaufalegt annað mark á okkur og þá erum við svolítið út úr leiknum.“ „Við lögðum upp með að verjast vel og sækja hratt. Við breytum aðeins liðinu og töldum það rétt í dag, hvort sem það er rétt eða ekki. Heilt yfir þá verðum við að viðurkenna að við töpuðum fyrir betra liðinu í dag.“ Nú eru tveir leikir eftir af deildinni og þarf HK að sækja stig í þeim leikjum ef þeir ætla ekki að falla. „Við þurfum að mæta til leiks, betri frammistöðu og hugafar. Við þurftum að eiga við gott Víkingslið sem er með mikið sjálfstraust og við kannski aðeins minna og þar liggur munurinn.“ Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík HK Tengdar fréttir Arnar: ,,Ég bíð spenntur að sjá hvort Valur haldi þessum fullkomna degi áfram“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., var ánægður með frammistöðu sinna manna eftir 3-0 sigur á HK í Pepsi Max deild karla í dag. 11. september 2021 21:08
Víkingur R. eru komnir á topp deildarinnar, í bili, eftir 3-0 sigur á HK í Víkinni í dag. Fyrir leikinn var Víkingur í 2. sæti, tveimur stigum á eftir Breiðablik. Nú þurfa þeir að stóla á úrslit úr leik Breiðabliks gegn Val til þess að halda fyrsta sætinu. Það var mikið undir hjá báðum liðum fyrir leik. Víkingur á möguleika á að landa Íslandsmeistaratitli á meðan fallbaráttan blasir við HK. Leikmenn Víkings byrjuðu leikinn af krafti og sóttu stíft á markið. HK áttu ágætisspretti á köflum en Víkingar voru samt sem áður með yfirhöndina bróðurpart fyrri hálfleiks. Þegar um 35 mínútur voru liðnar af fyrri hálfleik kom fyrsta mark leiksins. Pablo sendir langan bolta inn í teig sem endar á höfðinu á Nikolaj Hansen sem skallar boltann framhjá Arnari Frey og kemur Víkingi í 1-0. Það virtist vera olía á eldinn fyrir HK sem rönkuðu aðeins við sér og sóttu á mark Víkings en ekki náðu þeir að jafna leikinn og hálfleikstölur því 1-0. Víkingar voru full værukærir fyrstu mínútur seinni hálfleiks á meðan HK mættu gríðarlega öflugir og voru með yfirhöndina fyrstu 10 mínúturnar. Þegar tæplega stundarfjórðungur var liðin af seinni hálfleik var Erlingur Agnarsson með boltann rétt fyrir utan teig. Tekur skotið upp úr engu og kemur knettinum í netið, staðan 2-0 fyrir Víkingi. Þetta kveikti aftur í Víkingum sem virtust vera að bíða eftir að HK myndi jafna leikinn. Við tóku mínútur þar sem Víkingar voru meira með boltann og létu Arnar Frey, markmann HK, finna fyrir sér. Þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum er Erlingur aftur á ferðinni. Hann fær sendingu frá Pablo sem er staðsettur fyrir aftan miðju. Erlingur dansar sig hreinlega frá miðju og í gegnum hvern varnarmanninn á fætur öðrum og kemur boltanum í netið, staðan orðin 3-0. Næstu 10 mínútur voru Víkingar áfram með yfirhöndina og voru mun meira að skjóta á markið. Boltinn endaði hinsvegar ekki inni og lokatölur því 3-0. Afhverju vann Víkingur R.? Víkingur er í baráttu um Íslandsmeistaratitil og spiluðu eftir því. Þrátt fyrir að hafa misst leikinn aðeins niður í byrjun seinni hálfleiks voru þeir fljótir að koma til baka. Þeir voru agaðir og spiluðu góðan bolta og höfðu heilt yfir góða stjórn á leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Erlingur Agnarsson var á skotskónum í kvöld. Hann skoraði tvö mörk fyrir Víking og var gríðarlega góður sóknarlega og átti nokkur skot á markið. Pablo Punyed var með stoðsendingu í leiknum og er í raun hægt að skrifa seinna markið líka á hann þar sem hann sendi boltann á Erling áður en Erlingur dansaði í gegnum varnarmenn HK og skoraði. Hvað gekk illa? Leikmenn HK áttu bara slæman dag. Sóknarmennirnir virtust vera hálf þreyttir og segir það sig sjálft að varnarleikurinn var ekki upp á marga fiska þegar liðið lendir 3-0 undir. Þrátt fyrir að eiga ágætiskafla í byrjun seinni hálfleiks þá duttu þeir fljótlega aftur niður og þá sérstaklega eftir annað mark Víkings. Hvað gerist næst? Í næstu umferð og jafnframt næst síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar sækir Víkingur, KR heim. HK fá Stjörnuna í heimsókn. Brynjar Björn: Ég er svekktur með úrslitin Brynjar Björn, þjálfari HKVísir: Bára Dröfn Brynjar Björn, þjálfari HK, var svekktur með úrslitin eftir 3-0 tap á móti Víkingi í Pepsi Max deild karla í dag. „Mér líður ágætlega. Ég er svekktur með úrslitin og að einhverju leyti frammistöðuna. Fram að fyrsta markinu vorum við búnir að halda þeim ágætlega frá okkur. Þegar við fáum annað markið á okkur dettum við full mikið niður.“ HK mættu gríðarlega öflugir til leiks í seinni hálfleik. Þeir áttu góðan 10 mínútna kafla þar sem var mikill kraftur í þeim en eftir að Víkingur kom sér tveimur mörkum yfir, virtust þeir missa leikinn aftur frá sér. „Við byrjum seinni hálfleikinn ágætlega og náðum að setja smá pressu á þá. Fáum klaufalegt annað mark á okkur og þá erum við svolítið út úr leiknum.“ „Við lögðum upp með að verjast vel og sækja hratt. Við breytum aðeins liðinu og töldum það rétt í dag, hvort sem það er rétt eða ekki. Heilt yfir þá verðum við að viðurkenna að við töpuðum fyrir betra liðinu í dag.“ Nú eru tveir leikir eftir af deildinni og þarf HK að sækja stig í þeim leikjum ef þeir ætla ekki að falla. „Við þurfum að mæta til leiks, betri frammistöðu og hugafar. Við þurftum að eiga við gott Víkingslið sem er með mikið sjálfstraust og við kannski aðeins minna og þar liggur munurinn.“
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík HK Tengdar fréttir Arnar: ,,Ég bíð spenntur að sjá hvort Valur haldi þessum fullkomna degi áfram“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., var ánægður með frammistöðu sinna manna eftir 3-0 sigur á HK í Pepsi Max deild karla í dag. 11. september 2021 21:08
Arnar: ,,Ég bíð spenntur að sjá hvort Valur haldi þessum fullkomna degi áfram“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings R., var ánægður með frammistöðu sinna manna eftir 3-0 sigur á HK í Pepsi Max deild karla í dag. 11. september 2021 21:08
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti