Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 3-0 | Breiðablik færist nær Íslandsmeistaratitlinum Andri Már Eggertsson skrifar 11. september 2021 22:55 Leikmenn Breiðabliks voru afar sáttir með sigur kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Breiðablik rúllaði yfir Val 3-0. Þetta var tólfti leikurinn sem Breiðablik vinnur í röð þegar liðið spilar í Kópavogi. Það var markalaust í hálfleik. Breiðablik gengu hins vegar á lagið í þeim síðari og gerðu þrjú mörk. Niðurstaðan 3-0 sigur Blika. Það var margt um mannin á Kópavogsvelli þegar Breiðablik fékk Val í heimsókn. Leikurinn endurspeglaði orkuna í stúkunni og átti Árni Vilhjálmsson skot framhjá strax á fyrstu sekúndum leiksins. Bæði lið sýndu það í verki að þau ætluðu ekki að gefa neitt eftir. Valsmenn settu tóninn snemma og fóru að láta finna fyrir sér. Gísli Eyjólfsson var um tíma ákveðið skotmark. Gísli fékk nokkrar hressilegar stimpingar. Gísli lét þær þó lítið truflað sig. Blikarnir fóru ekki inn í neina skel, heldur svöruðu þeir með sama hætti og létu finna fyrir sér. Kristinn Steindórsson skoraði undir lok fyrri hálfleiks. Kristinn var hins vegar dæmdur rangstæður þar sem hann var rétt fyrir innan. Eftir fyrstu 45. mínútur leiksins var staðan markalaus. Breiðablik byrjaði seinni hálfleikinn með sama hætti og þeir byrjuðu þann fyrri. Jason Daði Svanþórsson fékk þá gott færi. Hannes Þór Halldórsson gerði vel í að verja skot hans með fætinum. Það dró til tíðinda á 60. mínútu. Guðmundur Andri Tryggvason fór að rekja boltann inn í eigin vítateig, það endaði með því að Gísli Eyjólfsson vann boltann og Guðmundur Andri braut strax á honum. Blikar fengu því vítaspyrnu. Árni Vilhjálmsson fór á vítapunktinn og skot hans hnitmiðað niðri í vinstra hornið. Hannes Þór Halldórsson haggaðist ekki í markinu. Kristinn Steindórsson bætti síðan við öðru marki, tæplega tíu mínútum seinna. Jason Daði Svanþórsson átti góðan sprett upp að endalínu. Jason gerði síðan vel í að senda boltann út í teiginn, beint á Kristinn sem þrumaði boltanum í markið af stuttu færi. Verandi tveimur mörkum yfir þurftu Valsmenn að sækja á fleiri mönnum. Þá opnaðist allt fyrir Jason Daða sem gerði vel í að keyra á laskaða vörn Vals. Jason gaf síðan boltann á Árna sem skoraði þriðja mark Blika og gulltryggði sigurinn. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik var heilt yfir talsvert betra liðið út á vellinum sem skilaði sér í þremur mörkum. Breiðablik stóð af sér góðan kafla Vals í upphafi seinni hálfleiks og náðu að gera fyrsta markið. Trú Vals á verkefninu virtist brotna eftir að Blikar komust yfir. Breiðablik hélt áfram að ógna marki Vals og refsuðu þeim þegar þeir voru fáliðaðir í vörninni. Hverjir stóðu upp úr? Árni Vilhjálmsson var besti maður vallarins. Árni skoraði tvö af þremur mörkum leiksins. Árni lét mikið til sín taka og átti góða heildar frammistöðu. Jason Daði Svanþórsson, var afar líflegur á hægri kantinum. Samvinna hans og Höskulds var afar góð. Bæði varnar og sóknarlega. Hvað gekk illa? Valur tapaði sínum þriðja leik í röð í kvöld. Það var margt í ólagi í liði Vals. Birkir Már Sævarsson var að spila sinn fjórða leik á tíu dögum og frammistaða hans eftir því. Guðmundur Andri Tryggvason var oft á tíðum afar klaufalegur. Guðmundur var sá brotlegi þegar Breiðablik fékk vítaspyrnu. Guðmundur Andri virkaði pirraður. Hann fékk gult spjald í leiknum og tók Heimir hann af velli eftir 68. mínútna leik. Hvað gerist næst? Breiðablik fer á Kaplakrika-völl í næstu umferð þar sem þeir mæta FH. Leikurinn er á sunnudaginn eftir viku og hefst leikurinn klukkan 14:00. Valur mætir KA á Origo-vellinum á sunnudaginn eftir viku. Leikurinn hefst klukkan 18:00. Óskar Hrafn: Fyrsta markið skipti öllu máli Óskar Hrafn þakkar stuðningsmönnum sínum fyrir leikinnVísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var afar kátur með sigurinn í leiks lok. „Ég hef ekki svör við því af hverju við vinnum alla leiki í Kópavogi. Við leggjum okkur fram, hlaupum meira en hin liðin. Dugnaðurinn og orkan vann leik kvöldsins. Við klárum leikinn saman, hvort sem það er í meðvindi eða mótvindi," sagði Óskar Hrafn eftir leik. Staðan var markalaus í hálfleik. Breiðablik gerðu síðan þrjú mörk í seinni hálfleik og fannst Óskari fyrsta markið vera lykilinn í því. „Mér fannst lítið breytast. Við vorum sterkari allan leikinn. Eftir fyrsta markið þurftu þeir að taka áhættu sem gerði þetta auðveldara fyrir okkur." „Þetta snerist um fyrsta markið. Valur hafði náð fyrsta markinu í síðustu leikjum gegn okkur. Frumkvæðið skipti því miklu máli í þessum leik." Óskari fannst hans menn of hugsa hlutina í fyrri hálfleik. „Mér fannst við vera of sniðugir í fyrri hálfleik. Við vorum með of miklar færslur, of mikið flæði, við vorum síðan skynsamari í seinni hálfleik," sagði Óskar að lokum. Heimir Guðjónsson: Við fengum góð færi sem við fórum illa með Heimir klappar sína menn áframVísir/Hulda Margrét Heimir Guðjónsson þjálfari Vals var afar svekktur eftir leik. „Mér fannst Blikarnir góðir í kvöld. Þeir spiluðu góðan bolta. Við gerðum fína hluti varnarlega í fyrri hálfleik. Við fengum möguleika í upphafi seinni hálfleik en það gekk ekki," sagði Heimir eftir leik. Valur fékk tækifæri í seinni hálfleik til að gera fyrsta markið en þeir nýttu ekki færin sín. „Við vorum að koma okkur í góðar stöður en við klikkuðum á færunum." Heimir Guðjónsson sagði að hann hafi ekki séð atvikið, þegar Breiðablik fékk vítaspyrnu. Hann gat því ekki sagt til um hvort dómurinn væri réttur eða rangur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Breiðablik Valur
Breiðablik rúllaði yfir Val 3-0. Þetta var tólfti leikurinn sem Breiðablik vinnur í röð þegar liðið spilar í Kópavogi. Það var markalaust í hálfleik. Breiðablik gengu hins vegar á lagið í þeim síðari og gerðu þrjú mörk. Niðurstaðan 3-0 sigur Blika. Það var margt um mannin á Kópavogsvelli þegar Breiðablik fékk Val í heimsókn. Leikurinn endurspeglaði orkuna í stúkunni og átti Árni Vilhjálmsson skot framhjá strax á fyrstu sekúndum leiksins. Bæði lið sýndu það í verki að þau ætluðu ekki að gefa neitt eftir. Valsmenn settu tóninn snemma og fóru að láta finna fyrir sér. Gísli Eyjólfsson var um tíma ákveðið skotmark. Gísli fékk nokkrar hressilegar stimpingar. Gísli lét þær þó lítið truflað sig. Blikarnir fóru ekki inn í neina skel, heldur svöruðu þeir með sama hætti og létu finna fyrir sér. Kristinn Steindórsson skoraði undir lok fyrri hálfleiks. Kristinn var hins vegar dæmdur rangstæður þar sem hann var rétt fyrir innan. Eftir fyrstu 45. mínútur leiksins var staðan markalaus. Breiðablik byrjaði seinni hálfleikinn með sama hætti og þeir byrjuðu þann fyrri. Jason Daði Svanþórsson fékk þá gott færi. Hannes Þór Halldórsson gerði vel í að verja skot hans með fætinum. Það dró til tíðinda á 60. mínútu. Guðmundur Andri Tryggvason fór að rekja boltann inn í eigin vítateig, það endaði með því að Gísli Eyjólfsson vann boltann og Guðmundur Andri braut strax á honum. Blikar fengu því vítaspyrnu. Árni Vilhjálmsson fór á vítapunktinn og skot hans hnitmiðað niðri í vinstra hornið. Hannes Þór Halldórsson haggaðist ekki í markinu. Kristinn Steindórsson bætti síðan við öðru marki, tæplega tíu mínútum seinna. Jason Daði Svanþórsson átti góðan sprett upp að endalínu. Jason gerði síðan vel í að senda boltann út í teiginn, beint á Kristinn sem þrumaði boltanum í markið af stuttu færi. Verandi tveimur mörkum yfir þurftu Valsmenn að sækja á fleiri mönnum. Þá opnaðist allt fyrir Jason Daða sem gerði vel í að keyra á laskaða vörn Vals. Jason gaf síðan boltann á Árna sem skoraði þriðja mark Blika og gulltryggði sigurinn. Af hverju vann Breiðablik? Breiðablik var heilt yfir talsvert betra liðið út á vellinum sem skilaði sér í þremur mörkum. Breiðablik stóð af sér góðan kafla Vals í upphafi seinni hálfleiks og náðu að gera fyrsta markið. Trú Vals á verkefninu virtist brotna eftir að Blikar komust yfir. Breiðablik hélt áfram að ógna marki Vals og refsuðu þeim þegar þeir voru fáliðaðir í vörninni. Hverjir stóðu upp úr? Árni Vilhjálmsson var besti maður vallarins. Árni skoraði tvö af þremur mörkum leiksins. Árni lét mikið til sín taka og átti góða heildar frammistöðu. Jason Daði Svanþórsson, var afar líflegur á hægri kantinum. Samvinna hans og Höskulds var afar góð. Bæði varnar og sóknarlega. Hvað gekk illa? Valur tapaði sínum þriðja leik í röð í kvöld. Það var margt í ólagi í liði Vals. Birkir Már Sævarsson var að spila sinn fjórða leik á tíu dögum og frammistaða hans eftir því. Guðmundur Andri Tryggvason var oft á tíðum afar klaufalegur. Guðmundur var sá brotlegi þegar Breiðablik fékk vítaspyrnu. Guðmundur Andri virkaði pirraður. Hann fékk gult spjald í leiknum og tók Heimir hann af velli eftir 68. mínútna leik. Hvað gerist næst? Breiðablik fer á Kaplakrika-völl í næstu umferð þar sem þeir mæta FH. Leikurinn er á sunnudaginn eftir viku og hefst leikurinn klukkan 14:00. Valur mætir KA á Origo-vellinum á sunnudaginn eftir viku. Leikurinn hefst klukkan 18:00. Óskar Hrafn: Fyrsta markið skipti öllu máli Óskar Hrafn þakkar stuðningsmönnum sínum fyrir leikinnVísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var afar kátur með sigurinn í leiks lok. „Ég hef ekki svör við því af hverju við vinnum alla leiki í Kópavogi. Við leggjum okkur fram, hlaupum meira en hin liðin. Dugnaðurinn og orkan vann leik kvöldsins. Við klárum leikinn saman, hvort sem það er í meðvindi eða mótvindi," sagði Óskar Hrafn eftir leik. Staðan var markalaus í hálfleik. Breiðablik gerðu síðan þrjú mörk í seinni hálfleik og fannst Óskari fyrsta markið vera lykilinn í því. „Mér fannst lítið breytast. Við vorum sterkari allan leikinn. Eftir fyrsta markið þurftu þeir að taka áhættu sem gerði þetta auðveldara fyrir okkur." „Þetta snerist um fyrsta markið. Valur hafði náð fyrsta markinu í síðustu leikjum gegn okkur. Frumkvæðið skipti því miklu máli í þessum leik." Óskari fannst hans menn of hugsa hlutina í fyrri hálfleik. „Mér fannst við vera of sniðugir í fyrri hálfleik. Við vorum með of miklar færslur, of mikið flæði, við vorum síðan skynsamari í seinni hálfleik," sagði Óskar að lokum. Heimir Guðjónsson: Við fengum góð færi sem við fórum illa með Heimir klappar sína menn áframVísir/Hulda Margrét Heimir Guðjónsson þjálfari Vals var afar svekktur eftir leik. „Mér fannst Blikarnir góðir í kvöld. Þeir spiluðu góðan bolta. Við gerðum fína hluti varnarlega í fyrri hálfleik. Við fengum möguleika í upphafi seinni hálfleik en það gekk ekki," sagði Heimir eftir leik. Valur fékk tækifæri í seinni hálfleik til að gera fyrsta markið en þeir nýttu ekki færin sín. „Við vorum að koma okkur í góðar stöður en við klikkuðum á færunum." Heimir Guðjónsson sagði að hann hafi ekki séð atvikið, þegar Breiðablik fékk vítaspyrnu. Hann gat því ekki sagt til um hvort dómurinn væri réttur eða rangur.