Erlent

Yfir 100 manns flogið frá Kabúl til Katar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Yfirvöld í Katar segja alþjóðlega flugumferð að komast af stað á ný á flugvellinum í Kabúl.
Yfirvöld í Katar segja alþjóðlega flugumferð að komast af stað á ný á flugvellinum í Kabúl. epa

Fyrsta vélin til að yfirgefa Kabúl í Afganistan með útlendinga innanborðs eftir að talíbanar tóku þar öll völd hóf sig til flugs í gærkvöldi.

Vélin var frá Katarska flugfélaginu og flutti hún um 113 einstaklinga af ýmsum þjóðernum til Doha, höfuðborgar Katar. 

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafði einmitt beðið yfirvöld í Katar um að aðstoða við fólkslutningana en fjöldi fólks varð eftir í landinu eftir að Bandaríkjamenn létu sig hverfa þaðan á dögunum. 

Í vélinni í gær voru rúmlega fjörutíu Kanadamenn, þrettán Hollendingar og nokkrir Bretar og Bandaríkjamenn. 

Í flestum tilvikum var um að ræða fólk sem statt var í Afganistan þegar talíbanar tóku völdin en náði ekki að komast á flugvöllinn í Kabúl í tæka tíð áður en Bandaríkjaher eftirlét talíbönum völlinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×