Ragnar Þór lætur staðar numið hjá Kennarasambandinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2021 11:05 Ragnar Þór Pétursson tók við sem formaður KÍ árið 2018. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sækist ekki eftir endurkjöri sem formaður sambandsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu. Ragnar Þór tók við sem formaður Kennarasambandsins vorið 2018 og segir í tilkynningu að áherslumál hans hafi ekki síst verið tengd stöðu skólamála og kennarastéttarinnar í heild. Kjörtímabil formanns er fjögur ár og fara formannsskipti fram á þingi sambandsins í apríl á næsta ári. Frestur til að skila inn framboði til formanns KÍ rennur út 4. október og verður gengið til kosninga 2. nóvember. „Ragnar Þór lagði strax í upphafi mikla áherslu á samstarf og samvinnu allra aðila sem reyndist heilladrjúgt fyrir stéttina. Í yfirlýsingu til félagsmanna segir hann: „Þegar ég bauð mig fram var staða skólamála mjög viðsjárverð. Áhugalítill menntamálaráðherra hafði tekið við af ráðherra sem taldi það sér til tekna að taka ákvarðanir án samráðs við og í andstöðu við kennarastéttina. Skólaumbótaplágan var orðin sífellt ágengari, stúdentar sniðgengu kennaranám og hagsmunaaðilar réðu ferðinni í stað sérfræðinga. Það var byrjað að molna hratt undan kennarastéttinni,“ segir í tilkynningunni. Nú, fjórum árum seinna, sé staðan nokkuð betri. „Menntamálaráðherra hefur sinnt málaflokknum mun betur en forverarnir og af ólíkt meiri virðingu fyrir kennurum. Á mikilvægum stundum hefur ráðherrann staðið með og sett traust sitt á kennara þegar slíkt var alls ekki sjálfsagt. Samband KÍ við helstu hagaðila er miklu sterkara en það var. Samtök kennara hafa í auknum mæli áhrif og erindi. Búið er að gera mjög nákvæmar og trúverðugar greiningar á mörgum af þeim kerfislægu hindrunum sem gert hafa okkur erfitt um vik að að þróa hér það skólastarf sem við verðskuldum. Á grunni þeirra er verið að hanna lausnir sem margar munu líta dagsins ljós á næstu vikum, mánuðum og misserum. Grundvallarhlutverk kennara sem leiðtoga í lærdómssamfélaginu er búið að lögfesta. Það er lykilatriði. Alþingi hefur loks tekið sameiginlega ábyrgð á menntamálum með sameiginlegri þingsályktunartillögu. Kominn er fjörkippur í kennaranámið og starfsþróun hefur öðlast áður óþekkta og betri umgjörð í nánu samstarfi aðila.“ Grunnskólar Framhaldsskólar Vistaskipti Skóla - og menntamál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira
Ragnar Þór tók við sem formaður Kennarasambandsins vorið 2018 og segir í tilkynningu að áherslumál hans hafi ekki síst verið tengd stöðu skólamála og kennarastéttarinnar í heild. Kjörtímabil formanns er fjögur ár og fara formannsskipti fram á þingi sambandsins í apríl á næsta ári. Frestur til að skila inn framboði til formanns KÍ rennur út 4. október og verður gengið til kosninga 2. nóvember. „Ragnar Þór lagði strax í upphafi mikla áherslu á samstarf og samvinnu allra aðila sem reyndist heilladrjúgt fyrir stéttina. Í yfirlýsingu til félagsmanna segir hann: „Þegar ég bauð mig fram var staða skólamála mjög viðsjárverð. Áhugalítill menntamálaráðherra hafði tekið við af ráðherra sem taldi það sér til tekna að taka ákvarðanir án samráðs við og í andstöðu við kennarastéttina. Skólaumbótaplágan var orðin sífellt ágengari, stúdentar sniðgengu kennaranám og hagsmunaaðilar réðu ferðinni í stað sérfræðinga. Það var byrjað að molna hratt undan kennarastéttinni,“ segir í tilkynningunni. Nú, fjórum árum seinna, sé staðan nokkuð betri. „Menntamálaráðherra hefur sinnt málaflokknum mun betur en forverarnir og af ólíkt meiri virðingu fyrir kennurum. Á mikilvægum stundum hefur ráðherrann staðið með og sett traust sitt á kennara þegar slíkt var alls ekki sjálfsagt. Samband KÍ við helstu hagaðila er miklu sterkara en það var. Samtök kennara hafa í auknum mæli áhrif og erindi. Búið er að gera mjög nákvæmar og trúverðugar greiningar á mörgum af þeim kerfislægu hindrunum sem gert hafa okkur erfitt um vik að að þróa hér það skólastarf sem við verðskuldum. Á grunni þeirra er verið að hanna lausnir sem margar munu líta dagsins ljós á næstu vikum, mánuðum og misserum. Grundvallarhlutverk kennara sem leiðtoga í lærdómssamfélaginu er búið að lögfesta. Það er lykilatriði. Alþingi hefur loks tekið sameiginlega ábyrgð á menntamálum með sameiginlegri þingsályktunartillögu. Kominn er fjörkippur í kennaranámið og starfsþróun hefur öðlast áður óþekkta og betri umgjörð í nánu samstarfi aðila.“
Grunnskólar Framhaldsskólar Vistaskipti Skóla - og menntamál Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli Sjá meira