Stíflur hafa myndast í göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2021 19:53 Siglfirðinar treysta mjög á það að samgöngur í gegnum jarðgöngin í sveitarfélaginu séu greiðar. Vísir/Egill Í sumar hafa stíflur myndast í einbreiðu göngunum sem tengja Fjallabyggð við umheiminnn vegna mikillar umferðar. Heimamenn vilja ný göng á dagskrá sem fyrst. Þrátt fyrir að Héðinsfjarðargöngin tryggi greiðar innanbæjarsamgöngur í Fjallabyggð, eru einbreiðu göngin Strákagöng og Múlagöng ákveðin flöskuháls, ekki síst í sumar, þar sem margir hafa heimsótt Fjallabyggð. „Það hefur verið mikið af ferðamönnum. Veður náttúrulega verið einstaklega gott þannig að allar helgar hefur bærinn verið fullur. Sem að hefur gert það síðan að það hefur verið svolítið um stíflur í göngunum,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Elías Pétursson er bæjarstjóri Fjallabyggðar.Vísir/Egill Hvernig birtast þessar stíflur? „Þær birtast þannig að það eru bara of margir bílar. Göngin eru í rauninni byggð fyrir miklu færri bíla en eru að ferðast þegar mest er, þannig að þau eru bara orðin of lítil,“ segir Elías. Hefur þetta hamlandi áhrif á samfélagið hér? „Ég held að þær hefðu hamlandi áhrif á hvaða nútímasamfélag sem væri. Það að samgöngur séu ekki greiðar, öruggar og góðar hefur bara feikimikil áhrif í nútímanum,“ segir Elías sem segir að greiðar samgöngur séu mikilvægar fyrir smærri bæjarfélög sem þurfa að sækja ýmsa þjónustu annað. „Nútímsamfélag gengur á samgöngum. Það þýðir að fólk þarf að finna til öryggis þegar það er að fara á milli staða. Það þarf að komast á milli staða. Allt sem við erum að gera, hvort sem að það er þegar við erum að færa þjónustu inn á stærri þéttbýlisstaðina eða hvað við erum að gera annað, þá kallar það á góðar samgöngur.“ Heimamenn vilja ný göng sem fyrst, eins eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni eru Múlagöng og Strákagöng komin til ára sinna. „Það þarf að bora ný göng inn í Fljótin hér frá Siglufirði og svo þarf annað hvort að breikka Múlagöng og byggja þá á vegskála á snjóflóðahættusvæðunum eða, sem væri náttúrulega langflottast og besta lausnin, sem væri að bora göng frá Ólafsfirði yfir til Dalvíkur.“ Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. 27. mars 2021 16:23 „Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. 22. janúar 2021 12:11 Myndir sýna skuggalegar aðstæður en lítið hægt að gera nema fylgjast með „Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í gær sem vakið hafa talsverða athygli. 24. september 2020 12:01 Fern jarðgöng á Íslandi klædd að innan með eldfimum efnum Sérfræðingur segir efnin „fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag.“ 10. júlí 2017 13:48 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Sjá meira
Þrátt fyrir að Héðinsfjarðargöngin tryggi greiðar innanbæjarsamgöngur í Fjallabyggð, eru einbreiðu göngin Strákagöng og Múlagöng ákveðin flöskuháls, ekki síst í sumar, þar sem margir hafa heimsótt Fjallabyggð. „Það hefur verið mikið af ferðamönnum. Veður náttúrulega verið einstaklega gott þannig að allar helgar hefur bærinn verið fullur. Sem að hefur gert það síðan að það hefur verið svolítið um stíflur í göngunum,“ segir Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar. Elías Pétursson er bæjarstjóri Fjallabyggðar.Vísir/Egill Hvernig birtast þessar stíflur? „Þær birtast þannig að það eru bara of margir bílar. Göngin eru í rauninni byggð fyrir miklu færri bíla en eru að ferðast þegar mest er, þannig að þau eru bara orðin of lítil,“ segir Elías. Hefur þetta hamlandi áhrif á samfélagið hér? „Ég held að þær hefðu hamlandi áhrif á hvaða nútímasamfélag sem væri. Það að samgöngur séu ekki greiðar, öruggar og góðar hefur bara feikimikil áhrif í nútímanum,“ segir Elías sem segir að greiðar samgöngur séu mikilvægar fyrir smærri bæjarfélög sem þurfa að sækja ýmsa þjónustu annað. „Nútímsamfélag gengur á samgöngum. Það þýðir að fólk þarf að finna til öryggis þegar það er að fara á milli staða. Það þarf að komast á milli staða. Allt sem við erum að gera, hvort sem að það er þegar við erum að færa þjónustu inn á stærri þéttbýlisstaðina eða hvað við erum að gera annað, þá kallar það á góðar samgöngur.“ Heimamenn vilja ný göng sem fyrst, eins eins og sjá má í myndbandinu sem fylgir fréttinni eru Múlagöng og Strákagöng komin til ára sinna. „Það þarf að bora ný göng inn í Fljótin hér frá Siglufirði og svo þarf annað hvort að breikka Múlagöng og byggja þá á vegskála á snjóflóðahættusvæðunum eða, sem væri náttúrulega langflottast og besta lausnin, sem væri að bora göng frá Ólafsfirði yfir til Dalvíkur.“
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Byggðamál Tengdar fréttir Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. 27. mars 2021 16:23 „Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. 22. janúar 2021 12:11 Myndir sýna skuggalegar aðstæður en lítið hægt að gera nema fylgjast með „Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í gær sem vakið hafa talsverða athygli. 24. september 2020 12:01 Fern jarðgöng á Íslandi klædd að innan með eldfimum efnum Sérfræðingur segir efnin „fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag.“ 10. júlí 2017 13:48 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Sjá meira
Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. 27. mars 2021 16:23
„Það er ekki hægt að ætla neinu nútímasamfélagi að lifa við þetta“ Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir Siglfirðinga orðna langþreytta á lokunum með tilheyrandi raski á atvinnustarfsemi. Það sé allt of algengt að íbúar verði innlyksa dögum saman vegna ófærðar. Eina lausnin séu jarðgöng. 22. janúar 2021 12:11
Myndir sýna skuggalegar aðstæður en lítið hægt að gera nema fylgjast með „Þetta lítur hálf skuggalega út á myndunum“, segir Haukur Jónsson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni um stöðuna á Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vefmiðilinn Trölli.is birti myndir af veginum í gær sem vakið hafa talsverða athygli. 24. september 2020 12:01
Fern jarðgöng á Íslandi klædd að innan með eldfimum efnum Sérfræðingur segir efnin „fyrir utan allan ramma sem menn leyfa sér í dag.“ 10. júlí 2017 13:48