Áttu börn? Oddný G. Harðardóttir skrifar 11. september 2021 11:00 Hvers vegna vill Samfylkingin að fleiri fjölskyldur fái barnabætur? Hvers vegna vill Samfylkingin hafa kerfið almennara en ekki eingöngu hjálp við fátækustu fjölskyldurnar? Í fyrsta lagi jafna barnabætur stöðu barnafólks gagnvart þeim sem ekki eru með börn á sínu framfæri. Kostnaður heimilis vegna barna er umtalsverður – föt, matur, skólagögn, tómstundastarf –og leggst þungt á ungar barnafjölskyldur sem fyrir eru í erfiðri stöðu vegna kostnaðar við að koma þaki yfir höfuðið, mennta sig, reka bíl og þar fram eftir götunum. Kostnaður vegna barneigna verður til þess að margir fresta barneignum eða eignast færri börn. Það er ótvíræður hagur samfélagsins alls að vel sé hugsað um börn og að fjölskyldunni sé gefinn tími. Almennar barnabætur sem eru óskertar að meðallaunum er velferðarmál en einnig efnahagsmál og fjárfesting í hag barna til lengri tíma. Samfylkingin ætlar að breyta barnabótakerfinu komist flokkurinn í færi til þess. Við viljum líta til hinna norrænu ríkjanna en þar eru barnabætur ekki tekjutengdar nema í Danmörku þar sem aðeins þeir tekjuhæstu fá skertar barnabætur. Í dag byrja barnabætur að skerðast við lágmarkslaun hér á landi sem eru 351.000 kr. á mánuði. Þeir flokkar sem mynda núverandi ríkisstjórn vilja hafa barnabætur fyrst og fremst sem styrk við fátækar fjölskyldur líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ráðlagt þeim. Okkar fyrirmynd er hins vegar hið norræna velferðarríki. Þess vegna viljum við að fólk með meðaltekjur fái óskertar barnabætur. Til að sýna kjósendum hverju þetta breytir fyrir barnafólk eru hér dæmi: 1. Með fyrsta barni sem er undir 7 ára yrðu greiddar 374.500 kr. á ári til sambúðarfólks en 530.700 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund kr á mánuði í laun. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 31.208 kr. til sambúðarfólks en 44.225 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 20.473 kr. á mánuði sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 2. Með tveimur börnum – og annað þeirra undir 7 ára aldri – yrðu greiddar 653.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 931.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilanna yrðu því 54.475 kr. til sambúðarfólks en 77.624 kr. til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun 4.339 kr. á mánuði en einstæðir foreldrar 48.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 3. Með tveimur börnum – bæði eldri en 7 ára – yrðu greiddar 225.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 647.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 800 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 18.808 hjá sambúðarfólki en 53.958 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 33.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. Við viljum líka að þessar greiðslur verði mánaðarlegar og þar með hluti af daglegum rekstri fjölskyldunnar. Þessi dæmi sýna að tillögur Samfylkingarinnar yrðu mikil búbót fyrir barnafjölskyldur með meðaltekjur. Kerfið er líka óþarflega flókið núna og ástæða er til að einfalda það. Gera það gegnsærra en um leið sanngjarnara fyrir barnafjölskyldur landsins. Tillögurnar okkar kosta ríkissjóð um 9 milljarða króna sem er minna en lækkun bankaskattsins og breytingin á skattstofni fjármagnstekjuskatts kostaði ríkissjóð en það var forgangsmál núverandi ríkisstjórnar. Við röðum barnafjölskyldum framar. Hringið í frambjóðendur og spyrjið um hverju barnabæturnar sem Samfylkingin vill koma á breytir fyrir ykkar heimilisrekstur. Og kjósið svo Samfylkinguna, það borgar sig! Oddný G. Harðardóttir skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Oddný G. Harðardóttir Alþingiskosningar 2021 Félagsmál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Hvers vegna vill Samfylkingin að fleiri fjölskyldur fái barnabætur? Hvers vegna vill Samfylkingin hafa kerfið almennara en ekki eingöngu hjálp við fátækustu fjölskyldurnar? Í fyrsta lagi jafna barnabætur stöðu barnafólks gagnvart þeim sem ekki eru með börn á sínu framfæri. Kostnaður heimilis vegna barna er umtalsverður – föt, matur, skólagögn, tómstundastarf –og leggst þungt á ungar barnafjölskyldur sem fyrir eru í erfiðri stöðu vegna kostnaðar við að koma þaki yfir höfuðið, mennta sig, reka bíl og þar fram eftir götunum. Kostnaður vegna barneigna verður til þess að margir fresta barneignum eða eignast færri börn. Það er ótvíræður hagur samfélagsins alls að vel sé hugsað um börn og að fjölskyldunni sé gefinn tími. Almennar barnabætur sem eru óskertar að meðallaunum er velferðarmál en einnig efnahagsmál og fjárfesting í hag barna til lengri tíma. Samfylkingin ætlar að breyta barnabótakerfinu komist flokkurinn í færi til þess. Við viljum líta til hinna norrænu ríkjanna en þar eru barnabætur ekki tekjutengdar nema í Danmörku þar sem aðeins þeir tekjuhæstu fá skertar barnabætur. Í dag byrja barnabætur að skerðast við lágmarkslaun hér á landi sem eru 351.000 kr. á mánuði. Þeir flokkar sem mynda núverandi ríkisstjórn vilja hafa barnabætur fyrst og fremst sem styrk við fátækar fjölskyldur líkt og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ráðlagt þeim. Okkar fyrirmynd er hins vegar hið norræna velferðarríki. Þess vegna viljum við að fólk með meðaltekjur fái óskertar barnabætur. Til að sýna kjósendum hverju þetta breytir fyrir barnafólk eru hér dæmi: 1. Með fyrsta barni sem er undir 7 ára yrðu greiddar 374.500 kr. á ári til sambúðarfólks en 530.700 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund kr á mánuði í laun. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 31.208 kr. til sambúðarfólks en 44.225 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 20.473 kr. á mánuði sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 2. Með tveimur börnum – og annað þeirra undir 7 ára aldri – yrðu greiddar 653.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 931.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 600 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilanna yrðu því 54.475 kr. til sambúðarfólks en 77.624 kr. til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun 4.339 kr. á mánuði en einstæðir foreldrar 48.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. 3. Með tveimur börnum – bæði eldri en 7 ára – yrðu greiddar 225.700 kr. á ári til sambúðarfólks en 647.500 kr. til einstæðra foreldra ef einstaklingarnir eru með 800 þúsund krónur á mánuði. Mánaðarlegar greiðslur til heimilisins yrðu því 18.808 hjá sambúðarfólki en 53.958 til einstæðra foreldra samkvæmt tillögum Samfylkingarinnar. Í dag fær sambúðarfólk með þessi laun engar barnabætur en einstæðir foreldrar fá 33.893 kr. sem greiddar eru út fjórum sinnum á ári. Við viljum líka að þessar greiðslur verði mánaðarlegar og þar með hluti af daglegum rekstri fjölskyldunnar. Þessi dæmi sýna að tillögur Samfylkingarinnar yrðu mikil búbót fyrir barnafjölskyldur með meðaltekjur. Kerfið er líka óþarflega flókið núna og ástæða er til að einfalda það. Gera það gegnsærra en um leið sanngjarnara fyrir barnafjölskyldur landsins. Tillögurnar okkar kosta ríkissjóð um 9 milljarða króna sem er minna en lækkun bankaskattsins og breytingin á skattstofni fjármagnstekjuskatts kostaði ríkissjóð en það var forgangsmál núverandi ríkisstjórnar. Við röðum barnafjölskyldum framar. Hringið í frambjóðendur og spyrjið um hverju barnabæturnar sem Samfylkingin vill koma á breytir fyrir ykkar heimilisrekstur. Og kjósið svo Samfylkinguna, það borgar sig! Oddný G. Harðardóttir skipar 1. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun