Fótbolti

Vilhjálmur hættir með Breiðablik

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Vilhjálmur framlengir ekki samning sinn við Kópavogsliðið
Vilhjálmur framlengir ekki samning sinn við Kópavogsliðið Stöð 2 Sport

Vilhjálmur Kári Haraldsson mun ekki þjálfa kvennalið Breiðabliks á næsta keppnistímabili. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Vilhjálmur tók að sér að þjálfa liðið eftir að Þorsteinn Halldórsson var ráðinn sem landsliðsþjálfari kvenna. Liðið mætti talsvert breytt til leiks og tókst ekki að verja íslandsmeistaratitilinn.

Liðið tryggði sér á dögunum þátttökurétt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem ekki ómerkari lið en Bayern Munchen, Lyon og Arsenal munu líka taka þátt ásamt fleirum. Þá er liðið komið í bikarúrslit þar sem það mun mæta Þrótti.

Nýr þjálfari hefur ekki verið ráðinn en leitin stendur yfir og vonast forráðamenn félagsins eftir því að tilkynna nýjan þjálfara sem fyrst. Nokkrir hafa verið orðaðir við starfið, þar á meðal Ásmundur Arnarsson, fyrrum þjálfari Fjölnis í karlaflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×