Um 100 húsbílar í Þorlákshöfn um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. september 2021 19:44 Félagsskapurinn í Félagi húsbílaeigenda þykir einstakur því þar eru allir jafnir án stéttar og stöðu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um eitt hundrað húsbílar og eigendur þeirra eru nú staddir í Þorlákshöfn þar sem síðasta sumar útilega Félags húsbílaeigenda fer fram. Elsti félaginn, sem er að verða 99 ára fór á húsbílnum sínum í tíu daga ferð um Norðurland í sumar með félaginu. Tjaldsvæðið í Þorlákshöfn er fullt af húsbílum og eigendur þeirra, enda árshátíð Félags húsbílaeigenda í gangi í heimabæ formanns félagsins, sem er ánægður með sumarið, sem er að líða. „Það var algjörlega æðislegt eins og hjá bara landanum yfir höfðuð. Við erum að tala um sól og blíðu og einstakan félagsskap eins og þú sérð. Þetta er félag, sem telur yfir 800 félaga um allt land og þessi virku eru í kringum 200 til 300, þá meina ég að láta sjá sig í ferðum, mæta og hafa gaman saman,“ segir Elín Íris Fanndal formaður Félags húsbílaeigenda. Elín segir að félagið hafi staðið fyrir fjölmörgum útilegum í sumar, sem allir hafi heppnast frábærlega. Hún segir að það sé mikill vinskapur og tryggð í félaginu enda sé félagsskapurinn magnaður. Elín Íris Fanndal, stoltur formaður Félags húsbílaeigenda stödd í sínum húsbíl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún og maður hennar búa í Þorlákshöfn en kjósa samt frekar að vera í húsbílnum um helgina. „Já, það er meiri nánd í húsbílnum, ég hef karlinn nær mér, það er ekki slæmt,“ segir Elín og hlær. Elsti félaginn, sem verður 99 ára í desember er duglegur að ferðast á sínum húsbíl með félaginu. „Já, já, ég er búin að fara 10 daga túr norður með félaginu,“ segir Axel Þór Friðriksson, sem býr í Njarðvík í Reykjanesbæ. Einn af hápunktum dagsins í dag hjá Húsbílafélaginu voru tónleikar með Stórsveit Íslands og svo í kvöld er árshátíð félagsins með tilheyrandi fjöri og skemmtun. Allar nánari upplýsingar um Félag húsbílaeigenda er að finna hér á heimasíðu félagins Axel Þór Friðriksson, 98 ára, sem fer um allt á húsbílnum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Ölfus Tjaldsvæði Eldri borgarar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira
Tjaldsvæðið í Þorlákshöfn er fullt af húsbílum og eigendur þeirra, enda árshátíð Félags húsbílaeigenda í gangi í heimabæ formanns félagsins, sem er ánægður með sumarið, sem er að líða. „Það var algjörlega æðislegt eins og hjá bara landanum yfir höfðuð. Við erum að tala um sól og blíðu og einstakan félagsskap eins og þú sérð. Þetta er félag, sem telur yfir 800 félaga um allt land og þessi virku eru í kringum 200 til 300, þá meina ég að láta sjá sig í ferðum, mæta og hafa gaman saman,“ segir Elín Íris Fanndal formaður Félags húsbílaeigenda. Elín segir að félagið hafi staðið fyrir fjölmörgum útilegum í sumar, sem allir hafi heppnast frábærlega. Hún segir að það sé mikill vinskapur og tryggð í félaginu enda sé félagsskapurinn magnaður. Elín Íris Fanndal, stoltur formaður Félags húsbílaeigenda stödd í sínum húsbíl.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hún og maður hennar búa í Þorlákshöfn en kjósa samt frekar að vera í húsbílnum um helgina. „Já, það er meiri nánd í húsbílnum, ég hef karlinn nær mér, það er ekki slæmt,“ segir Elín og hlær. Elsti félaginn, sem verður 99 ára í desember er duglegur að ferðast á sínum húsbíl með félaginu. „Já, já, ég er búin að fara 10 daga túr norður með félaginu,“ segir Axel Þór Friðriksson, sem býr í Njarðvík í Reykjanesbæ. Einn af hápunktum dagsins í dag hjá Húsbílafélaginu voru tónleikar með Stórsveit Íslands og svo í kvöld er árshátíð félagsins með tilheyrandi fjöri og skemmtun. Allar nánari upplýsingar um Félag húsbílaeigenda er að finna hér á heimasíðu félagins Axel Þór Friðriksson, 98 ára, sem fer um allt á húsbílnum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Ölfus Tjaldsvæði Eldri borgarar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Sjá meira