Ef nóg er til, hvers vegna svelta öryrkjar þá? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 11. september 2021 20:00 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið á dögunum að það væri ekki á dagskrá að leggja á stóreignaskatt, eins og Samfylkingin leggur til að eigi að gera á hreinar eignir umfram 200 miljónir. Katrín sagði enn fremur að óþarfi væri að fara í frekari tekjuöflun þar sem ríkissjóður stæði ágætlega. En ef ríkissjóður stendur ágætlega — hvers vegna svelta þá öryrkjar, Katrín? Ríkistjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ítrekað fellt tillögur Samfylkingarinnar á síðasta kjörtímabili um hækkun örorku og ellilífeyris, þrátt fyrir loforð stjórnarflokkanna um bætt kjör og samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar. Enn mega öryrkjar og eldri borgarar bíða og biðin eftir réttlætinu hefur verið löng. Í einu ríkasta landi heims. Öryrkjum eru allar bjargir bannaðar. Lítið er um störf fyrir fólk með skerta starfsgetu ef það vill vinna. Ef það er í einhverri vinnu, þarf það að þola ósanngjarnar skerðingar. Ef það lendir á örorku á miðju almanaksári, þá gera launatekjur þess fyrri hluta ársins það að verkum að það mætir miklum skerðingum og þarf að draga fram lífið á jafnvel aðeins um 100.000 kr. á mánuði. Slík upphæð dugar ekki fyrir húsnæði einu og sér, hvað þá mat, lyfjum og öðrum lífsnauðsynjum. Meira að segja þótt fólk hljóti fullar bætur, er það samt með lægri upphæð milli handanna en fólk á atvinnuleysisbótum, sem enginn verður þó saddur af og er í þokkabót tímabundið ástand í lífi launafólks. Er það velferðarsamfélag sem kemur svona fram? Er þetta öryggisnet í reynd, eins og almannatryggingakerfið okkar á að vera? Svarið er einfaldlega nei. Samfylkingin ætlar að taka á þessu óréttlæti. Við ætlum að bæta almannatryggingakerfið og fjármagna þessar kjarabætur með stóreignaskatti og hærri veiðigjöldum á stórútgerðir. Það er góð og skynsamleg jafnaðarstefna. Samfylking ætlar strax að: Hækka greiðslur almannatrygginga til samræmis við krónutöluhækkun kjarasamninga og stöðva kjaragliðnun síðustu ára. Það yrði fyrsta skref í hækkun lífeyris og þess gætt að hækkanirnar hafi ekki áhrif á aðrar greiðslur. Hækka frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna, sem hefur staðið í stað síðan árið 2010, úr tæpum 110 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. Tvöfalda frítekjumark eldra fólks vegna lífeyrissjóðsgreiðslna úr 25 þúsund krónum á mánuði upp í 50 þúsund og hækka frítekjumark atvinnutekna eldra fólks í 200 þúsund krónur. Á listum okkar eru öryrkjar, eldri borgarar og fatlað fólk sem þú getur treyst að standa með þér á þingi! Höfundur er í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið á dögunum að það væri ekki á dagskrá að leggja á stóreignaskatt, eins og Samfylkingin leggur til að eigi að gera á hreinar eignir umfram 200 miljónir. Katrín sagði enn fremur að óþarfi væri að fara í frekari tekjuöflun þar sem ríkissjóður stæði ágætlega. En ef ríkissjóður stendur ágætlega — hvers vegna svelta þá öryrkjar, Katrín? Ríkistjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefur ítrekað fellt tillögur Samfylkingarinnar á síðasta kjörtímabili um hækkun örorku og ellilífeyris, þrátt fyrir loforð stjórnarflokkanna um bætt kjör og samstarfssáttmála ríkisstjórnarinnar. Enn mega öryrkjar og eldri borgarar bíða og biðin eftir réttlætinu hefur verið löng. Í einu ríkasta landi heims. Öryrkjum eru allar bjargir bannaðar. Lítið er um störf fyrir fólk með skerta starfsgetu ef það vill vinna. Ef það er í einhverri vinnu, þarf það að þola ósanngjarnar skerðingar. Ef það lendir á örorku á miðju almanaksári, þá gera launatekjur þess fyrri hluta ársins það að verkum að það mætir miklum skerðingum og þarf að draga fram lífið á jafnvel aðeins um 100.000 kr. á mánuði. Slík upphæð dugar ekki fyrir húsnæði einu og sér, hvað þá mat, lyfjum og öðrum lífsnauðsynjum. Meira að segja þótt fólk hljóti fullar bætur, er það samt með lægri upphæð milli handanna en fólk á atvinnuleysisbótum, sem enginn verður þó saddur af og er í þokkabót tímabundið ástand í lífi launafólks. Er það velferðarsamfélag sem kemur svona fram? Er þetta öryggisnet í reynd, eins og almannatryggingakerfið okkar á að vera? Svarið er einfaldlega nei. Samfylkingin ætlar að taka á þessu óréttlæti. Við ætlum að bæta almannatryggingakerfið og fjármagna þessar kjarabætur með stóreignaskatti og hærri veiðigjöldum á stórútgerðir. Það er góð og skynsamleg jafnaðarstefna. Samfylking ætlar strax að: Hækka greiðslur almannatrygginga til samræmis við krónutöluhækkun kjarasamninga og stöðva kjaragliðnun síðustu ára. Það yrði fyrsta skref í hækkun lífeyris og þess gætt að hækkanirnar hafi ekki áhrif á aðrar greiðslur. Hækka frítekjumark öryrkja vegna atvinnutekna, sem hefur staðið í stað síðan árið 2010, úr tæpum 110 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. Tvöfalda frítekjumark eldra fólks vegna lífeyrissjóðsgreiðslna úr 25 þúsund krónum á mánuði upp í 50 þúsund og hækka frítekjumark atvinnutekna eldra fólks í 200 þúsund krónur. Á listum okkar eru öryrkjar, eldri borgarar og fatlað fólk sem þú getur treyst að standa með þér á þingi! Höfundur er í 3. sæti á lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands í Suðvesturkjördæmi og baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun