Tómas Guðbjartsson skurðlæknir: „Fáránlegt“ að senda sjúklinga utan í aðgerðir sem mætti gera hér á landi utan LSH Þorgils Jónsson skrifar 12. september 2021 12:51 Tómas Guðbjartsson skurðlæknir segir að valkvæðar aðgerðir ættu að geta farið fram hér á landi utan Landspítalans til að rýmka fyrir sérfhæfðari þjónustu þar. Fáránlegt sé að senda sjúklinga út til aðgerða í Svíþjóð þar sem læknirinn væri jafnvel íslenskur. Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landspítala (LSH), segir að „borin von“ sé að spítalinn geti sinnt öllum verkefnum sínum miðað við núverandi fjárveitingar og telur að ýmsar valkvæðar aðgerðir, líkt og mjaðma- og hnéskiptaðagerðir, ættu að geta farið fram annarsstaðar en á LSH. Þá gæfist meira svigrúm til að sinna þar sérhæfðari þjónustu. Í samtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, sagðist Tómas meðvitaður um að þessi skoðun væri umdeild og þeim sem starfi við þessar aðgerðir gæti sárnað, en þetta fyrirkomulag hefði gefist vel á Norðurlöndunum. „Ég veit alveg að þetta er umdeilt og að þau sem starfa við þessar aðgerðir, þeim sárnar kannski þessi ummæli, en við verðum bara að horfast í augu við raunveruleikann.“ Það er bara fáránlegt að sjúklingar sem eru að bíða eftir mjaðmaskiptaðgerð eða hnjáskiptaaðgerð þurfi að fara til Svíþjóðar og jafnvel láta íslenskan lækni framkvæma aðgerðina á klíník þar í stað þess að það sé gert hérna heima. „Sjúklingar hafa sem betur fer rétt á þessu, vegna þess að það er algerlega óásættanlegt, segjum að þú, maður á besta aldri sért með einhvers konar vandamál í mjöðm, og þurfir nýja mjöðm, að þú þurfir kannski að bíða í meira en eitt eða eitt og hálft ár eftir að komast í aðgerð.“ „Kostnaðurinn við það að hafa fólk á verkjalyfjum og ekki í fullri vinnu er svo gríðarlega mikið meiri. Þetta samræmist ekki þeim kröfum sem fólk gerir til heilbrigðiskerfisins árið 2021.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira
Í samtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun, sagðist Tómas meðvitaður um að þessi skoðun væri umdeild og þeim sem starfi við þessar aðgerðir gæti sárnað, en þetta fyrirkomulag hefði gefist vel á Norðurlöndunum. „Ég veit alveg að þetta er umdeilt og að þau sem starfa við þessar aðgerðir, þeim sárnar kannski þessi ummæli, en við verðum bara að horfast í augu við raunveruleikann.“ Það er bara fáránlegt að sjúklingar sem eru að bíða eftir mjaðmaskiptaðgerð eða hnjáskiptaaðgerð þurfi að fara til Svíþjóðar og jafnvel láta íslenskan lækni framkvæma aðgerðina á klíník þar í stað þess að það sé gert hérna heima. „Sjúklingar hafa sem betur fer rétt á þessu, vegna þess að það er algerlega óásættanlegt, segjum að þú, maður á besta aldri sért með einhvers konar vandamál í mjöðm, og þurfir nýja mjöðm, að þú þurfir kannski að bíða í meira en eitt eða eitt og hálft ár eftir að komast í aðgerð.“ „Kostnaðurinn við það að hafa fólk á verkjalyfjum og ekki í fullri vinnu er svo gríðarlega mikið meiri. Þetta samræmist ekki þeim kröfum sem fólk gerir til heilbrigðiskerfisins árið 2021.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Sjá meira