Erlent

Leið­togi Al Qa­eda: Birti á­varp 11. septem­ber

Þorgils Jónsson skrifar
Al Qaeda birti í gær myndbandaávarp frá leiðtoga samtakanna, Ayman al-Zawahri. Birtinguna bar upp þegar 20 ár voru lilðin frá hryðjuverkaárás Al Qaeda á bandaríkin hnn 11. september 2001.
Al Qaeda birti í gær myndbandaávarp frá leiðtoga samtakanna, Ayman al-Zawahri. Birtinguna bar upp þegar 20 ár voru lilðin frá hryðjuverkaárás Al Qaeda á bandaríkin hnn 11. september 2001.

Hryðjuverkasamtökin Al Qaeda birtu í gær myndbandsávarp frá leiðtoga sínum Ayman al-Zawahri. Ávarpið er birt á sama degi og 20 ár voru liðin frá árásum samtakanna á Tvíburaturnana í New York og Pentagon, þar sem um 3.000 manns létust.

Í frétt AP segir að al-Zawahri, eftirmaður Osama Bin Ladens sem leiðtogi Al Qaeda, hafi hlaðið liðsmenn sína lofi fyrir árás á rússneska hermenn í Sýrlandi í janúar á þessu ári og einnig minnst á brotthvarf bandaríska hersins frá Afganistan.

Téður al-Zawahri, en um nokkra hríð hefur sterkur orðrómur verið á kreiki um að hann hafi látist af völdum veikinda síðla á síðasta ári. Myndbandið staðfestir þó ekki að hann sé enn á lífi, þar sem mörg ummæli hans eru ansi loðin.

Hann minnist, sem fyrr segir, á brotthvarf Bandaríkjamanna frá Afganistan sem var í kortunum allt frá því að um það var samið í febrúar í fyrra, en víkur ekki í nokkru að valdatöku Talibana þar í landi í síðasta mánuði.

Árásin á rússneska herliðið í Sýrlandi staðfestir að hann hafi verið á lífi í janúar, en nær verður ekki komist um hvort hann sé nú lífs eða liðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×