Gefum sjávarbyggðunum næringu í æð! Inga Sæland skrifar 13. september 2021 09:01 Það er kunnara en frá þurfi að segja að kvótakerfið leiðir til samþjöppunar aflaheimilda og þar með atvinnuleysis og fátæktar í þeim byggðarlögum sem missa aflaheimildir. Íbúar þorpanna, sem ávallt gátu treyst á náttúruauðlindina, eiga nú búsetu sína og barna sinna undir dyntum eins eða tveggja kvótagreifa. Þessir valdamiklu menn geta ráðstafað öllum veiðiheimildum úr þorpinu og skilið íbúa þess eftir bjargarlausa, þó nægur fiskur sé við mynni fjarðarins, þar sem þorpið stendur. Staðsetning sjávarþorpanna Sjávarþorpin eru þar sem þau eru vegna nálægðar sinnar við staðbundin fiskimið. Vissulega óx togaraflotinn hratt upp úr miðjum áttunda áratugnum þegar Íslendingar voru í þann veginn að losa sig við mörg hundruð erlenda togara af Íslandsmiðum. Hugsanlega mátti fækka þeim eitthvað en sá blóðugi niðurskurður aflaheimilda, sem nú á sér stað í sjávarþorpunum, er kominn fram yfir sársaukamörk og á ekkert skylt við hagræðingu. Kröpp staða íbúa fyrrum sjávarbyggða hefur greitt götu norskra lukkuriddara, sem þurft hafa að sæta miklum takmörkunum í Noregi en sjá hér í hillingum Villta-vestrið í laxeldi. Fyrir tilstuðlan stjórnvalda eiga íbúar þorpanna fárra kosta völ. Hvað vill Flokkur fólksins gera? Flokkur fólksins vill tafarlaust gera handfæraveiðar frjálsar og auka línuveiðar, sérstaklega í þeim þorpum sem misst hafa aflaheimildir. Útilokað er að ógna fiskistofnum með krókaveiðum. Krókafiskur er alla jafna besti fiskurinn. Þessar aðgerðir eru ekki nægar einar og sér en myndu þó strax hleypa nýju lífi í sjávarþorpin. Við viljum nýja nýtingarstefnu fiskimiðanna þar sem sjávarauðlindin okkar er sameign þjóðarinnar en ekki einkaeign fárra útvalinna sægreifa eins og nú háttar til. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Sjávarútvegur Byggðamál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er kunnara en frá þurfi að segja að kvótakerfið leiðir til samþjöppunar aflaheimilda og þar með atvinnuleysis og fátæktar í þeim byggðarlögum sem missa aflaheimildir. Íbúar þorpanna, sem ávallt gátu treyst á náttúruauðlindina, eiga nú búsetu sína og barna sinna undir dyntum eins eða tveggja kvótagreifa. Þessir valdamiklu menn geta ráðstafað öllum veiðiheimildum úr þorpinu og skilið íbúa þess eftir bjargarlausa, þó nægur fiskur sé við mynni fjarðarins, þar sem þorpið stendur. Staðsetning sjávarþorpanna Sjávarþorpin eru þar sem þau eru vegna nálægðar sinnar við staðbundin fiskimið. Vissulega óx togaraflotinn hratt upp úr miðjum áttunda áratugnum þegar Íslendingar voru í þann veginn að losa sig við mörg hundruð erlenda togara af Íslandsmiðum. Hugsanlega mátti fækka þeim eitthvað en sá blóðugi niðurskurður aflaheimilda, sem nú á sér stað í sjávarþorpunum, er kominn fram yfir sársaukamörk og á ekkert skylt við hagræðingu. Kröpp staða íbúa fyrrum sjávarbyggða hefur greitt götu norskra lukkuriddara, sem þurft hafa að sæta miklum takmörkunum í Noregi en sjá hér í hillingum Villta-vestrið í laxeldi. Fyrir tilstuðlan stjórnvalda eiga íbúar þorpanna fárra kosta völ. Hvað vill Flokkur fólksins gera? Flokkur fólksins vill tafarlaust gera handfæraveiðar frjálsar og auka línuveiðar, sérstaklega í þeim þorpum sem misst hafa aflaheimildir. Útilokað er að ógna fiskistofnum með krókaveiðum. Krókafiskur er alla jafna besti fiskurinn. Þessar aðgerðir eru ekki nægar einar og sér en myndu þó strax hleypa nýju lífi í sjávarþorpin. Við viljum nýja nýtingarstefnu fiskimiðanna þar sem sjávarauðlindin okkar er sameign þjóðarinnar en ekki einkaeign fárra útvalinna sægreifa eins og nú háttar til. Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar