Verðandi eiginmaður leikmanns Þróttar fékk nýjan fjórtán milljarða samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 13:31 T.J. Watt er lykilmaður hjá liði Pittsburgh Steelers. AP/Adrian Kraus T.J. Watt var mættur í slaginn með Pittsburgh Steelers liðinu í ameríska fótboltanum um helgina en hann gekk frá nýjum samningi í síðustu viku. Bandarískir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um þennan risasamning Watt sem er til fimm ára. Hann átti bara eitt ár eftir af samningi sínum en bætir nú fjórum árum við hann. Steelers, T.J. Watt agree to four-year extension worth more than $112 million. (via @RapSheet) pic.twitter.com/IJS70TGD7C— NFL (@NFL) September 9, 2021 Þessi fjögur viðbótarár munu gefa honum 112 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd en hann fékk 35 milljónir dollara fyrir að skrifa undir og þá er hann öruggur með áttatíu milljónir dala sama hvernig fer. 112 milljónir dollara eru 14,4 milljarðar í íslenskum krónum en Watt fékk 4,5 milljarða íslenskra króna bara fyrir að skrifa undir. Það er samt ekkert skrýtið að NFL félagið sé tilbúið að borga kappanum góð laun. T.J. Watt er er frábær varnarmaður og var kosinn mikilvægasti leikmaður Pittsburgh Steelers liðsins undanfarin tvö tímabil. Það er ljóst að sóknarmenn mótherjanna mega passa sig þegar þeir vita að Watt er á leiðinni en hann hefur meðal annars náð 49,5 leikstjórnendafellum síðan að byrjaði í deildinni árið 2017. Watt er líka með Íslandstengingu því unnusta hans er Dani Rhodes, leikmaður Þróttar í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Þau trúlofuðu sig skömmu áður en Dani flaug til Íslands þar sem hún hjálpaði Þróttaraliðinu að ná þriðja sæti í deildinni og komst í bikarúrslitaleikinn. Dani Rhodes hefur skorað 4 mörk í 9 leikjum í deild og bikar með Þrótti en kvennalið félagsins var að ná sínum besta árangri frá upphafi í sumar. Watt hefur þó ekki tíma til að heimsækja unnustuna til Íslands enda NFL-tímabilið komið á fulla ferð. NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar hafa skrifað mikið um þennan risasamning Watt sem er til fimm ára. Hann átti bara eitt ár eftir af samningi sínum en bætir nú fjórum árum við hann. Steelers, T.J. Watt agree to four-year extension worth more than $112 million. (via @RapSheet) pic.twitter.com/IJS70TGD7C— NFL (@NFL) September 9, 2021 Þessi fjögur viðbótarár munu gefa honum 112 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd en hann fékk 35 milljónir dollara fyrir að skrifa undir og þá er hann öruggur með áttatíu milljónir dala sama hvernig fer. 112 milljónir dollara eru 14,4 milljarðar í íslenskum krónum en Watt fékk 4,5 milljarða íslenskra króna bara fyrir að skrifa undir. Það er samt ekkert skrýtið að NFL félagið sé tilbúið að borga kappanum góð laun. T.J. Watt er er frábær varnarmaður og var kosinn mikilvægasti leikmaður Pittsburgh Steelers liðsins undanfarin tvö tímabil. Það er ljóst að sóknarmenn mótherjanna mega passa sig þegar þeir vita að Watt er á leiðinni en hann hefur meðal annars náð 49,5 leikstjórnendafellum síðan að byrjaði í deildinni árið 2017. Watt er líka með Íslandstengingu því unnusta hans er Dani Rhodes, leikmaður Þróttar í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta. Þau trúlofuðu sig skömmu áður en Dani flaug til Íslands þar sem hún hjálpaði Þróttaraliðinu að ná þriðja sæti í deildinni og komst í bikarúrslitaleikinn. Dani Rhodes hefur skorað 4 mörk í 9 leikjum í deild og bikar með Þrótti en kvennalið félagsins var að ná sínum besta árangri frá upphafi í sumar. Watt hefur þó ekki tíma til að heimsækja unnustuna til Íslands enda NFL-tímabilið komið á fulla ferð.
NFL Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Sjá meira