Frelsi frá krónunni Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar 14. september 2021 08:01 Þegar þjónusta er valin er stundum talað um að þú getir fengið tvennt af þrennu: Lágt verð, góða þjónustu eða hraða þjónustu. Þú færð það sem þú borgar fyrir og þetta þrennt virðist aldrei fara allt saman. Á sama hátt getur gjaldmiðillinn stutt tvennt af þrennu: Stöðugleika, sjálfstæða peningastefnu eða frjálst flæði fjármagns án gjaldeyrishafta. Við viljum stöðugan gjaldmiðil á Íslandi. Með stöðugra gengi getum við náð vöxtum niður og gert hagstæðara að búa á Íslandi. Með lægri vöxtum lækkar greiðslubyrðin á íbúðalánum, verðlag í verslunum lækkar og við getum búið við aukinn fyrirsjáanleika. Munurinn á vaxtakostnaði hér og í nágrannalöndum okkar veltur á hundruðum þúsunda fyrir hvert heimili í mánuði, og yfir hundrað milljörðum fyrir samfélagið allt á ári. Þetta er fórnarkostnaðurinn sem við borgum fyrir að halda úti smáum sjálfstæðum gjaldmiðli. Á málstofu um tækifæri hugvitsgreina, sem var haldin fyrir skömmu, voru allir hagsmunaaðilar sammála um að íslensk nýsköpun þurfi nauðsynlega á stöðugleika að halda, fyrirsjáanleika og auknu aðgengi að erlendri fjárfestingu. Króna sem sveiflast óheft stendur í vegi fyrir hverju einasta þessara markmiða. Í stað þess að ráðast að rót vandans virðist sitjandi ríkisstjórn mest umhugað um að plástra gallana sem fylgja krónunni. Það sést best í nýjum lögum um gjaldeyrismál, þar sem ríkisstjórnin lögfesti heimild fyrir Seðlabankann til að setja á víðtæk höft án aðkomu Alþingis. Ríkisstjórnin valdi að vernda sjálfstæða peningastefnu á kostnað frjáls flæðis fjármagns. Slíkar takmarkanir skerða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og draga úr fýsileika Íslands sem fjárfestingarkosts fyrir erlenda aðila. Gjaldeyrishöft eru skaðleg efnahagslífinu til lengri tíma litið. Þau draga úr hagkvæmni hagkerfisins og verðmætasköpun. Sú leið skapar heldur ekki sama svigrúm til vaxtalækkana og ef krónan hefði verið bundin við þann erlenda gjaldmiðil sem við eigum í mestum viðskiptum við. Ef ríkisstjórninni hefði verið umhugað um afkomu fólksins í landinu þá hefði hún fórnað sjálfstæðu peningastefnunni og valið þá leið gjaldmiðlasamstarfs sem Viðreisn hefur lagt til. Gallinn við bindingu krónunnar er að stjórnmálamenn missa völdin til að fella krónuna eftir eigin hentisemi. Sumum hefur verið tíðrætt um mikilvægi þess að geta fellt krónuna þegar illa árar. Í því samhengi er mikilvægt að muna að þegar krónan er felld standa útflutningsaðilar kannski betur að vígi en raunvirði launanna okkar lækkar á móti. Fljótandi auðfelld króna er verkfæri til að bæta upp fyrir ósjálfbæra efnahagsstefnu, og kemur verst niður á bókhaldi heimilanna. Það er engin tilviljun að aðrar fámennar þjóðir hafa kosið að binda gjaldmiðil sinn við stærri og stöðugri mynt. Þær hafa kosið frelsið frá óstöðugleikanum. Og við getum kosið frelsi frá krónunni. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Íslenska krónan Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þegar þjónusta er valin er stundum talað um að þú getir fengið tvennt af þrennu: Lágt verð, góða þjónustu eða hraða þjónustu. Þú færð það sem þú borgar fyrir og þetta þrennt virðist aldrei fara allt saman. Á sama hátt getur gjaldmiðillinn stutt tvennt af þrennu: Stöðugleika, sjálfstæða peningastefnu eða frjálst flæði fjármagns án gjaldeyrishafta. Við viljum stöðugan gjaldmiðil á Íslandi. Með stöðugra gengi getum við náð vöxtum niður og gert hagstæðara að búa á Íslandi. Með lægri vöxtum lækkar greiðslubyrðin á íbúðalánum, verðlag í verslunum lækkar og við getum búið við aukinn fyrirsjáanleika. Munurinn á vaxtakostnaði hér og í nágrannalöndum okkar veltur á hundruðum þúsunda fyrir hvert heimili í mánuði, og yfir hundrað milljörðum fyrir samfélagið allt á ári. Þetta er fórnarkostnaðurinn sem við borgum fyrir að halda úti smáum sjálfstæðum gjaldmiðli. Á málstofu um tækifæri hugvitsgreina, sem var haldin fyrir skömmu, voru allir hagsmunaaðilar sammála um að íslensk nýsköpun þurfi nauðsynlega á stöðugleika að halda, fyrirsjáanleika og auknu aðgengi að erlendri fjárfestingu. Króna sem sveiflast óheft stendur í vegi fyrir hverju einasta þessara markmiða. Í stað þess að ráðast að rót vandans virðist sitjandi ríkisstjórn mest umhugað um að plástra gallana sem fylgja krónunni. Það sést best í nýjum lögum um gjaldeyrismál, þar sem ríkisstjórnin lögfesti heimild fyrir Seðlabankann til að setja á víðtæk höft án aðkomu Alþingis. Ríkisstjórnin valdi að vernda sjálfstæða peningastefnu á kostnað frjáls flæðis fjármagns. Slíkar takmarkanir skerða samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og draga úr fýsileika Íslands sem fjárfestingarkosts fyrir erlenda aðila. Gjaldeyrishöft eru skaðleg efnahagslífinu til lengri tíma litið. Þau draga úr hagkvæmni hagkerfisins og verðmætasköpun. Sú leið skapar heldur ekki sama svigrúm til vaxtalækkana og ef krónan hefði verið bundin við þann erlenda gjaldmiðil sem við eigum í mestum viðskiptum við. Ef ríkisstjórninni hefði verið umhugað um afkomu fólksins í landinu þá hefði hún fórnað sjálfstæðu peningastefnunni og valið þá leið gjaldmiðlasamstarfs sem Viðreisn hefur lagt til. Gallinn við bindingu krónunnar er að stjórnmálamenn missa völdin til að fella krónuna eftir eigin hentisemi. Sumum hefur verið tíðrætt um mikilvægi þess að geta fellt krónuna þegar illa árar. Í því samhengi er mikilvægt að muna að þegar krónan er felld standa útflutningsaðilar kannski betur að vígi en raunvirði launanna okkar lækkar á móti. Fljótandi auðfelld króna er verkfæri til að bæta upp fyrir ósjálfbæra efnahagsstefnu, og kemur verst niður á bókhaldi heimilanna. Það er engin tilviljun að aðrar fámennar þjóðir hafa kosið að binda gjaldmiðil sinn við stærri og stöðugri mynt. Þær hafa kosið frelsið frá óstöðugleikanum. Og við getum kosið frelsi frá krónunni. Höfundur er frambjóðandi í 4. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar