Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir skrifar 14. september 2021 08:31 Engin þjóðarsátt er um óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi hér á landi. Þetta er ranglátt fyrirkomulag sem hefur gert nokkra útgerðarrisa ofurríka. Það blasir við í íslensku samfélagi að of sterk yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni færir þeim meiri völd í þjóðfélaginu en heilbrigt getur talist og staða þeirra er of sterk gagnvart stjórnvöldum eins og dæmin sanna. Völd þeirra og áhrif geta verið skaðleg og áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á vettvangi stjórnmála unnið gegn almannahag. Oft er talað um að það þurfi að fara sáttarleið í sjávarútvegi. En við hverja á að gera sáttmála? Stórútgerðina eða þjóðina? Þeir sem fá nýtingarréttinn á auðlind þjóðarinnar fyrir slikk munu ekki samþykkja með sátt að láta forréttindin frá sér. Það er hitt sem skiptir máli og er áríðandi: að þjóðin verði sátt við meðferðina á sinni dýrmætu auðlind. Í ágúst síðastliðnum var birt niðurstaða könnunar sem Gallup gerði fyrir félagið Þjóðareign. Þar var spurt um hvort fólk styddi að markaðsgjald væri greitt fyrir afnot af fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Niðurstaðan var sú að 77% aðspurðra voru fylgjandi því og einungis 7,1% andvígir slíkri kerfisbreytingu. Og krafan er skýr um sterkt auðlindarákvæði í stjórnarskrá. Þar liggur heil þjóðaratkvæðagreiðsla að baki með skýra niðurstöðu. Stefna Samfylkingarinnar Það hefur verið stefna Samfylkingarinnar frá stofnun flokksins að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og gera það gegnsærra og réttlátara. Að bjóða út hæfilegan hluta kvótans ár hvert, fá fullt verð fyrir auðlindina og gefa möguleika á nýliðun. Á meðan slíkt er undirbúið ætti strax að hækka veiðigjöld á 20 stærstu útgerðirnar sem fara með 70% kvótans. Um leið þarf að skýra lagagreinar sem eiga að vinna gegn samþjöppun og að þeir stóru verði stærri og þeir geti farið í kringum lögin. Núverandi fyrirkomulag á úthlutunum aflaheimilda er lokað kerfi. Nýliðun er nánast ómöguleg og kvótinn safnast á æ færri hendur, erfist og helst innan fjölskyldna. Stórútgerðirnar mala gull, verða alltof valdamiklar í samfélaginu og teygja arma sína of víða í viðskiptalífinu með fjárfestingum utan greinarinnar. Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum. Auðurinn verður óheilbrigt afl í samfélaginu. Við þetta bætist að eftirlit með umgengni um fiskveiðiauðlindina er veikburða. Heimildir Fiskistofu eru ekki nægar og lögin eru óskýr og gölluð. Ekkert jafnræði er á milli þeirra sem treysta á fiskmarkaði til að kaupa fisk til vinnslu og hinna sem stunda bæði veiðar og vinnslu. Allt of lítill hluti afla sem veiddur er fer á fiskmarkaði. Sjómenn sjá erlendar útgerðir selja afla sinn á hærra verði en þær íslensku. Pólitískur vilji er það eina sem þarf til að breyta kerfinu og fara að vilja meirihluta þjóðarinnar Við í Samfylkingunni ætlum að breyta kerfinu og efla eftirlit og heimildir Fiskistofu, vinna gegn samþjöppun, stuðla að nýliðun í greininni og hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Það er komið nóg af rótgrónu dekri við sérhagsmunaöflin. Það er komið að almenningi. Kjósum Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands 25. september! Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Engin þjóðarsátt er um óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi hér á landi. Þetta er ranglátt fyrirkomulag sem hefur gert nokkra útgerðarrisa ofurríka. Það blasir við í íslensku samfélagi að of sterk yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni færir þeim meiri völd í þjóðfélaginu en heilbrigt getur talist og staða þeirra er of sterk gagnvart stjórnvöldum eins og dæmin sanna. Völd þeirra og áhrif geta verið skaðleg og áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á vettvangi stjórnmála unnið gegn almannahag. Oft er talað um að það þurfi að fara sáttarleið í sjávarútvegi. En við hverja á að gera sáttmála? Stórútgerðina eða þjóðina? Þeir sem fá nýtingarréttinn á auðlind þjóðarinnar fyrir slikk munu ekki samþykkja með sátt að láta forréttindin frá sér. Það er hitt sem skiptir máli og er áríðandi: að þjóðin verði sátt við meðferðina á sinni dýrmætu auðlind. Í ágúst síðastliðnum var birt niðurstaða könnunar sem Gallup gerði fyrir félagið Þjóðareign. Þar var spurt um hvort fólk styddi að markaðsgjald væri greitt fyrir afnot af fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Niðurstaðan var sú að 77% aðspurðra voru fylgjandi því og einungis 7,1% andvígir slíkri kerfisbreytingu. Og krafan er skýr um sterkt auðlindarákvæði í stjórnarskrá. Þar liggur heil þjóðaratkvæðagreiðsla að baki með skýra niðurstöðu. Stefna Samfylkingarinnar Það hefur verið stefna Samfylkingarinnar frá stofnun flokksins að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og gera það gegnsærra og réttlátara. Að bjóða út hæfilegan hluta kvótans ár hvert, fá fullt verð fyrir auðlindina og gefa möguleika á nýliðun. Á meðan slíkt er undirbúið ætti strax að hækka veiðigjöld á 20 stærstu útgerðirnar sem fara með 70% kvótans. Um leið þarf að skýra lagagreinar sem eiga að vinna gegn samþjöppun og að þeir stóru verði stærri og þeir geti farið í kringum lögin. Núverandi fyrirkomulag á úthlutunum aflaheimilda er lokað kerfi. Nýliðun er nánast ómöguleg og kvótinn safnast á æ færri hendur, erfist og helst innan fjölskyldna. Stórútgerðirnar mala gull, verða alltof valdamiklar í samfélaginu og teygja arma sína of víða í viðskiptalífinu með fjárfestingum utan greinarinnar. Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum. Auðurinn verður óheilbrigt afl í samfélaginu. Við þetta bætist að eftirlit með umgengni um fiskveiðiauðlindina er veikburða. Heimildir Fiskistofu eru ekki nægar og lögin eru óskýr og gölluð. Ekkert jafnræði er á milli þeirra sem treysta á fiskmarkaði til að kaupa fisk til vinnslu og hinna sem stunda bæði veiðar og vinnslu. Allt of lítill hluti afla sem veiddur er fer á fiskmarkaði. Sjómenn sjá erlendar útgerðir selja afla sinn á hærra verði en þær íslensku. Pólitískur vilji er það eina sem þarf til að breyta kerfinu og fara að vilja meirihluta þjóðarinnar Við í Samfylkingunni ætlum að breyta kerfinu og efla eftirlit og heimildir Fiskistofu, vinna gegn samþjöppun, stuðla að nýliðun í greininni og hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Það er komið nóg af rótgrónu dekri við sérhagsmunaöflin. Það er komið að almenningi. Kjósum Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands 25. september! Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun