Að veikjast utan opnunartíma – íslenskur veruleiki af landsbyggðunum Bjarki Eiríksson skrifar 14. september 2021 11:32 Margir foreldrar kannast við að þurfa að bruna um miðja nótt niður á Landspítala með barn með svæsna eyrnabólgu sem verður að meðhöndla strax. Aðrir ættu líka að þekkja það að keyra akút niður á bráðamóttöku með unglinginn sinn með heilahristing sem hann hlaut á íþróttaæfingu. Sem betur fer er þó hægt að komast undir hendur lækna og/eða hjúkrunarfræðinga með góðu móti á tiltölulega skömmum tíma og fá bót meina barna sinna, og síns sjálfs að sjálfsögðu. Þetta er hinsvegar ekki raunveruleiki okkar sem búum á landsbyggðunum. Undirritaður býr á Hellu í Rangárþingi Ytra. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) rekur heilsugæslustöðvar á Hellu og Hvolsvelli í Rangárvallasýslu en einnig í Hveragerði, Laugarási og Þorlákshöfn, Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri. Þá eru heilbrigðisstofnanir reknar á Selfossi, Vestmannaeyjum og Hornafirði. Opnunartími heilsugæslustöðvanna á Hellu og Hvolsvelli var lengi vel frá klukkan 8-16 en með styttingu vinnutíma loka þær nú klukkan 15 á daginn, lokað er um helgar og á sumrin er stöðvunum lokað á víxl. Í sumar var stöðin á Hellu lokuð. Afleiðingin er sú að þegar við, íbúar Rangárvallasýslu, veikjumst utan opnunartíma heilsugæslustöðvanna, þ.e. eftir klukkan 15, neyðumst við oftar en ekki til þess að leggja á okkur langt ferðalag til að fá bót meina okkar. Þótt læknir sé á svæðinu er hann ekki kallaður út heldur er okkur gert að keyra alla leið á Selfoss til að komast undir læknishendur. Rétt er að benda á að auðvitað geta verið undantekningar á þessu eins og í mjög alvarlegum tilfellum, eins og þegar svokölluð F1 og F2 útköll eru, (sem eru forgangsaksturs útköll á miklum eða mestum hraða) bílslys verða, hjartaáföll o.s.frv. Nú er hrein ágiskun en ég á erfitt með að ímynda mér að íbúar höfuðborgarsvæðisins sættu sig við að þurfa að keyra alla leið á Selfoss eða Akranes ef þeir beinbrytu sig á crossfit kvöldæfingunni eða dyttu harkalega af hjólinu á leiðinni heim frá vinnu. Tökum dæmi. Vegalengdin frá Skógum á Selfoss er 97 km (til samanburðar eru 95 km milli Reykjavíkur og Hellu). Komi upp að manneskja slasi sig þar klukkan 16 að sumri til og þurfi á sjúkraflutningum að halda er ferlið svona: Slys – Útkall frá 112 - sjúkrabíll leggur af stað frá Hvolsvelli… það er að segja ef bíllinn er ekki í sjúkraflutningum annars staðar. Sjúkrabíllinn er u.þ.b. 25 mínútur á staðinn og kominn um klukkustund eftir að hann leggur af stað frá Skógum á Selfoss. Það líður því vel á aðra klukkustund frá slysi þar til sjúklingurinn fær viðunandi meðhöndlun. Þetta dæmi er meira að segja sett upp við bestu mögulegu aðstæður og miðað við að hægt sé að fá myndgreiningu og blóðprufur framkvæmdar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi á þessum tíma. Ef slysið ætti sér stað að nóttu til myndu um 15 mínútur bætast við viðbragðstíma sjúkraflutningabíls og keyrt væri alla leið til Reykjavíkur til meðhöndlunar. Það sér hver sem vill að þetta er með öllu óviðunandi. Við fólkið á landsbyggðunum eigum ekki að upplifa okkur sem annars flokks borgara og þurfa að óttast að heilsa okkar og öryggi sé ekki metin að jöfnu við þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf að íbúar landsbyggðanna hafi aðgengi að læknisþjónustu eftir klukkan 15 á virkum dögum og um helgar án þess að þurfa að leggja á sig langt ferðalag því mínútur geta bókstaflega skilið á milli lífs og dauða. Höfundur skipar 9. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Heilbrigðismál Byggðamál Mest lesið Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Höfuðborgin sem þjóðgarður: Arfleifð til komandi kynslóða Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Margir foreldrar kannast við að þurfa að bruna um miðja nótt niður á Landspítala með barn með svæsna eyrnabólgu sem verður að meðhöndla strax. Aðrir ættu líka að þekkja það að keyra akút niður á bráðamóttöku með unglinginn sinn með heilahristing sem hann hlaut á íþróttaæfingu. Sem betur fer er þó hægt að komast undir hendur lækna og/eða hjúkrunarfræðinga með góðu móti á tiltölulega skömmum tíma og fá bót meina barna sinna, og síns sjálfs að sjálfsögðu. Þetta er hinsvegar ekki raunveruleiki okkar sem búum á landsbyggðunum. Undirritaður býr á Hellu í Rangárþingi Ytra. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) rekur heilsugæslustöðvar á Hellu og Hvolsvelli í Rangárvallasýslu en einnig í Hveragerði, Laugarási og Þorlákshöfn, Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri. Þá eru heilbrigðisstofnanir reknar á Selfossi, Vestmannaeyjum og Hornafirði. Opnunartími heilsugæslustöðvanna á Hellu og Hvolsvelli var lengi vel frá klukkan 8-16 en með styttingu vinnutíma loka þær nú klukkan 15 á daginn, lokað er um helgar og á sumrin er stöðvunum lokað á víxl. Í sumar var stöðin á Hellu lokuð. Afleiðingin er sú að þegar við, íbúar Rangárvallasýslu, veikjumst utan opnunartíma heilsugæslustöðvanna, þ.e. eftir klukkan 15, neyðumst við oftar en ekki til þess að leggja á okkur langt ferðalag til að fá bót meina okkar. Þótt læknir sé á svæðinu er hann ekki kallaður út heldur er okkur gert að keyra alla leið á Selfoss til að komast undir læknishendur. Rétt er að benda á að auðvitað geta verið undantekningar á þessu eins og í mjög alvarlegum tilfellum, eins og þegar svokölluð F1 og F2 útköll eru, (sem eru forgangsaksturs útköll á miklum eða mestum hraða) bílslys verða, hjartaáföll o.s.frv. Nú er hrein ágiskun en ég á erfitt með að ímynda mér að íbúar höfuðborgarsvæðisins sættu sig við að þurfa að keyra alla leið á Selfoss eða Akranes ef þeir beinbrytu sig á crossfit kvöldæfingunni eða dyttu harkalega af hjólinu á leiðinni heim frá vinnu. Tökum dæmi. Vegalengdin frá Skógum á Selfoss er 97 km (til samanburðar eru 95 km milli Reykjavíkur og Hellu). Komi upp að manneskja slasi sig þar klukkan 16 að sumri til og þurfi á sjúkraflutningum að halda er ferlið svona: Slys – Útkall frá 112 - sjúkrabíll leggur af stað frá Hvolsvelli… það er að segja ef bíllinn er ekki í sjúkraflutningum annars staðar. Sjúkrabíllinn er u.þ.b. 25 mínútur á staðinn og kominn um klukkustund eftir að hann leggur af stað frá Skógum á Selfoss. Það líður því vel á aðra klukkustund frá slysi þar til sjúklingurinn fær viðunandi meðhöndlun. Þetta dæmi er meira að segja sett upp við bestu mögulegu aðstæður og miðað við að hægt sé að fá myndgreiningu og blóðprufur framkvæmdar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi á þessum tíma. Ef slysið ætti sér stað að nóttu til myndu um 15 mínútur bætast við viðbragðstíma sjúkraflutningabíls og keyrt væri alla leið til Reykjavíkur til meðhöndlunar. Það sér hver sem vill að þetta er með öllu óviðunandi. Við fólkið á landsbyggðunum eigum ekki að upplifa okkur sem annars flokks borgara og þurfa að óttast að heilsa okkar og öryggi sé ekki metin að jöfnu við þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf að íbúar landsbyggðanna hafi aðgengi að læknisþjónustu eftir klukkan 15 á virkum dögum og um helgar án þess að þurfa að leggja á sig langt ferðalag því mínútur geta bókstaflega skilið á milli lífs og dauða. Höfundur skipar 9. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar