Texas er víða Gunnar Sigvaldason og Silja Bára Ómarsdóttir skrifa 14. september 2021 12:00 Margt hefur áunnist í baráttunni fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna yfir eigin líkama og því ekki skrýtið að okkur reki í rogastans þegar við heyrum af nýjum ómanneskjulegum þungunarrofslögum í Texas. En stjórnvöld í Texas eru ekkert einsdæmi, því miður. Víða um heim má sjá tilraunir stjórnvalda og stjórnmálahreyfinga til þess að skerða eða afnema réttindi kvenna og kynsegin fólks. Í Noregi heyrast meira að segja raddir úr meginstraumsstjórnmálum sem vilja þrengja að réttindum til þungunarrofs. Pólland er annað dæmi en pólsk stjórnvöld hafa beint sjónum að kynfrelsi og jafnrétti kynjanna um langt árabil. Til að mynda hafa verið settar miklar skorður við þungunarrofi í landinu. Þótt ástandið á Íslandi sé mun skárra finnum við íslenska stjórnmálamenn sem segjast styðja sjálfsákvörðunarrétt kvenna en þó aðeins með skilyrðum. Það sást á Alþingi þegar ný þungunarrofslög voru sett árið 2019. Það sem vakti athygli í þeirri umræðu voru andófsraddir sem endurómuðu algengar röksemdir og orðræðu úr ranni íhaldssinna víða um heim, sem gefa til kynna að líkamar kvenna séu ekki þeirra eigin og að þeim sé ekki treystandi til að taka réttar ákvarðanir er varða eigin líkama. Ekki einu sinni á landi sem iðulega toppar alþjóðlega lista yfir þau ríki sem mestum árangri hafa náð í jafnrétti kynjanna, getum við gengið að vísum stuðningi við raunverulegan sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Þótt tilraunum til að skerða kyn- og frjósemisréttindi sé stundum stillt upp sem afmörkuðum dæmum er erfitt að líta fram hjá því að það eru sterk öfl að verki í alþjóðastjórnmálum sem eru fjandsamleg konum og hagsmunum þeirra. Hugmyndir þeirra eru iðulega af sama meiði og andúð á hinsegin fólki. Þar koma saman íhalds- og afturhaldsöfl úr ranni stjórnmála og trúarstofnana sem hafa tekið höndum saman til að koma í veg fyrir útvíkkun frelsis og réttinda. Eða einfaldlega skerða þau réttindi sem fyrir eru, eins og í Texas. Þannig hafa ríki innan Sameinuðu þjóðanna, sem eiga fátt sameiginlegt, unnið saman að því að takmarka aðgengi kvenna að kyn- og frjósemisréttindum. Rótum þessara strauma hefur ekki verið gefinn nægjanlegur gaumur. Það er miður því áhrif þeirra á samfélag okkar og þar með líf eru óumdeilanleg. Grundvallarréttindi hafa aldrei verið sjálfgefin og einn af lærdómum sögunnar er að við ættum aldrei að vanmeta þá sem ganga skipulega til verks og hafa það markmið að valda bakslagi í réttindabaráttu kvenna og annarra. Það skiptir því höfuðmáli að þau okkar sem vilja standa vörð um þessi réttindi séu meðvituð um hættuna á bakslagi sem og tilbúin til að verjast því, þvert á landamæri og trúarbrögð. Gunnar Sigvaldason er doktorsnemi og Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ. Þau eru þátttakendur í alþjóðlegu verkefni sem rannsakar andstöðu íhaldsafla við baráttuna fyrir kyn- og frjósemisréttindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Þungunarrof Mannréttindi Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Margt hefur áunnist í baráttunni fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna yfir eigin líkama og því ekki skrýtið að okkur reki í rogastans þegar við heyrum af nýjum ómanneskjulegum þungunarrofslögum í Texas. En stjórnvöld í Texas eru ekkert einsdæmi, því miður. Víða um heim má sjá tilraunir stjórnvalda og stjórnmálahreyfinga til þess að skerða eða afnema réttindi kvenna og kynsegin fólks. Í Noregi heyrast meira að segja raddir úr meginstraumsstjórnmálum sem vilja þrengja að réttindum til þungunarrofs. Pólland er annað dæmi en pólsk stjórnvöld hafa beint sjónum að kynfrelsi og jafnrétti kynjanna um langt árabil. Til að mynda hafa verið settar miklar skorður við þungunarrofi í landinu. Þótt ástandið á Íslandi sé mun skárra finnum við íslenska stjórnmálamenn sem segjast styðja sjálfsákvörðunarrétt kvenna en þó aðeins með skilyrðum. Það sást á Alþingi þegar ný þungunarrofslög voru sett árið 2019. Það sem vakti athygli í þeirri umræðu voru andófsraddir sem endurómuðu algengar röksemdir og orðræðu úr ranni íhaldssinna víða um heim, sem gefa til kynna að líkamar kvenna séu ekki þeirra eigin og að þeim sé ekki treystandi til að taka réttar ákvarðanir er varða eigin líkama. Ekki einu sinni á landi sem iðulega toppar alþjóðlega lista yfir þau ríki sem mestum árangri hafa náð í jafnrétti kynjanna, getum við gengið að vísum stuðningi við raunverulegan sjálfsákvörðunarrétt kvenna. Þótt tilraunum til að skerða kyn- og frjósemisréttindi sé stundum stillt upp sem afmörkuðum dæmum er erfitt að líta fram hjá því að það eru sterk öfl að verki í alþjóðastjórnmálum sem eru fjandsamleg konum og hagsmunum þeirra. Hugmyndir þeirra eru iðulega af sama meiði og andúð á hinsegin fólki. Þar koma saman íhalds- og afturhaldsöfl úr ranni stjórnmála og trúarstofnana sem hafa tekið höndum saman til að koma í veg fyrir útvíkkun frelsis og réttinda. Eða einfaldlega skerða þau réttindi sem fyrir eru, eins og í Texas. Þannig hafa ríki innan Sameinuðu þjóðanna, sem eiga fátt sameiginlegt, unnið saman að því að takmarka aðgengi kvenna að kyn- og frjósemisréttindum. Rótum þessara strauma hefur ekki verið gefinn nægjanlegur gaumur. Það er miður því áhrif þeirra á samfélag okkar og þar með líf eru óumdeilanleg. Grundvallarréttindi hafa aldrei verið sjálfgefin og einn af lærdómum sögunnar er að við ættum aldrei að vanmeta þá sem ganga skipulega til verks og hafa það markmið að valda bakslagi í réttindabaráttu kvenna og annarra. Það skiptir því höfuðmáli að þau okkar sem vilja standa vörð um þessi réttindi séu meðvituð um hættuna á bakslagi sem og tilbúin til að verjast því, þvert á landamæri og trúarbrögð. Gunnar Sigvaldason er doktorsnemi og Silja Bára Ómarsdóttir er prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ. Þau eru þátttakendur í alþjóðlegu verkefni sem rannsakar andstöðu íhaldsafla við baráttuna fyrir kyn- og frjósemisréttindum.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun