Nýjar takmarkanir fá misjafnar viðtökur: Menntskælingar í skýjunum en hárgreiðslumenn brjálaðir Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. september 2021 19:27 Nýjar samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti leggjast misjafnlega í fólk. Hárgreiðslufólk skilur ekkert í því að þurfa áfram að bera grímur á meðan menntaskólanemar geta ekki beðið eftir að komast aftur á skólaböll. Og hljóðið í eigendum skemmtistaða er heldur dauft þó þeir taki fagnandi öllum þeim aukaklukkustundum sem heilbrigðisráðherra leyfir þeim að halda stöðum sínum opnum. Ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir tekur gildi á miðnætti en samkvæmt henni munu 500 geta komið saman án takmarkana og opnunartími skemmtistaða verður lengdur um klukkustund. Almenn grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja einn metra á milli fólks fellur þó ekki niður og það eru hárgreiðslumenn síður en svo sáttir með. Krakkarnir tjútta á meðan við berum grímur „Þetta eru mjög mikil vonbrigði. Við erum bara mjög ósáttar með þetta, erum orðnar þreyttar á að vera með þetta. Skrifuðum ekkert undir það þegar við byrjuðum að læra hárgreiðslu eða vinna við hárgreiðslu að vera með grímur,“ segir Svava Björg Harðardóttir, einn eigenda Touch hárstofu. „Svo eru unglingarnir að dansa og tjútta niðri í bæ og öll utan í hvert öðru og hér stöndum við með grímur.“ Á miðnætti tekur einnig í gildi breyting á svokölluðum hraðprófsviðburðum en þá má halda slíka viðburði fyrir 1.500 manns. Ef þeir eru sitjandi á viðburðinum þurfa þeir ekki að vera með grímu en ef um standandi viðburð er að ræða er grímuskylda enn í gildi. En það er undantekning gerð á þessu fyrir framhaldsskóla og grunnskólanema. Sem þýðir að þeir geta farið að halda böll á ný í fyrsta skipti síðan faraldurinn hófst. Við ræddum við formenn tveggja nemendafélaga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag: Aukaklukkutíminn fínn en lítið meira en það Veitingamenn landsins hafa þá ekki mikla skoðun á þeim aukaklukkutíma sem heilbrigðisráðherra hefur úthlutað þeim. Staðir mega nú hleypa inn gestum til miðnættis en verða að hafa lokað tómum stað klukkan eitt. Geoffrey Huntingdon-Williams, meðeigandi og rekstrarstjóri á Prikinu.Vísir/Egill Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Framhaldsskólar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Og hljóðið í eigendum skemmtistaða er heldur dauft þó þeir taki fagnandi öllum þeim aukaklukkustundum sem heilbrigðisráðherra leyfir þeim að halda stöðum sínum opnum. Ný reglugerð um sóttvarnaaðgerðir tekur gildi á miðnætti en samkvæmt henni munu 500 geta komið saman án takmarkana og opnunartími skemmtistaða verður lengdur um klukkustund. Almenn grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja einn metra á milli fólks fellur þó ekki niður og það eru hárgreiðslumenn síður en svo sáttir með. Krakkarnir tjútta á meðan við berum grímur „Þetta eru mjög mikil vonbrigði. Við erum bara mjög ósáttar með þetta, erum orðnar þreyttar á að vera með þetta. Skrifuðum ekkert undir það þegar við byrjuðum að læra hárgreiðslu eða vinna við hárgreiðslu að vera með grímur,“ segir Svava Björg Harðardóttir, einn eigenda Touch hárstofu. „Svo eru unglingarnir að dansa og tjútta niðri í bæ og öll utan í hvert öðru og hér stöndum við með grímur.“ Á miðnætti tekur einnig í gildi breyting á svokölluðum hraðprófsviðburðum en þá má halda slíka viðburði fyrir 1.500 manns. Ef þeir eru sitjandi á viðburðinum þurfa þeir ekki að vera með grímu en ef um standandi viðburð er að ræða er grímuskylda enn í gildi. En það er undantekning gerð á þessu fyrir framhaldsskóla og grunnskólanema. Sem þýðir að þeir geta farið að halda böll á ný í fyrsta skipti síðan faraldurinn hófst. Við ræddum við formenn tveggja nemendafélaga í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag: Aukaklukkutíminn fínn en lítið meira en það Veitingamenn landsins hafa þá ekki mikla skoðun á þeim aukaklukkutíma sem heilbrigðisráðherra hefur úthlutað þeim. Staðir mega nú hleypa inn gestum til miðnættis en verða að hafa lokað tómum stað klukkan eitt. Geoffrey Huntingdon-Williams, meðeigandi og rekstrarstjóri á Prikinu.Vísir/Egill
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Framhaldsskólar Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira