Flúðu hitann frá nýja hraunstraumnum: „Þetta er á þeim hraða að þú hleypur ekkert frá þessu“ Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2021 11:43 Frá eldgosinu við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm Gosstöðvunum við Fagradalsfjall hefur verið lokað vegna óvænts hraunstraums sem rennur nú á miklum hraða í Nátthaga. Gífurlegur hiti er við hraunstrauminn og hafa björgunarsveitarmenn þurft að hörfa undan honum. Lögreglan og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins vegna hraunsstraumsins sem rennur suður í Geldingadali og í Nátthaga. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir hrauntjörn, sem hafði myndast við uppsprettu hraunsins, hafa farið af stað og renna að hluta yfir gönguleið A. Ekki sé hægt að segja til um hvaða stefnu hraunflæðið taki, mikill hiti er af því og mengun. Þess vegna sé gripið til rýmingar og lokunar. „Ég skil fólk alveg, þetta er eins og flugur á skít. Það sogast að þessu en er ekki að átta sig á menguninni þegar þetta er svona heitt. Það er gríðarlegur hiti í þessu. Mínir menn eru búnir að bakka út úr hita,“ segir Bogi Adolfsson. Hraunstraumurinn nýi hefur brotið sér leið framhjá leiðigörðunum og er á hraðri leið í Nátthaga. Er óttast að hraunstraumurinn komist að Suðurstrandavegi og renni þar yfir? „Nei nei, maður veit ekki. Kannski ekki í þessari lotu, en þetta mun ryðjast eitthvað áfram. Við vitum ekki hvað þetta gerir almennilega, þess vegna er gripið til þessarar ráðstafana. Þú segir að þetta renni á miklum hraða, er það hraðar en þið hafið áður séð í þessu gosi? „Nei, ekki endilega. En þetta er á þeim hraða að þú hleypur ekkert frá þessu.“ Hann hvetur fólk til að fara varlega. Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Lögreglan og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins vegna hraunsstraumsins sem rennur suður í Geldingadali og í Nátthaga. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar, segir hrauntjörn, sem hafði myndast við uppsprettu hraunsins, hafa farið af stað og renna að hluta yfir gönguleið A. Ekki sé hægt að segja til um hvaða stefnu hraunflæðið taki, mikill hiti er af því og mengun. Þess vegna sé gripið til rýmingar og lokunar. „Ég skil fólk alveg, þetta er eins og flugur á skít. Það sogast að þessu en er ekki að átta sig á menguninni þegar þetta er svona heitt. Það er gríðarlegur hiti í þessu. Mínir menn eru búnir að bakka út úr hita,“ segir Bogi Adolfsson. Hraunstraumurinn nýi hefur brotið sér leið framhjá leiðigörðunum og er á hraðri leið í Nátthaga. Er óttast að hraunstraumurinn komist að Suðurstrandavegi og renni þar yfir? „Nei nei, maður veit ekki. Kannski ekki í þessari lotu, en þetta mun ryðjast eitthvað áfram. Við vitum ekki hvað þetta gerir almennilega, þess vegna er gripið til þessarar ráðstafana. Þú segir að þetta renni á miklum hraða, er það hraðar en þið hafið áður séð í þessu gosi? „Nei, ekki endilega. En þetta er á þeim hraða að þú hleypur ekkert frá þessu.“ Hann hvetur fólk til að fara varlega.
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira