Ellen segir fjölskyldunni sundrað vegna Rauðagerðismálsins Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 15. september 2021 15:12 Ellen Egilsdóttir mætir í dómsal ásamt Antoni Kristni Þórarinssyni eftir hádegið í dag. vísir Ellen Egilsdóttir, eiginkona Antons Kristins Þórarinssonar, sagði fyrir dómi í dag að fjölskyldu hennar hefði verið sundrað í tengslum við Rauðagerðismálið. Maðurinn hennar var hnepptur í gæsluvarðhald og síðar farbann vegna rannsóknar málsins en var ekki meðal þeirra ákærðu. Hún, líkt og maðurinn hennar Anton Kristinn, voru kölluð fyrir sem vitni í málinu sem varðar morðið á Armando Beqirai sem Angjelin Sterkaj hefur gengist við. Bæði lýstu Anton og Ellen Angjelin sem nánum fjölskylduvini og sagði Ellen hann alltaf hafa verið til staðar og að börnin þeirra hafi leikið sér saman. Anton og Ellen voru í snjósleðaferð á Sauðárkróki helgina sem Armando var myrtur. Þar hafði Angjelin verið en hann hafði farið til Reykjavíkur laugardaginn örlagaríka en komið til baka daginn eftir. Ekkert grín að saka fólk um svona Ellen kvað langt um liðið og málið hefði reynst henni afar erfitt. Því ætti hún ekki gott með að muna eftir atburðum þegar hún var spurð út í atvik. „Þetta er óljóst fyrir mér í dag og búið að sundra fjölskyldunni minni,“ sagði Ellen. Spurð nánar út í það sagði hún Anton, eiginmann sinn, hafa verið hnepptan í gæsluvarðhald og hún hafi ekki treyst sér til að hafa börnin sín lengur. „Það er ekkert grín að ásaka fólk um svona,“ sagði Ellen og vísaði til ásakana um að Anton ætti aðild að því að Armando hefði verið banað. Fór í felur Ellen sagðist fyrir dómi hafa þurft að fara í felur þegar Anton var í gæsluvarðhaldi. „Lögreglan óskaði, í samstarfi við lögfræðinginn minn, að ég myndi halda kyrru fyrir uppi í sveit,“ sagði Ellen. Spurð hvort hún kannaðist við að fjölskyldan hefði fengið hótanir vegna Lekamálsins svokallaða, þar sem upplýsingar sem lekið var á Internetið í upphafi árs gáfu til kynna að Anton væri upplýsingagjafi hjá lögreglu, sagðist hún ekki hafa heyrt af slíku. Hún sagðist þó vita að einhverjir hefðu ekki verið sáttir eftir að það mál kom upp. „Ég var búin að heyra út undan mér að einhverjir menn í undirheimunum væru ekki sáttir.“ Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Anton Kristinn segir 50 milljóna króna sektina ekki hafa átt við rök að styðjast Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. 15. september 2021 14:34 Óku 300 kílómetra norður í land með föt og bíl fyrir Angjelin og Claudiu Rúmenskt par sem bjó við hliðina á Angjelin Sterkaj og Claudiu Sofiu Coelho Carvalho í Brautarholti 4 segja að Angjelin Sterkaj hafi oft verið með skotvopn heima hjá sér. Parið ók norður í land með bíl og föt fyrir Angjelin og Claudiu eftir að Armando Beqirai var ráðinn bani í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar. 15. september 2021 12:12 Atlagan í Rauðagerði tók innan við mínútu Sérfræðingur í að vinna myndefni kom fyrir dóminn í Rauðagerðismálinu í dag og útskýrði hvernig hann hefði notað upplýsingar úr ólíkum áttum, svo sem eftirlitsmyndavélum og farsímagögn, til að búa til myndband sem sýnir atburðarásina laugardagskvöldið 13. febrúar þegar Armando Beqirai var ráðinn bani við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. 14. september 2021 14:20 Lögreglumenn sáu hvergi haglabyssu heima hjá Armando Lögreglumenn, sem sinntu rannsókn á vettvangi morðsins í Rauðagerði í febrúar, segjast ekki hafa séð nein ummerki um að haglabyssa hafi verið á heimilinu. Angjelin Sterkaj hélt því fram við vitnaleiðslur í gær að hann hafi skotið Armando Beqirai í sjálfsvörn, eftir að Armando teygði sig eftir haglabyssu. 14. september 2021 13:04 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Maðurinn hennar var hnepptur í gæsluvarðhald og síðar farbann vegna rannsóknar málsins en var ekki meðal þeirra ákærðu. Hún, líkt og maðurinn hennar Anton Kristinn, voru kölluð fyrir sem vitni í málinu sem varðar morðið á Armando Beqirai sem Angjelin Sterkaj hefur gengist við. Bæði lýstu Anton og Ellen Angjelin sem nánum fjölskylduvini og sagði Ellen hann alltaf hafa verið til staðar og að börnin þeirra hafi leikið sér saman. Anton og Ellen voru í snjósleðaferð á Sauðárkróki helgina sem Armando var myrtur. Þar hafði Angjelin verið en hann hafði farið til Reykjavíkur laugardaginn örlagaríka en komið til baka daginn eftir. Ekkert grín að saka fólk um svona Ellen kvað langt um liðið og málið hefði reynst henni afar erfitt. Því ætti hún ekki gott með að muna eftir atburðum þegar hún var spurð út í atvik. „Þetta er óljóst fyrir mér í dag og búið að sundra fjölskyldunni minni,“ sagði Ellen. Spurð nánar út í það sagði hún Anton, eiginmann sinn, hafa verið hnepptan í gæsluvarðhald og hún hafi ekki treyst sér til að hafa börnin sín lengur. „Það er ekkert grín að ásaka fólk um svona,“ sagði Ellen og vísaði til ásakana um að Anton ætti aðild að því að Armando hefði verið banað. Fór í felur Ellen sagðist fyrir dómi hafa þurft að fara í felur þegar Anton var í gæsluvarðhaldi. „Lögreglan óskaði, í samstarfi við lögfræðinginn minn, að ég myndi halda kyrru fyrir uppi í sveit,“ sagði Ellen. Spurð hvort hún kannaðist við að fjölskyldan hefði fengið hótanir vegna Lekamálsins svokallaða, þar sem upplýsingar sem lekið var á Internetið í upphafi árs gáfu til kynna að Anton væri upplýsingagjafi hjá lögreglu, sagðist hún ekki hafa heyrt af slíku. Hún sagðist þó vita að einhverjir hefðu ekki verið sáttir eftir að það mál kom upp. „Ég var búin að heyra út undan mér að einhverjir menn í undirheimunum væru ekki sáttir.“
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Anton Kristinn segir 50 milljóna króna sektina ekki hafa átt við rök að styðjast Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. 15. september 2021 14:34 Óku 300 kílómetra norður í land með föt og bíl fyrir Angjelin og Claudiu Rúmenskt par sem bjó við hliðina á Angjelin Sterkaj og Claudiu Sofiu Coelho Carvalho í Brautarholti 4 segja að Angjelin Sterkaj hafi oft verið með skotvopn heima hjá sér. Parið ók norður í land með bíl og föt fyrir Angjelin og Claudiu eftir að Armando Beqirai var ráðinn bani í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar. 15. september 2021 12:12 Atlagan í Rauðagerði tók innan við mínútu Sérfræðingur í að vinna myndefni kom fyrir dóminn í Rauðagerðismálinu í dag og útskýrði hvernig hann hefði notað upplýsingar úr ólíkum áttum, svo sem eftirlitsmyndavélum og farsímagögn, til að búa til myndband sem sýnir atburðarásina laugardagskvöldið 13. febrúar þegar Armando Beqirai var ráðinn bani við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. 14. september 2021 14:20 Lögreglumenn sáu hvergi haglabyssu heima hjá Armando Lögreglumenn, sem sinntu rannsókn á vettvangi morðsins í Rauðagerði í febrúar, segjast ekki hafa séð nein ummerki um að haglabyssa hafi verið á heimilinu. Angjelin Sterkaj hélt því fram við vitnaleiðslur í gær að hann hafi skotið Armando Beqirai í sjálfsvörn, eftir að Armando teygði sig eftir haglabyssu. 14. september 2021 13:04 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Anton Kristinn segir 50 milljóna króna sektina ekki hafa átt við rök að styðjast Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. 15. september 2021 14:34
Óku 300 kílómetra norður í land með föt og bíl fyrir Angjelin og Claudiu Rúmenskt par sem bjó við hliðina á Angjelin Sterkaj og Claudiu Sofiu Coelho Carvalho í Brautarholti 4 segja að Angjelin Sterkaj hafi oft verið með skotvopn heima hjá sér. Parið ók norður í land með bíl og föt fyrir Angjelin og Claudiu eftir að Armando Beqirai var ráðinn bani í Rauðagerði rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar. 15. september 2021 12:12
Atlagan í Rauðagerði tók innan við mínútu Sérfræðingur í að vinna myndefni kom fyrir dóminn í Rauðagerðismálinu í dag og útskýrði hvernig hann hefði notað upplýsingar úr ólíkum áttum, svo sem eftirlitsmyndavélum og farsímagögn, til að búa til myndband sem sýnir atburðarásina laugardagskvöldið 13. febrúar þegar Armando Beqirai var ráðinn bani við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. 14. september 2021 14:20
Lögreglumenn sáu hvergi haglabyssu heima hjá Armando Lögreglumenn, sem sinntu rannsókn á vettvangi morðsins í Rauðagerði í febrúar, segjast ekki hafa séð nein ummerki um að haglabyssa hafi verið á heimilinu. Angjelin Sterkaj hélt því fram við vitnaleiðslur í gær að hann hafi skotið Armando Beqirai í sjálfsvörn, eftir að Armando teygði sig eftir haglabyssu. 14. september 2021 13:04