Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar Snorri Másson skrifar 15. september 2021 20:20 Hver stelur spritti, skiltum og klukkum? Íslenskir unglingar á TikTok. TikTok Það geisar þjófnaðarfaraldur í íslenskum grunnskólum, þar sem eftirsóttasti fengurinn eru fábrotnir innanstokksmunir eins og klukkur eða skilti. Sökudólgarnir eru undir alþjóðlegum áhrifum og æðsta takmark þeirra er að gorta sig af þýfinu á TikTok. Þessi myndbönd eru fyrir allra augum á TikTok, þannig að það er ekki ýkja flókin rannsóknarvinna sem bíður skólayfirvalda sem ætla að hafa hendur í hári þjófanna. Að stela úr skólanum er innflutt hefð. Á TikTok er gríðarlegur fjöldi myndbanda birtur undir þeirri kaldhæðnu yfirskrift að verið sé að næla sér í „devious lick.“ Það er netslangur sem vísar til auðfengins en verðmæts ránsfengs. Þessa alþjóðlegu tískubylgju hefur greinilega borið að Íslandsströndum, en hún er talin hafa hafist í þessum mánuði. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri í Rimaskóla, varð fyrst vör við þetta í síðustu viku. Síðan hefur þetta ágerst. Hún segir að áhrifagjarnir krakkar séu greinilega að taka siði að utan upp á sína arma og það sé líka að gerast víðar í skólum á höfuðborgarsvæðinu. „Og þetta er vandamál, af því að þetta kostar okkur,“ segir Þóranna. Að láta gera sérstök skilti er einkar kostnaðarsamt. Skólastjórinn hefur kallað eftir því að nemendur skili skiltunum, klukkunum og sprittinu - og hverju öðru því sem tekið hefur verið ófrjálsri hendi. Ella kynni skólinn að þurfa að ráðast í niðurskurð á móti þeim útgjöldum sem af hljótast og fyrsta afkomubætandi hugmyndin er að hafa slátur í matinn í unglingadeild, alla daga vikunnar. Skóla - og menntamál Samfélagsmiðlar Framhaldsskólar TikTok Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Þessi myndbönd eru fyrir allra augum á TikTok, þannig að það er ekki ýkja flókin rannsóknarvinna sem bíður skólayfirvalda sem ætla að hafa hendur í hári þjófanna. Að stela úr skólanum er innflutt hefð. Á TikTok er gríðarlegur fjöldi myndbanda birtur undir þeirri kaldhæðnu yfirskrift að verið sé að næla sér í „devious lick.“ Það er netslangur sem vísar til auðfengins en verðmæts ránsfengs. Þessa alþjóðlegu tískubylgju hefur greinilega borið að Íslandsströndum, en hún er talin hafa hafist í þessum mánuði. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri í Rimaskóla, varð fyrst vör við þetta í síðustu viku. Síðan hefur þetta ágerst. Hún segir að áhrifagjarnir krakkar séu greinilega að taka siði að utan upp á sína arma og það sé líka að gerast víðar í skólum á höfuðborgarsvæðinu. „Og þetta er vandamál, af því að þetta kostar okkur,“ segir Þóranna. Að láta gera sérstök skilti er einkar kostnaðarsamt. Skólastjórinn hefur kallað eftir því að nemendur skili skiltunum, klukkunum og sprittinu - og hverju öðru því sem tekið hefur verið ófrjálsri hendi. Ella kynni skólinn að þurfa að ráðast í niðurskurð á móti þeim útgjöldum sem af hljótast og fyrsta afkomubætandi hugmyndin er að hafa slátur í matinn í unglingadeild, alla daga vikunnar.
Skóla - og menntamál Samfélagsmiðlar Framhaldsskólar TikTok Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira