Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar Snorri Másson skrifar 15. september 2021 20:20 Hver stelur spritti, skiltum og klukkum? Íslenskir unglingar á TikTok. TikTok Það geisar þjófnaðarfaraldur í íslenskum grunnskólum, þar sem eftirsóttasti fengurinn eru fábrotnir innanstokksmunir eins og klukkur eða skilti. Sökudólgarnir eru undir alþjóðlegum áhrifum og æðsta takmark þeirra er að gorta sig af þýfinu á TikTok. Þessi myndbönd eru fyrir allra augum á TikTok, þannig að það er ekki ýkja flókin rannsóknarvinna sem bíður skólayfirvalda sem ætla að hafa hendur í hári þjófanna. Að stela úr skólanum er innflutt hefð. Á TikTok er gríðarlegur fjöldi myndbanda birtur undir þeirri kaldhæðnu yfirskrift að verið sé að næla sér í „devious lick.“ Það er netslangur sem vísar til auðfengins en verðmæts ránsfengs. Þessa alþjóðlegu tískubylgju hefur greinilega borið að Íslandsströndum, en hún er talin hafa hafist í þessum mánuði. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri í Rimaskóla, varð fyrst vör við þetta í síðustu viku. Síðan hefur þetta ágerst. Hún segir að áhrifagjarnir krakkar séu greinilega að taka siði að utan upp á sína arma og það sé líka að gerast víðar í skólum á höfuðborgarsvæðinu. „Og þetta er vandamál, af því að þetta kostar okkur,“ segir Þóranna. Að láta gera sérstök skilti er einkar kostnaðarsamt. Skólastjórinn hefur kallað eftir því að nemendur skili skiltunum, klukkunum og sprittinu - og hverju öðru því sem tekið hefur verið ófrjálsri hendi. Ella kynni skólinn að þurfa að ráðast í niðurskurð á móti þeim útgjöldum sem af hljótast og fyrsta afkomubætandi hugmyndin er að hafa slátur í matinn í unglingadeild, alla daga vikunnar. Skóla - og menntamál Samfélagsmiðlar Framhaldsskólar TikTok Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira
Þessi myndbönd eru fyrir allra augum á TikTok, þannig að það er ekki ýkja flókin rannsóknarvinna sem bíður skólayfirvalda sem ætla að hafa hendur í hári þjófanna. Að stela úr skólanum er innflutt hefð. Á TikTok er gríðarlegur fjöldi myndbanda birtur undir þeirri kaldhæðnu yfirskrift að verið sé að næla sér í „devious lick.“ Það er netslangur sem vísar til auðfengins en verðmæts ránsfengs. Þessa alþjóðlegu tískubylgju hefur greinilega borið að Íslandsströndum, en hún er talin hafa hafist í þessum mánuði. Þóranna Rósa Ólafsdóttir, skólastjóri í Rimaskóla, varð fyrst vör við þetta í síðustu viku. Síðan hefur þetta ágerst. Hún segir að áhrifagjarnir krakkar séu greinilega að taka siði að utan upp á sína arma og það sé líka að gerast víðar í skólum á höfuðborgarsvæðinu. „Og þetta er vandamál, af því að þetta kostar okkur,“ segir Þóranna. Að láta gera sérstök skilti er einkar kostnaðarsamt. Skólastjórinn hefur kallað eftir því að nemendur skili skiltunum, klukkunum og sprittinu - og hverju öðru því sem tekið hefur verið ófrjálsri hendi. Ella kynni skólinn að þurfa að ráðast í niðurskurð á móti þeim útgjöldum sem af hljótast og fyrsta afkomubætandi hugmyndin er að hafa slátur í matinn í unglingadeild, alla daga vikunnar.
Skóla - og menntamál Samfélagsmiðlar Framhaldsskólar TikTok Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Sjá meira