Boða byltingu með nýju flugskýli fyrir Gæsluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2021 15:35 Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra LHG Bygging nýs flugskýlis fyrir Landhelgisgæslu Íslands hefst í vetur. Með nýju flugskýli verður bylting í aðbúnaði flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Hið nýja flugskýli verður 2822 fermetrar að stærð og er gert ráð fyrir að það verði tilbúið um mitt ár 2022 að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Útboð vegna jarðvinnu hefur verið auglýst en það markar upphafið að framkvæmdinni. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist strax við töku tilboðs sem gæti orðið um næstu mánaðamót. Framkvæmdatími þessa verkliðs er áætlaður um átta vikur og á þá öllum uppgreftri að vera lokið og jarðvegspúði tilbúin fyrir bygginguna. „Leiga á stærri og öflugri björgunarþyrlum hefur leitt til þess að loftför Landhelgisgæslunnar rúmast ekki lengur í skýlinu og því óhjákvæmilegt að ráðast í umbætur á húsnæðinu. Nýja flugskýlið mun tengjast flugskýlinu sem fyrir er og kemur einnig til með að hýsa skrifstofur flugdeildar, mötuneyti starfsmanna, búningsklefa og hvíldarrými starfsfólks,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Frá blaðamannafundinum á Reykjavíkurflugvelli í dag.LHG Öryggisfjarskipti ehf. munu annast byggingu flugskýlisins. Samkomulag hefur verið undirritað milli Landhelgisgæslu Íslands og Öryggisfjarskipta um leigu Landhelgisgæslunnar á flugskýlinu. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, segir byggingu flugskýlisins vera mikið framfaraskref enda sé núverandi aðstaða flugdeildar stofnunarinnar barn síns tíma. Loftför Landhelgisgæslunnar rúmist ekki lengur í núverandi flugskýli og því sé mikilvægt að starfseminni sé tryggð viðunandi aðstaða. Gamla flugskýlið á Reykjavíkurflugvelli.LHG „Núverandi flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli var byggt af breska flughernum árið 1943 og þjónaði sínu hlutverki vel framan af. En með öflugri björgunartækjum og auknum öryggiskröfum hafa þarfirnar breyst. Með þeirri ákvörðun sem nú hefur verið tekin er flugdeild Landhelgisgæslunnar tryggð viðunandi aðstaða sem uppfyllir kröfur nútímans,“ segir Georg. „Eftir að þriðja leiguþyrlan af gerðinni Airbus Super Puma H225 var tekin í notkun í maí hefur flugfloti Landhelgisgæslunnar aldrei verið öflugri. Þessi öflugi flugfloti og starfsfólki flugdeildar Landhelgisgæslunnar fá nú viðunandi aðstöðu sem uppfyllir þarfir samtímans. Við hjá Landhelgisgæslunni erum afar þakklát stjórnvöldum og Öryggisfjarskiptum ehf. fyrir að láta byggingu flugskýlisins verða að veruleika. Síðast en ekki síst erum við þakklát borgaryfirvöldum í Reykjavík sem hafa sýnt þeirri mikilvægu starfsemi sem fram fer hjá Landhelgisgæslu Íslands mikinn skilning með því heimila byggingu þess. Bygging nýs flugskýlis markar tímamót í sögu flugrekstrar hjá Landhelgisgæslu Íslands.“ Grunnmynd af nýja flugskýlinu.LHG Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Öryggisfjarskipta ehf. segir byggingu flugskýlisins vera liður í áframhaldandi uppbyggingu öryggisinnviða hér á landi. „Öryggisfjarskipti ehf. hafa undanfarin ár unnið að uppbyggingu öryggisinnviða hér á landi. Bygging nýs flugskýlis fyrir starfsemi Landhelgisgæslu Íslands er liður í þeirri uppbyggingu,“ segir Þórhallur. Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Sjá meira
Útboð vegna jarðvinnu hefur verið auglýst en það markar upphafið að framkvæmdinni. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist strax við töku tilboðs sem gæti orðið um næstu mánaðamót. Framkvæmdatími þessa verkliðs er áætlaður um átta vikur og á þá öllum uppgreftri að vera lokið og jarðvegspúði tilbúin fyrir bygginguna. „Leiga á stærri og öflugri björgunarþyrlum hefur leitt til þess að loftför Landhelgisgæslunnar rúmast ekki lengur í skýlinu og því óhjákvæmilegt að ráðast í umbætur á húsnæðinu. Nýja flugskýlið mun tengjast flugskýlinu sem fyrir er og kemur einnig til með að hýsa skrifstofur flugdeildar, mötuneyti starfsmanna, búningsklefa og hvíldarrými starfsfólks,“ segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Frá blaðamannafundinum á Reykjavíkurflugvelli í dag.LHG Öryggisfjarskipti ehf. munu annast byggingu flugskýlisins. Samkomulag hefur verið undirritað milli Landhelgisgæslu Íslands og Öryggisfjarskipta um leigu Landhelgisgæslunnar á flugskýlinu. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, segir byggingu flugskýlisins vera mikið framfaraskref enda sé núverandi aðstaða flugdeildar stofnunarinnar barn síns tíma. Loftför Landhelgisgæslunnar rúmist ekki lengur í núverandi flugskýli og því sé mikilvægt að starfseminni sé tryggð viðunandi aðstaða. Gamla flugskýlið á Reykjavíkurflugvelli.LHG „Núverandi flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli var byggt af breska flughernum árið 1943 og þjónaði sínu hlutverki vel framan af. En með öflugri björgunartækjum og auknum öryggiskröfum hafa þarfirnar breyst. Með þeirri ákvörðun sem nú hefur verið tekin er flugdeild Landhelgisgæslunnar tryggð viðunandi aðstaða sem uppfyllir kröfur nútímans,“ segir Georg. „Eftir að þriðja leiguþyrlan af gerðinni Airbus Super Puma H225 var tekin í notkun í maí hefur flugfloti Landhelgisgæslunnar aldrei verið öflugri. Þessi öflugi flugfloti og starfsfólki flugdeildar Landhelgisgæslunnar fá nú viðunandi aðstöðu sem uppfyllir þarfir samtímans. Við hjá Landhelgisgæslunni erum afar þakklát stjórnvöldum og Öryggisfjarskiptum ehf. fyrir að láta byggingu flugskýlisins verða að veruleika. Síðast en ekki síst erum við þakklát borgaryfirvöldum í Reykjavík sem hafa sýnt þeirri mikilvægu starfsemi sem fram fer hjá Landhelgisgæslu Íslands mikinn skilning með því heimila byggingu þess. Bygging nýs flugskýlis markar tímamót í sögu flugrekstrar hjá Landhelgisgæslu Íslands.“ Grunnmynd af nýja flugskýlinu.LHG Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Öryggisfjarskipta ehf. segir byggingu flugskýlisins vera liður í áframhaldandi uppbyggingu öryggisinnviða hér á landi. „Öryggisfjarskipti ehf. hafa undanfarin ár unnið að uppbyggingu öryggisinnviða hér á landi. Bygging nýs flugskýlis fyrir starfsemi Landhelgisgæslu Íslands er liður í þeirri uppbyggingu,“ segir Þórhallur.
Landhelgisgæslan Fréttir af flugi Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Jón Steindór aðstoðar Daða Má Innlent Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Innlent Fleiri fréttir Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Þróuðu vefsíðu sem segir til um umferð Sjá meira