Ólafía heiðruð fyrir baráttu sína fyrir náttúruvernd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2021 16:06 Ólafía Jakobsdóttir tekur við viðurkenningunni úr hendi Guðmundar umhverfisráðherra. Ólafía Jakobsdóttir hlaut í dag náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Umhverfis- og auðlindaráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson veitti Ólafíu verðlaunin í dag. Er þetta í tólfta sinn sem náttúruverndarviðurkenningin er afhent að því er segir í tilkynningu. Ólafía hefur starfað á Kirkjubæjarstofu í tæp 20 ár, lengst af sem forstöðumaður á þekkingarsetri á Kirkjubæjarklaustri, sem sinnir rannsóknum og fræðistörfum á sviði náttúrufars, sögu og menningar. Í tíð Ólafíu á Kirkjubæjarstofu hefur t.a.m. verið lögð mikil áhersla á skráningu örnefna, fornra leiða og sagna úr Skaftárhreppi. Í máli ráðherra við athöfnina í dag kom fram að í tíð sinni sem sveitarstjóri hafi Ólafía m.a. beitt sér fyrir því að koma á skipulagi og umhirðu í Friðlandinu í Lakagígum, einu viðkvæmasta svæði íslenskrar náttúru, og uppbyggingu annarra innviða til verndar náttúrunni í Skaftárhreppi. Ólafía átti drjúgan þátt í endurreisn Náttúruverndarsamtaka Suðurlands árið 2005 og var ein aðaldriffjöðurin í stofnun Eldvatna - samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi árið 2010. Hún hefur látið víða að sér kveða á vettvangi frjálsra félagasamtaka sem starfa að náttúru- og umhverfisvernd. Þá sat sem hún sem fulltrúi umhverfisverndarsamtaka í svæðisráði vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs frá stofnun hans til ársins 2019. Ráðherra sagði Ólafíu vera boðbera nýrra tíma. „Hetja heima í héraði sem gefst aldrei upp og heldur á lofti rétti náttúrunnar. Ólafía sem hefur látið sig vernd íslenskrar náttúru varða, sérstaklega í Skaftárhreppi, hefur sýnt einstaka elju og þrautseigju. Hún er mjög vel að þessum verðlaunum komin.“ Umhverfismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira
Ólafía hefur starfað á Kirkjubæjarstofu í tæp 20 ár, lengst af sem forstöðumaður á þekkingarsetri á Kirkjubæjarklaustri, sem sinnir rannsóknum og fræðistörfum á sviði náttúrufars, sögu og menningar. Í tíð Ólafíu á Kirkjubæjarstofu hefur t.a.m. verið lögð mikil áhersla á skráningu örnefna, fornra leiða og sagna úr Skaftárhreppi. Í máli ráðherra við athöfnina í dag kom fram að í tíð sinni sem sveitarstjóri hafi Ólafía m.a. beitt sér fyrir því að koma á skipulagi og umhirðu í Friðlandinu í Lakagígum, einu viðkvæmasta svæði íslenskrar náttúru, og uppbyggingu annarra innviða til verndar náttúrunni í Skaftárhreppi. Ólafía átti drjúgan þátt í endurreisn Náttúruverndarsamtaka Suðurlands árið 2005 og var ein aðaldriffjöðurin í stofnun Eldvatna - samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi árið 2010. Hún hefur látið víða að sér kveða á vettvangi frjálsra félagasamtaka sem starfa að náttúru- og umhverfisvernd. Þá sat sem hún sem fulltrúi umhverfisverndarsamtaka í svæðisráði vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs frá stofnun hans til ársins 2019. Ráðherra sagði Ólafíu vera boðbera nýrra tíma. „Hetja heima í héraði sem gefst aldrei upp og heldur á lofti rétti náttúrunnar. Ólafía sem hefur látið sig vernd íslenskrar náttúru varða, sérstaklega í Skaftárhreppi, hefur sýnt einstaka elju og þrautseigju. Hún er mjög vel að þessum verðlaunum komin.“
Umhverfismál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Sjá meira