Hefur áhyggjur af sprengingu í stofni hnúðlaxa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. september 2021 09:29 Hnúðlaxinn hefur gert sig heimakominn á Íslandi og er gríðarlegur vöxtur í stofninum á milli ára. Sérfræðingur hefur áhyggjur af áhrifum tegundarinnar á íslenska náttúru. Fyrsti hnúðlaxinn veiddist á Íslandi í Hítará árið 1960. Áratugina á eftir veiddust einn og einn slíkur lax í ám landsins. En síðustu ár hefur orðið breyting á þessu. „Við höfum verið að sjá mjög mikla aukningu á hnúðlaxi í ám, sérstaklega á þessu ári. Hann hefur verið, fram til þessa, flækingur þannig það hafa verið svona einn og einn hnúðlax á ferðinni,“ segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun. Guðni Guðbergsson er sviðsstjóri ferskvatnssviðs hjá Hafróvísir/arnar Veldisvöxtur með meiru „Svo kom aukning 2015, aftur 2017, 2019 og svo núna 2021 þá getum við kannski talað um að það sé sprenging í þessari tegund.“ Aukningin er gríðarleg milli ára. Hnúðlaxastofninn sem hefur náð sér á strik hérlendis er þannig gerður að hann kemur í árnar á tveggja ára fresti. Árið 2015 náðust 9 hnúðlaxar á Íslandi, árið 2017 voru þeir 54 og árið 2019 voru skráðir 232 hnúðlaxar á Íslandi. Graf frá Hafrannsóknarstofnun. Hnúðlaxastofnar kemur í árnar á tveggja ára fresti en stofninn sem sækir hingað á oddatöluárunum er sá sem hefur náð sér á strik.hafró Guðni segir ljóst að í ár megi búast við meira en tvöföldun á þessum tölum og að hér muni veiðast nokkur hundruð hnúðlaxar. Framandi og ágeng tegund En hvaðan koma þessar hálfófrýnilegu skepnur? „Rússar fluttu hnúðlax frá Kyrrahafi og byrjuðu með sleppingar á honum við Hvítahaf og Kólaskaga fyrir 1960,“ segir Guðni. Talsverður munur á er hængum og hrygnum hnúðlaxa. Hængnum (efri) vex hnúður um hrygg í kring um hrygningartímanum og er með einkennandi beittar tennur og kjaft sem skagar upp í boga. Hrygnurnar (neðri) eru oft mun minni, grábleikar og oft ruglað saman við bleikjur af veiðimönnum.getty/andy rakovsky Rússar fóru síðan aftur á níunda áratugnum enn norðar til að sækja annan stofn hnúðlaxa til sleppinga. Og sá stofn virðist betur aðlagaður að lífinu í Atlantshafinu. En þurfum við að hafa áhyggjur af hnúðlaxinum? „Klárlega. Þetta er náttúrulega framandi tegund og væntanlega ágeng. En þegar þeir fara að koma í mjög miklu magni þá hafa þeir náttúrulega áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika . Og eins er það að ef að þeir eru í mjög miklu magni að drepast, þá geta þeir haft áhrif á vatnsgæði við árnar,“ segir Guðni. Hnúðlaxahængar eru með ansi vígalegar og beittar tennur.getty/paul souders Lax Umhverfismál Dýr Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Fyrsti hnúðlaxinn veiddist á Íslandi í Hítará árið 1960. Áratugina á eftir veiddust einn og einn slíkur lax í ám landsins. En síðustu ár hefur orðið breyting á þessu. „Við höfum verið að sjá mjög mikla aukningu á hnúðlaxi í ám, sérstaklega á þessu ári. Hann hefur verið, fram til þessa, flækingur þannig það hafa verið svona einn og einn hnúðlax á ferðinni,“ segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun. Guðni Guðbergsson er sviðsstjóri ferskvatnssviðs hjá Hafróvísir/arnar Veldisvöxtur með meiru „Svo kom aukning 2015, aftur 2017, 2019 og svo núna 2021 þá getum við kannski talað um að það sé sprenging í þessari tegund.“ Aukningin er gríðarleg milli ára. Hnúðlaxastofninn sem hefur náð sér á strik hérlendis er þannig gerður að hann kemur í árnar á tveggja ára fresti. Árið 2015 náðust 9 hnúðlaxar á Íslandi, árið 2017 voru þeir 54 og árið 2019 voru skráðir 232 hnúðlaxar á Íslandi. Graf frá Hafrannsóknarstofnun. Hnúðlaxastofnar kemur í árnar á tveggja ára fresti en stofninn sem sækir hingað á oddatöluárunum er sá sem hefur náð sér á strik.hafró Guðni segir ljóst að í ár megi búast við meira en tvöföldun á þessum tölum og að hér muni veiðast nokkur hundruð hnúðlaxar. Framandi og ágeng tegund En hvaðan koma þessar hálfófrýnilegu skepnur? „Rússar fluttu hnúðlax frá Kyrrahafi og byrjuðu með sleppingar á honum við Hvítahaf og Kólaskaga fyrir 1960,“ segir Guðni. Talsverður munur á er hængum og hrygnum hnúðlaxa. Hængnum (efri) vex hnúður um hrygg í kring um hrygningartímanum og er með einkennandi beittar tennur og kjaft sem skagar upp í boga. Hrygnurnar (neðri) eru oft mun minni, grábleikar og oft ruglað saman við bleikjur af veiðimönnum.getty/andy rakovsky Rússar fóru síðan aftur á níunda áratugnum enn norðar til að sækja annan stofn hnúðlaxa til sleppinga. Og sá stofn virðist betur aðlagaður að lífinu í Atlantshafinu. En þurfum við að hafa áhyggjur af hnúðlaxinum? „Klárlega. Þetta er náttúrulega framandi tegund og væntanlega ágeng. En þegar þeir fara að koma í mjög miklu magni þá hafa þeir náttúrulega áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika . Og eins er það að ef að þeir eru í mjög miklu magni að drepast, þá geta þeir haft áhrif á vatnsgæði við árnar,“ segir Guðni. Hnúðlaxahængar eru með ansi vígalegar og beittar tennur.getty/paul souders
Lax Umhverfismál Dýr Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira