Hefur áhyggjur af sprengingu í stofni hnúðlaxa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. september 2021 09:29 Hnúðlaxinn hefur gert sig heimakominn á Íslandi og er gríðarlegur vöxtur í stofninum á milli ára. Sérfræðingur hefur áhyggjur af áhrifum tegundarinnar á íslenska náttúru. Fyrsti hnúðlaxinn veiddist á Íslandi í Hítará árið 1960. Áratugina á eftir veiddust einn og einn slíkur lax í ám landsins. En síðustu ár hefur orðið breyting á þessu. „Við höfum verið að sjá mjög mikla aukningu á hnúðlaxi í ám, sérstaklega á þessu ári. Hann hefur verið, fram til þessa, flækingur þannig það hafa verið svona einn og einn hnúðlax á ferðinni,“ segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun. Guðni Guðbergsson er sviðsstjóri ferskvatnssviðs hjá Hafróvísir/arnar Veldisvöxtur með meiru „Svo kom aukning 2015, aftur 2017, 2019 og svo núna 2021 þá getum við kannski talað um að það sé sprenging í þessari tegund.“ Aukningin er gríðarleg milli ára. Hnúðlaxastofninn sem hefur náð sér á strik hérlendis er þannig gerður að hann kemur í árnar á tveggja ára fresti. Árið 2015 náðust 9 hnúðlaxar á Íslandi, árið 2017 voru þeir 54 og árið 2019 voru skráðir 232 hnúðlaxar á Íslandi. Graf frá Hafrannsóknarstofnun. Hnúðlaxastofnar kemur í árnar á tveggja ára fresti en stofninn sem sækir hingað á oddatöluárunum er sá sem hefur náð sér á strik.hafró Guðni segir ljóst að í ár megi búast við meira en tvöföldun á þessum tölum og að hér muni veiðast nokkur hundruð hnúðlaxar. Framandi og ágeng tegund En hvaðan koma þessar hálfófrýnilegu skepnur? „Rússar fluttu hnúðlax frá Kyrrahafi og byrjuðu með sleppingar á honum við Hvítahaf og Kólaskaga fyrir 1960,“ segir Guðni. Talsverður munur á er hængum og hrygnum hnúðlaxa. Hængnum (efri) vex hnúður um hrygg í kring um hrygningartímanum og er með einkennandi beittar tennur og kjaft sem skagar upp í boga. Hrygnurnar (neðri) eru oft mun minni, grábleikar og oft ruglað saman við bleikjur af veiðimönnum.getty/andy rakovsky Rússar fóru síðan aftur á níunda áratugnum enn norðar til að sækja annan stofn hnúðlaxa til sleppinga. Og sá stofn virðist betur aðlagaður að lífinu í Atlantshafinu. En þurfum við að hafa áhyggjur af hnúðlaxinum? „Klárlega. Þetta er náttúrulega framandi tegund og væntanlega ágeng. En þegar þeir fara að koma í mjög miklu magni þá hafa þeir náttúrulega áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika . Og eins er það að ef að þeir eru í mjög miklu magni að drepast, þá geta þeir haft áhrif á vatnsgæði við árnar,“ segir Guðni. Hnúðlaxahængar eru með ansi vígalegar og beittar tennur.getty/paul souders Lax Umhverfismál Dýr Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira
Fyrsti hnúðlaxinn veiddist á Íslandi í Hítará árið 1960. Áratugina á eftir veiddust einn og einn slíkur lax í ám landsins. En síðustu ár hefur orðið breyting á þessu. „Við höfum verið að sjá mjög mikla aukningu á hnúðlaxi í ám, sérstaklega á þessu ári. Hann hefur verið, fram til þessa, flækingur þannig það hafa verið svona einn og einn hnúðlax á ferðinni,“ segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun. Guðni Guðbergsson er sviðsstjóri ferskvatnssviðs hjá Hafróvísir/arnar Veldisvöxtur með meiru „Svo kom aukning 2015, aftur 2017, 2019 og svo núna 2021 þá getum við kannski talað um að það sé sprenging í þessari tegund.“ Aukningin er gríðarleg milli ára. Hnúðlaxastofninn sem hefur náð sér á strik hérlendis er þannig gerður að hann kemur í árnar á tveggja ára fresti. Árið 2015 náðust 9 hnúðlaxar á Íslandi, árið 2017 voru þeir 54 og árið 2019 voru skráðir 232 hnúðlaxar á Íslandi. Graf frá Hafrannsóknarstofnun. Hnúðlaxastofnar kemur í árnar á tveggja ára fresti en stofninn sem sækir hingað á oddatöluárunum er sá sem hefur náð sér á strik.hafró Guðni segir ljóst að í ár megi búast við meira en tvöföldun á þessum tölum og að hér muni veiðast nokkur hundruð hnúðlaxar. Framandi og ágeng tegund En hvaðan koma þessar hálfófrýnilegu skepnur? „Rússar fluttu hnúðlax frá Kyrrahafi og byrjuðu með sleppingar á honum við Hvítahaf og Kólaskaga fyrir 1960,“ segir Guðni. Talsverður munur á er hængum og hrygnum hnúðlaxa. Hængnum (efri) vex hnúður um hrygg í kring um hrygningartímanum og er með einkennandi beittar tennur og kjaft sem skagar upp í boga. Hrygnurnar (neðri) eru oft mun minni, grábleikar og oft ruglað saman við bleikjur af veiðimönnum.getty/andy rakovsky Rússar fóru síðan aftur á níunda áratugnum enn norðar til að sækja annan stofn hnúðlaxa til sleppinga. Og sá stofn virðist betur aðlagaður að lífinu í Atlantshafinu. En þurfum við að hafa áhyggjur af hnúðlaxinum? „Klárlega. Þetta er náttúrulega framandi tegund og væntanlega ágeng. En þegar þeir fara að koma í mjög miklu magni þá hafa þeir náttúrulega áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika . Og eins er það að ef að þeir eru í mjög miklu magni að drepast, þá geta þeir haft áhrif á vatnsgæði við árnar,“ segir Guðni. Hnúðlaxahængar eru með ansi vígalegar og beittar tennur.getty/paul souders
Lax Umhverfismál Dýr Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík Sjá meira