Áhyggjur af stöðugum uppsögnum Eiður Þór Árnason skrifar 16. september 2021 17:16 Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki hafa fækkað í starfsliði sínu á undanförnum árum. Vísir Stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hefur áhyggjur af stöðugum uppsögnum innan fjármálageirans og segir uppsagnir starfsmanna í engum takti við afkomu fyrirtækjanna undanfarin misseri. Greint var frá því í gær að Íslandsbanki hafi ýmist sagt upp eða gert starfslokasamninga við 24 starfsmenn nú í september. Er þetta í fimmta skipti sem greint er frá uppsögnum hjá bankanum á rúmum tveimur árum. Hefur fækkað um minnst 92 í starfsliði bankans á tímabilinu. Þá vakti athygli þegar Arion banki sagði upp 102 starfsmönnum á einu bretti í september 2019. Bættust tæplega tuttugu við í maí á þessu ári. Yfir 27 var sagt upp störfum hjá Landsbankanum í fyrra og hafa minnst 94 misst starfið hjá greiðslumiðlunarfyrirtækinu SaltPay frá því að það tók yfir rekstur Borgunar. Hógværar launakröfur spilað þátt í góðri arðsemi Stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja fordæmir aðgerðir bankanna í tilkynningu á vef sínum og bendir á að stóru viðskiptabankarnir hafi getað vel við unað síðustu ár. „Hagnaður bankanna er ágætur miðað við aðstæður og batnar enn frekar nú þegar þjóðfélagið kemst út úr takmörkunum á frelsi einstaklinga og fyrirtækja. Ein aðal ástæða betri afkomu fjármálafyrirtækja eru afar hógværir kjarasamningar sem SSF gerði við viðsemjendur sína, [Samtök fjármálafyrirtækja] og [Samtök atvinnulífsins].“ Friðbert Traustason, formaður SSF, segir að hugur stjórnar og starfsmanna skrifstofu SSF sé hjá starfsmönnum sem sagt hefur verið upp. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá þeim starfsmönnum sem eru að missa lífsviðurværi sitt.“ Mikil fækkun hefur verið í starfsliði viðskiptabankanna síðustu ár samhliða fækkun útibúa og aukinni notkun sjálfsafgreiðslulausna. „Það er alltaf verið að leita að einhverjum leiðum til að leiða til enn frekari hagræðingar hjá bankanum. Það er verið að reyna að sjá til þess að reksturinn sé góður og í takti við arðsemiskröfu sem er gerð til rekstrarins,“ sagði Björn Berg Gunnarsson, starfandi samskiptastjóri Íslandsbanka, aðspurður um það í gær hvers vegna gripið hafi verið til uppsagna. Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir hjá Arion banka Tæplega 20 starfsmönnum Arion banka var sagt upp í dag vegna hagræðingar og þjónustubreytinga á höfuðborgarsvæðinu. 25. maí 2021 13:51 Fækkar um 24 í starfsliði Íslandsbanka Fækkað verður um 24 starfsmenn í starfsliði Íslandsbanka í september. Um helmingi þeirra hefur verið sagt upp störfum en samið hefur verið við aðra um snemmbúin starfslok. 14. september 2021 10:26 55 bættust í hóp þeirra sem hafa misst vinnuna hjá SaltPay Alls var um 55 starfsmönnum greiðslumiðlunarfyrirtækisins SaltPay, sem áður bar nafnið Borgun, sagt upp í gær. Um 130 störfuðu hjá fyrirtækinu hér á landi. 21. apríl 2021 09:55 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Greint var frá því í gær að Íslandsbanki hafi ýmist sagt upp eða gert starfslokasamninga við 24 starfsmenn nú í september. Er þetta í fimmta skipti sem greint er frá uppsögnum hjá bankanum á rúmum tveimur árum. Hefur fækkað um minnst 92 í starfsliði bankans á tímabilinu. Þá vakti athygli þegar Arion banki sagði upp 102 starfsmönnum á einu bretti í september 2019. Bættust tæplega tuttugu við í maí á þessu ári. Yfir 27 var sagt upp störfum hjá Landsbankanum í fyrra og hafa minnst 94 misst starfið hjá greiðslumiðlunarfyrirtækinu SaltPay frá því að það tók yfir rekstur Borgunar. Hógværar launakröfur spilað þátt í góðri arðsemi Stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja fordæmir aðgerðir bankanna í tilkynningu á vef sínum og bendir á að stóru viðskiptabankarnir hafi getað vel við unað síðustu ár. „Hagnaður bankanna er ágætur miðað við aðstæður og batnar enn frekar nú þegar þjóðfélagið kemst út úr takmörkunum á frelsi einstaklinga og fyrirtækja. Ein aðal ástæða betri afkomu fjármálafyrirtækja eru afar hógværir kjarasamningar sem SSF gerði við viðsemjendur sína, [Samtök fjármálafyrirtækja] og [Samtök atvinnulífsins].“ Friðbert Traustason, formaður SSF, segir að hugur stjórnar og starfsmanna skrifstofu SSF sé hjá starfsmönnum sem sagt hefur verið upp. „Hugur okkar er fyrst og fremst hjá þeim starfsmönnum sem eru að missa lífsviðurværi sitt.“ Mikil fækkun hefur verið í starfsliði viðskiptabankanna síðustu ár samhliða fækkun útibúa og aukinni notkun sjálfsafgreiðslulausna. „Það er alltaf verið að leita að einhverjum leiðum til að leiða til enn frekari hagræðingar hjá bankanum. Það er verið að reyna að sjá til þess að reksturinn sé góður og í takti við arðsemiskröfu sem er gerð til rekstrarins,“ sagði Björn Berg Gunnarsson, starfandi samskiptastjóri Íslandsbanka, aðspurður um það í gær hvers vegna gripið hafi verið til uppsagna.
Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Uppsagnir hjá Arion banka Tæplega 20 starfsmönnum Arion banka var sagt upp í dag vegna hagræðingar og þjónustubreytinga á höfuðborgarsvæðinu. 25. maí 2021 13:51 Fækkar um 24 í starfsliði Íslandsbanka Fækkað verður um 24 starfsmenn í starfsliði Íslandsbanka í september. Um helmingi þeirra hefur verið sagt upp störfum en samið hefur verið við aðra um snemmbúin starfslok. 14. september 2021 10:26 55 bættust í hóp þeirra sem hafa misst vinnuna hjá SaltPay Alls var um 55 starfsmönnum greiðslumiðlunarfyrirtækisins SaltPay, sem áður bar nafnið Borgun, sagt upp í gær. Um 130 störfuðu hjá fyrirtækinu hér á landi. 21. apríl 2021 09:55 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Uppsagnir hjá Arion banka Tæplega 20 starfsmönnum Arion banka var sagt upp í dag vegna hagræðingar og þjónustubreytinga á höfuðborgarsvæðinu. 25. maí 2021 13:51
Fækkar um 24 í starfsliði Íslandsbanka Fækkað verður um 24 starfsmenn í starfsliði Íslandsbanka í september. Um helmingi þeirra hefur verið sagt upp störfum en samið hefur verið við aðra um snemmbúin starfslok. 14. september 2021 10:26
55 bættust í hóp þeirra sem hafa misst vinnuna hjá SaltPay Alls var um 55 starfsmönnum greiðslumiðlunarfyrirtækisins SaltPay, sem áður bar nafnið Borgun, sagt upp í gær. Um 130 störfuðu hjá fyrirtækinu hér á landi. 21. apríl 2021 09:55