Glódís Perla: Þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2021 12:00 Vivianne Miedema fagnar einu marka sinna með hollenska landsliðinu. EFE/TOLGA BOZOGLU Ein af bestu knattspyrnukonum heims mætir á Laugardalsvöllinn í næstu viku en þar eru við að tala um hina hollensku Vivianne Miedema. Miedema hefur skorað 83 mörk í 100 landsleikjum fyrir Holland og hún hefur skorað 102 í 105 leikjum fyrir Arsenal í öllum keppnum síðan að hún fór til Englands frá Bayern München árið 2017. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, fær það krefjandi hlutverk að gæta Vivianne Miedema í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2023. Miedema hefur eins og Glódís Perla sjálf verið stórstjarna í sínum landsliði frá unga aldri og báðar eru komnar með mikla reynslu þrátt fyrir að vera enn bara 25 og 26 ára gamlar. Glódís Perla var á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í gær og þar barst talið meðal annars að hinni mögnuðu Miedema. „Hún er frábær og þarna er á ferðinni geggjaður leikmaður,“ sagði Glódís Perla. „Við þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann. Það þarf að passa upp á það að hún komist ekki í boltann pressulaus,“ sagði Glódís en hún vakti þó líka athygli að þetta hollenska lið er ekki bara Vivianne Miedema. „Það eru margar góðar í þessu liði, bæði á miðjunni sem og á köntunum. Þetta er verðugt verkefni fyrir okkur,“ sagði Glódís. Miedema er búin að skora 13 mörk í 9 landsleikjum á árinu 2021 er auk þess sem 8 mörk í fyrstu 6 leikjum tímabilsins með Arsenal. Það fer því ekkert á milli mála að hún mætir sjóðandi heit í Laugardalinn í næstu viku. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Bakslag hjá Hlín og Þorsteinn kallar á Diljá Ýri inn í A-landsliðið Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur þurft að gera aðra breytingu á landsliðshópi sínum fyrir komandi leik á móti Hollandi í undankeppni HM. 16. september 2021 14:55 Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13 Gunnhildur Yrsa: Alltaf gaman að mæta þeim bestu Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, kvartar ekkert yfir því að þurfa að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM á móti einu allra besta liði heims. 16. september 2021 17:45 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Sjá meira
Miedema hefur skorað 83 mörk í 100 landsleikjum fyrir Holland og hún hefur skorað 102 í 105 leikjum fyrir Arsenal í öllum keppnum síðan að hún fór til Englands frá Bayern München árið 2017. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, fær það krefjandi hlutverk að gæta Vivianne Miedema í fyrsta leik Íslands í undankeppni HM 2023. Miedema hefur eins og Glódís Perla sjálf verið stórstjarna í sínum landsliði frá unga aldri og báðar eru komnar með mikla reynslu þrátt fyrir að vera enn bara 25 og 26 ára gamlar. Glódís Perla var á fjarfundi með íslenskum blaðamönnum í gær og þar barst talið meðal annars að hinni mögnuðu Miedema. „Hún er frábær og þarna er á ferðinni geggjaður leikmaður,“ sagði Glódís Perla. „Við þurfum að vera með augu í hnakkanum á henni allan tímann. Það þarf að passa upp á það að hún komist ekki í boltann pressulaus,“ sagði Glódís en hún vakti þó líka athygli að þetta hollenska lið er ekki bara Vivianne Miedema. „Það eru margar góðar í þessu liði, bæði á miðjunni sem og á köntunum. Þetta er verðugt verkefni fyrir okkur,“ sagði Glódís. Miedema er búin að skora 13 mörk í 9 landsleikjum á árinu 2021 er auk þess sem 8 mörk í fyrstu 6 leikjum tímabilsins með Arsenal. Það fer því ekkert á milli mála að hún mætir sjóðandi heit í Laugardalinn í næstu viku.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Bakslag hjá Hlín og Þorsteinn kallar á Diljá Ýri inn í A-landsliðið Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur þurft að gera aðra breytingu á landsliðshópi sínum fyrir komandi leik á móti Hollandi í undankeppni HM. 16. september 2021 14:55 Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13 Gunnhildur Yrsa: Alltaf gaman að mæta þeim bestu Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, kvartar ekkert yfir því að þurfa að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM á móti einu allra besta liði heims. 16. september 2021 17:45 Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Sjá meira
Bakslag hjá Hlín og Þorsteinn kallar á Diljá Ýri inn í A-landsliðið Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur þurft að gera aðra breytingu á landsliðshópi sínum fyrir komandi leik á móti Hollandi í undankeppni HM. 16. september 2021 14:55
Með bækistöðvar í Hveragerði og keppa í golfi í dag Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta undirbýr sig á nýjum stað fyrir fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins. 16. september 2021 15:13
Gunnhildur Yrsa: Alltaf gaman að mæta þeim bestu Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, kvartar ekkert yfir því að þurfa að spila fyrsta leikinn í undankeppni HM á móti einu allra besta liði heims. 16. september 2021 17:45