Lýðræði í utanríkismálum? Guttormur Þorsteinsson skrifar 17. september 2021 09:30 Ein helsta krafa Sósíalistaflokksins er að völdin verði færð til fólksins, að almenningur fái yfirráð yfir auðlindum landsins, ákvörðunarrétt á sínum vinnustað og rödd hjá þeim stofnunum sem eiga að þjóna okkur. Þar eru utanríkismálin ekki undanskilin en þau eru það svið stjórnmálanna sem hefur einna helst verið tekið út fyrir sviga í lýðræðislegri umfjöllun. Það er löng hefð fyrir því á Íslandi að hleypa fólki ekki að þessu mikilvæga máli, alveg frá því að gengið var í Atlantshafsbandalagið árið 1949 án nokkurs samráðs við almenning, sem lét samt í sér heyra á Austurvelli. Nú, meira en sjötíu árum síðar erum við enn í þessu hernaðarbandalagi sem hefur fyrir löngu glatað upprunalegu hlutverki sínu. Eitt af þeim verkefnum sem reynt var að finna bandalaginu eftir lok kalda stríðsins var að hersetja Afganistan eftir að Bandaríkjamenn réðust þar inn í hefndarför eftir 11. september. Nú er þeirri sneypuför lokið og í stað þess að taka þátt í frekari tilraunum hernaðarbandalagsins til að réttlæta tilveru sína ætti að gefa íslensku þjóðinni kost á því að segja loks hug sinn. Viljum við virkilega tilheyra bandalagi sem dregur okkur inn í sjálfsmorðsárás á markaði í Kabúl, sem stoppar okkur frá því að banna kjarnorkuvopn og skaffar morðtólum eins og B-2 sprengjuflugvélum og F-35 orrustuflugvélum íslenska náttúru til þess að æfa sig yfir með tilheyrandi mengun og hávaða? Það er augljóst hvaða afstöðu hægriflokkarnir hafa. Þeir styðja þetta hernaðarbrölt og vilja helst auka það með frekari uppbyggingu hernaðarmannvirkja. Það kemur hinsvegar á óvart hversu lítið fer fyrir friðarmálum vinstra megin við miðju. Samfylkingin heldur enn í kaldastríðspólitík sósíaldemókrata og telur Nató-aðild lykilþátt í þjóðaröryggisstefnu landsins. Píratar eru nýbúnir að mynda sér utanríkisstefnu og segja að rödd þjóðarinnar ætti að heyrast en ganga ekki skrefið til fulls og krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu eða taka afstöðu gegn Nató. Vinstri græn hafa lengi verið eini flokkurinn á þingi sem hefur það á stefnuskrá að yfirgefa bandalagið og einstakir þingmenn hafa talað fyrir því, en við stjórnarmyndun hefur því alltaf verið sópað undir teppi og stuðningsmönnum hernaðarbandalagsins falið utanríkisráðuneytið möglunarlaust. Þar kemur að einhverjum mesta lýðræðishalla málaflokksins. Utanríkisráðuneytið er næstum einrátt um varnarmál í landinu. Ráðherranum ber aðeins skylda til þess að bera mikilvægustu mál undir utanríkismálanefnd og þar fer allt fram fjarri augum almennings eða jafnvel óbreyttra þingmanna. Meira að segja þessi skylda hefur oft verið hunsuð, t.d. þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ákváðu einir að styðja innrásina í Írak. Utanríkisráðherrar síðustu ára hafa svo samþykkt breytingar á varnarsamningnum við Bandaríkin án nokkurrar lýðræðislegrar umræðu. Þar með er Bandaríkjaher selt sjálfdæmi um uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og það gengur gegn öllum fagurgala um að Ísland standi gegn vígvæðingu á Norðurslóðum. Sósíalistaflokkurinn vill að almenningur fái að ráða, líka í utanríkismálum. Burt með leyndarhyggjuna, hernaðarbröltið og fylgisspektina við heimsvaldastefnu Atlantshafsbandalagsins! Höfundur er í 10. sæti Sósíalistaflokksins í Reykjavík-norður og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ein helsta krafa Sósíalistaflokksins er að völdin verði færð til fólksins, að almenningur fái yfirráð yfir auðlindum landsins, ákvörðunarrétt á sínum vinnustað og rödd hjá þeim stofnunum sem eiga að þjóna okkur. Þar eru utanríkismálin ekki undanskilin en þau eru það svið stjórnmálanna sem hefur einna helst verið tekið út fyrir sviga í lýðræðislegri umfjöllun. Það er löng hefð fyrir því á Íslandi að hleypa fólki ekki að þessu mikilvæga máli, alveg frá því að gengið var í Atlantshafsbandalagið árið 1949 án nokkurs samráðs við almenning, sem lét samt í sér heyra á Austurvelli. Nú, meira en sjötíu árum síðar erum við enn í þessu hernaðarbandalagi sem hefur fyrir löngu glatað upprunalegu hlutverki sínu. Eitt af þeim verkefnum sem reynt var að finna bandalaginu eftir lok kalda stríðsins var að hersetja Afganistan eftir að Bandaríkjamenn réðust þar inn í hefndarför eftir 11. september. Nú er þeirri sneypuför lokið og í stað þess að taka þátt í frekari tilraunum hernaðarbandalagsins til að réttlæta tilveru sína ætti að gefa íslensku þjóðinni kost á því að segja loks hug sinn. Viljum við virkilega tilheyra bandalagi sem dregur okkur inn í sjálfsmorðsárás á markaði í Kabúl, sem stoppar okkur frá því að banna kjarnorkuvopn og skaffar morðtólum eins og B-2 sprengjuflugvélum og F-35 orrustuflugvélum íslenska náttúru til þess að æfa sig yfir með tilheyrandi mengun og hávaða? Það er augljóst hvaða afstöðu hægriflokkarnir hafa. Þeir styðja þetta hernaðarbrölt og vilja helst auka það með frekari uppbyggingu hernaðarmannvirkja. Það kemur hinsvegar á óvart hversu lítið fer fyrir friðarmálum vinstra megin við miðju. Samfylkingin heldur enn í kaldastríðspólitík sósíaldemókrata og telur Nató-aðild lykilþátt í þjóðaröryggisstefnu landsins. Píratar eru nýbúnir að mynda sér utanríkisstefnu og segja að rödd þjóðarinnar ætti að heyrast en ganga ekki skrefið til fulls og krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu eða taka afstöðu gegn Nató. Vinstri græn hafa lengi verið eini flokkurinn á þingi sem hefur það á stefnuskrá að yfirgefa bandalagið og einstakir þingmenn hafa talað fyrir því, en við stjórnarmyndun hefur því alltaf verið sópað undir teppi og stuðningsmönnum hernaðarbandalagsins falið utanríkisráðuneytið möglunarlaust. Þar kemur að einhverjum mesta lýðræðishalla málaflokksins. Utanríkisráðuneytið er næstum einrátt um varnarmál í landinu. Ráðherranum ber aðeins skylda til þess að bera mikilvægustu mál undir utanríkismálanefnd og þar fer allt fram fjarri augum almennings eða jafnvel óbreyttra þingmanna. Meira að segja þessi skylda hefur oft verið hunsuð, t.d. þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ákváðu einir að styðja innrásina í Írak. Utanríkisráðherrar síðustu ára hafa svo samþykkt breytingar á varnarsamningnum við Bandaríkin án nokkurrar lýðræðislegrar umræðu. Þar með er Bandaríkjaher selt sjálfdæmi um uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli og það gengur gegn öllum fagurgala um að Ísland standi gegn vígvæðingu á Norðurslóðum. Sósíalistaflokkurinn vill að almenningur fái að ráða, líka í utanríkismálum. Burt með leyndarhyggjuna, hernaðarbröltið og fylgisspektina við heimsvaldastefnu Atlantshafsbandalagsins! Höfundur er í 10. sæti Sósíalistaflokksins í Reykjavík-norður og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar