Lífið

Dóra fór á skeljarnar í miðri sýningu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Dóra kom öllum á óvart.
Dóra kom öllum á óvart. Instagram

Dóra Jóhannsdóttir leikkona, handritshöfundur og stofnandi Improv skólans er trúlofuð. Dóra bað Egils Egilssonar kærasta síns óvænt á spunasýningu Improv Ísland. Parið skráði sig í samband á Facebook nú í sumar eins og fram kom hér á Vísi.

Dóra fór niður á hnén í sýningunni og vissi enginn af þessu fyrir fram svo meðlimir spunahópsins voru jafn hissa og áhorfendur. 

„Við biðjum stundum áhorfendur um að skrifa leyndarmál á miða sem við lesum upp og spinnum út frá. Dóra las síðasta leyndarmál kvöldsins: Egill, viltu giftast mér? Við vissum ekkert, hann vissi ekkert, áhorfendur vissu ekkert en vá þetta var geggjað!“ segir á Instagram síðu Improv Ísland. 

Egill stökk upp á svið til Dóru og féllust þau í faðma við mikil fagnaðarlæti allra viðstaddra. Myndband af þessu fallega augnabliki má sjá í spilaranum  hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir

Dóra fagnar ári edrú og býður fram aðstoð sína

Dóra Jóhannsdóttir leikkona, handritshöfundur og stofnandi Improv skólans fagnar þeim tímamótum í dag að hafa verið án áfengis í eitt ár. Dóra greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hana. Hún býður fram krafta sína ef aðrir vilja feta sporin til lífs án áfengis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×