Kæri Bjarni. Opnaðu augun! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 17. september 2021 12:31 Hver vill sjá fólk í ríkisstjórn sem lítur í hina áttina þegar fólkið í landinu bendir á vanrækslu eða ofbeldi á börnum, sjúklingum, fötluðum og eldra fólki? Fyrir utan biðlistana munu kosningarnar snúast um allt annað og meira en það sem þú nefnir í pistli þínum. Í grunninn munu þessar kosningar snúast um viðhorf. Viðhorf stjórnmálamanna til almennings í landinu. Síðustu vikur og mánuði hafa komið fram skelfilegar sögur úr bæði heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Á meðan heilbrigðiskerfið hefur fengið ágætis athygli stjórnmálamanna þá er enginn áhugi meðal manna að ræða menntakerfið. Hvers vegna? Er erfitt að horfast í augu við sannleikann? Ég skora hér með á þig að taka umræðuna. Sýndu að þú sért stjórnmálamaður sem hefur bein í nefinu til þess að ræða vanlíðan barna í skólakerfinu. Það er stór hópur fólks sem stendur í strangri baráttu við menntakerfið alla daga. Það er skólaskylda og við sem eigum börn komumst ekki hjá því að eiga við þetta kerfi, ekki frekar en að sjúklingar komist hjá því að eiga við heilbrigðiskerfið. Þegar þú þarft að berjast með kjafti og klóm fyrir grunnþörfum barnsins þíns þá get ég lofað þér því að hugurinn leitar síst í innlend orkumál. Á meðan þú þarft að hlusta á starfsfólk skóla segja að ekki sé til fjármagn til þess að mæta þörfum barnsins þíns, eða að þú þurfir að bíða í margar vikur og mánuði eftir lífsnauðsynlegri aðgerð og mikilvægum rannsóknarniðurstöðum, þá get ég lofað þér því að lægri skattar eru það síðasta sem þú hugsar um. Þá er þér nákvæmlega sama hvort þú greiðir 36, 40 eða 42 prósent í skatta. Bara að þú fáir nauðsynlega þjónustu. Þetta snýst allt um grunnþarfir, vellíðan, heilbrigði og almenna skynsemi. Það er í hnotskurn það sem þessar kosningar snúast um, við skulum hafa það á hreinu. Það að stjórnmálamenn hunsi vandann getur ekki boðað gott. Þeir gætu allt eins gefið okkur puttann og það er ekki það viðhorf sem við þurfum á að halda í samfélaginu. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Skattar og tollar Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hver vill sjá fólk í ríkisstjórn sem lítur í hina áttina þegar fólkið í landinu bendir á vanrækslu eða ofbeldi á börnum, sjúklingum, fötluðum og eldra fólki? Fyrir utan biðlistana munu kosningarnar snúast um allt annað og meira en það sem þú nefnir í pistli þínum. Í grunninn munu þessar kosningar snúast um viðhorf. Viðhorf stjórnmálamanna til almennings í landinu. Síðustu vikur og mánuði hafa komið fram skelfilegar sögur úr bæði heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu. Á meðan heilbrigðiskerfið hefur fengið ágætis athygli stjórnmálamanna þá er enginn áhugi meðal manna að ræða menntakerfið. Hvers vegna? Er erfitt að horfast í augu við sannleikann? Ég skora hér með á þig að taka umræðuna. Sýndu að þú sért stjórnmálamaður sem hefur bein í nefinu til þess að ræða vanlíðan barna í skólakerfinu. Það er stór hópur fólks sem stendur í strangri baráttu við menntakerfið alla daga. Það er skólaskylda og við sem eigum börn komumst ekki hjá því að eiga við þetta kerfi, ekki frekar en að sjúklingar komist hjá því að eiga við heilbrigðiskerfið. Þegar þú þarft að berjast með kjafti og klóm fyrir grunnþörfum barnsins þíns þá get ég lofað þér því að hugurinn leitar síst í innlend orkumál. Á meðan þú þarft að hlusta á starfsfólk skóla segja að ekki sé til fjármagn til þess að mæta þörfum barnsins þíns, eða að þú þurfir að bíða í margar vikur og mánuði eftir lífsnauðsynlegri aðgerð og mikilvægum rannsóknarniðurstöðum, þá get ég lofað þér því að lægri skattar eru það síðasta sem þú hugsar um. Þá er þér nákvæmlega sama hvort þú greiðir 36, 40 eða 42 prósent í skatta. Bara að þú fáir nauðsynlega þjónustu. Þetta snýst allt um grunnþarfir, vellíðan, heilbrigði og almenna skynsemi. Það er í hnotskurn það sem þessar kosningar snúast um, við skulum hafa það á hreinu. Það að stjórnmálamenn hunsi vandann getur ekki boðað gott. Þeir gætu allt eins gefið okkur puttann og það er ekki það viðhorf sem við þurfum á að halda í samfélaginu. Höfundur er laganemi við Háskóla Íslands.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun