Hættir á þingi og segir „eitraða hreyfingu“ innan Repúblikanaflokksins Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 11:54 Anthony Gonzalez taldi sér ekki lengur vært innan Repúblikanaflokksins eftir að hann greiddi atkvæði með því að Trump yrði kærður fyrir embættisbrot í janúar. AP/Susan Walsh Fulltrúardeildarþingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að kæra Donald Trump fyrir embættisbrot í vetur ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Hann vísar meðal annars til „eitraðrar hreyfingar“ innan Repúblikanaflokksins. Anthony Gonzalez var einn aðeins tíu fulltrúadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot í kjölfar árásar stuðningsmanna þáverandi forsetans á bandaríska þinghúsið 6. janúar. Hann er sá fyrsti þeirra sem tilkynnir að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Áður en atkvæðagreiðslan um kæruna fór fram í fulltrúadeildinni hafði Gonzalez verið talinn einn af vonarstjörnum Repúblikanaflokksins, að sögn Washington Post.. Atkvæði hans með kæru kallaði hins vegar yfir hann reiði Trump og stuðningsmanna hans. Stóð Gonzalez frammi fyrir hörðum prófkjörsslag í heimaríki sínu Ohio gegn fyrrverandi aðstoðarmanni Trump. Trump lýsti yfir stuðningi við mótframbjóðandann í febrúar. Telur Trump „krabbamein á landinu“ Í yfirlýsingu þar sem Gonzalez greindi frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram aftur sagði hann að best væri fyrir fjölskyldu sína að hann yrði ekki í framboði á næsta ári. „Þó að ósk mín um að eiga meira fjölskyldulíf liggi til grundvallar ákvörðunar minnar, þá er það einnig satt að núverandi ástand í stjórnmálunum, sérstaklega margar eitraðar hreyfingar innan okkar eigin flokks leikur verulegt hlutverk í ákvörðun minni,“ sagði Gonzalez. Í viðtali við New York Times sagði Gonzalez að augu sín hafi opnast þegar hann og fjölskylda hans þurftu aukna öryggisgæslu vegna hótana stuðningsmanna Trump eftir kæruna fyrir embættisbrot á flugvellinum í Cleveland fyrr á þessu ári. Lýsti Gonzalez Trump sem „krabbameini á landinu“ og að hann ætlaði sér að verja öllum sínum pólitísku kröftum í að tryggja að hann verði aldrei aftur forseti. Trump hefur lengi látið í veðri vaka að hann ætli að bjóða sig fram til forseta aftur árið 2024. See my full statement below regarding my decision not to seek re-election. pic.twitter.com/vsggxjD1FI— Rep. Anthony Gonzalez (@RepAGonzalez) September 17, 2021 Sæta afleiðingum fyrir að ögra Trump Þeir fáu repúblikana á þingi sem snerust gegn Trump eftir að hann eggjaði áfram stuðningsmenn sína með lygum um að stórfelld svik hefðu kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í fyrra hafa fengið að kenna á því hjá kjósendum Repúblikanaflokksins í ár. Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins frá Wyoming, var úthýst úr forystusveit þingflokksins eftir að hún greiddi atkvæði með því að Trump yrði kærður. Trump lýsti yfir stuðningi við keppinaut Cheney í prófkjöri í síðustu viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Lygar Trump um kosningarnar hafa síðan orðið að rétttrúnaði innan stórs hluta flokksins. Sumir þingmenn repúblikana hafa jafnframt komið múgnum sem réðst á þinghúsið til varnar. Meirihluti þeirra greiddi þannig atkvæði gegn því að óháð rannsóknarnefnd kannað atburðina 6. janúar fyrr á þessu ári. Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Donald Trump Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira
Anthony Gonzalez var einn aðeins tíu fulltrúadeildarþingmanna repúblikana sem greiddu atkvæði með því að kæra Trump fyrir embættisbrot í kjölfar árásar stuðningsmanna þáverandi forsetans á bandaríska þinghúsið 6. janúar. Hann er sá fyrsti þeirra sem tilkynnir að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Áður en atkvæðagreiðslan um kæruna fór fram í fulltrúadeildinni hafði Gonzalez verið talinn einn af vonarstjörnum Repúblikanaflokksins, að sögn Washington Post.. Atkvæði hans með kæru kallaði hins vegar yfir hann reiði Trump og stuðningsmanna hans. Stóð Gonzalez frammi fyrir hörðum prófkjörsslag í heimaríki sínu Ohio gegn fyrrverandi aðstoðarmanni Trump. Trump lýsti yfir stuðningi við mótframbjóðandann í febrúar. Telur Trump „krabbamein á landinu“ Í yfirlýsingu þar sem Gonzalez greindi frá ákvörðun sinni um að bjóða sig ekki fram aftur sagði hann að best væri fyrir fjölskyldu sína að hann yrði ekki í framboði á næsta ári. „Þó að ósk mín um að eiga meira fjölskyldulíf liggi til grundvallar ákvörðunar minnar, þá er það einnig satt að núverandi ástand í stjórnmálunum, sérstaklega margar eitraðar hreyfingar innan okkar eigin flokks leikur verulegt hlutverk í ákvörðun minni,“ sagði Gonzalez. Í viðtali við New York Times sagði Gonzalez að augu sín hafi opnast þegar hann og fjölskylda hans þurftu aukna öryggisgæslu vegna hótana stuðningsmanna Trump eftir kæruna fyrir embættisbrot á flugvellinum í Cleveland fyrr á þessu ári. Lýsti Gonzalez Trump sem „krabbameini á landinu“ og að hann ætlaði sér að verja öllum sínum pólitísku kröftum í að tryggja að hann verði aldrei aftur forseti. Trump hefur lengi látið í veðri vaka að hann ætli að bjóða sig fram til forseta aftur árið 2024. See my full statement below regarding my decision not to seek re-election. pic.twitter.com/vsggxjD1FI— Rep. Anthony Gonzalez (@RepAGonzalez) September 17, 2021 Sæta afleiðingum fyrir að ögra Trump Þeir fáu repúblikana á þingi sem snerust gegn Trump eftir að hann eggjaði áfram stuðningsmenn sína með lygum um að stórfelld svik hefðu kostað hann sigurinn í forsetakosningunum í fyrra hafa fengið að kenna á því hjá kjósendum Repúblikanaflokksins í ár. Liz Cheney, fulltrúadeildarþingmanni flokksins frá Wyoming, var úthýst úr forystusveit þingflokksins eftir að hún greiddi atkvæði með því að Trump yrði kærður. Trump lýsti yfir stuðningi við keppinaut Cheney í prófkjöri í síðustu viku, að sögn AP-fréttastofunnar. Lygar Trump um kosningarnar hafa síðan orðið að rétttrúnaði innan stórs hluta flokksins. Sumir þingmenn repúblikana hafa jafnframt komið múgnum sem réðst á þinghúsið til varnar. Meirihluti þeirra greiddi þannig atkvæði gegn því að óháð rannsóknarnefnd kannað atburðina 6. janúar fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Ákæruferli þingsins gegn Trump Donald Trump Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Sjá meira