Segja dýrkeypt mistök í uppsiglingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. september 2021 13:12 Björn Rúnar Lúðvíksson er meðal fjögurra yfirlækna sem hafa áhyggjur af nýjum Landspítala. vísir/vilhelm Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gera alvarlegar athugasemdir við hönnun nýs rannsóknarhúss við Landspítalann. Þeir benda á að verði ekki bætt úr gæti það orðið verulega dýrkeypt. Þeir hafi reynt að koma athugasemdunum á framfæri við stjórnendur spítalans en verið hunsaðir. Yfirlæknarnir fjórir, þeir Björn Rúnar Lúðvíksson, Ísleifur Ólafsson, Jón Jóhannes Jónsson og Páll Torfi Önundarson, skrifa grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni Gallar í hönnun nýs rannsóknarhúss Landspítala. Björn Rúnar er yfirlæknir ónæmisfræði á Landspítala og segir athugasemdirnar einkum snúa að áformum um byggingu þyrlupalls á rannsóknarhúsinu og opnum rýmum. „Það hentar alls ekki að hafa stóran þyrlupall á þaki rannsóknarhúss eins og þessu. Sérstaklega hvað varðar tækjabúnað og titring. Þá er líka mengun af þyrlum, þær þyrla upp ryki. Við erum þarna að vinna með tæki sem eru mjög viðkvæm fyrir allri mengun og titringi. Loks er reynsla norskra sjúkrahúsa af þyrlupöllum slæm og hafa orðið alvarleg slys inni á lóðum sjúkrahúsa vegna stormsveipa frá stórum þyrlum,“ segir Björn. Frá byggingu nýja kjarnans við Hringbraut.Vísir/Vilhelm Björn segir að hin gagnrýnin snúi að opnum vinnurýmum í húsinu sem henti alls ekki þeirri starfsemi sem eigi að vera í húsnæðinu. „Það er mikill urgur í öllum sérfræðingum ekki bara læknum vegna fyrirtætlana um opin vinnurými. Við erum að vinna með alveg gríðarlega viðkvæm málefni og upplýsingar. Við eigum oft á tíðum mjög erfið samtöl við skjólstæðinga okkar og finnst alveg útilokað að þau eigi sér stað í opnum rýmum. Eða þurfa að hlaupa um allt að leita að rýmum svo slík samtöl geti átt sér stað. Þetta eru oft ófyrirséð samtöl og mikilvægt að geta verið í næði þegar þau koma upp. Þetta snertir líka persónuvernd og vellíðan starfsfólks á vinnustað. Háskólasjúkrahús erlendis hafa oftar en ekki hætt við slík opin vinnurými eftir harða gagnrýni,“ segir Björn. Athugasemdirnar hunsaðar Björn segir að þessum athugasemdum hafi verið komið á framfæri. „Við höfum sent greinargerðir á þá sem sjá um lokaskipulag byggingarinnar, þ.e. til hönnuða og framkvæmdastjórnar spítalans og allra þeirra sem við teljum að málið varði,“ segir Björn. Hann segir að viðbrögðin hafi verið á einn veg. „Ábendingar okkar hafa verið hunsaðar,“ segir Björn. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00 Tóku skóflustungu að rannsóknahúsi Nýs Landspítala Fyrstu skóflustungurnar að nýju rannsóknahúsi Landspítala við Hringbraut voru teknar um klukkan 14 í dag. Stefnt er að því að nýtt rannsóknahús verði tekið í notkun 2026. 3. september 2021 14:15 Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna. 13. júlí 2021 20:01 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Yfirlæknarnir fjórir, þeir Björn Rúnar Lúðvíksson, Ísleifur Ólafsson, Jón Jóhannes Jónsson og Páll Torfi Önundarson, skrifa grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni Gallar í hönnun nýs rannsóknarhúss Landspítala. Björn Rúnar er yfirlæknir ónæmisfræði á Landspítala og segir athugasemdirnar einkum snúa að áformum um byggingu þyrlupalls á rannsóknarhúsinu og opnum rýmum. „Það hentar alls ekki að hafa stóran þyrlupall á þaki rannsóknarhúss eins og þessu. Sérstaklega hvað varðar tækjabúnað og titring. Þá er líka mengun af þyrlum, þær þyrla upp ryki. Við erum þarna að vinna með tæki sem eru mjög viðkvæm fyrir allri mengun og titringi. Loks er reynsla norskra sjúkrahúsa af þyrlupöllum slæm og hafa orðið alvarleg slys inni á lóðum sjúkrahúsa vegna stormsveipa frá stórum þyrlum,“ segir Björn. Frá byggingu nýja kjarnans við Hringbraut.Vísir/Vilhelm Björn segir að hin gagnrýnin snúi að opnum vinnurýmum í húsinu sem henti alls ekki þeirri starfsemi sem eigi að vera í húsnæðinu. „Það er mikill urgur í öllum sérfræðingum ekki bara læknum vegna fyrirtætlana um opin vinnurými. Við erum að vinna með alveg gríðarlega viðkvæm málefni og upplýsingar. Við eigum oft á tíðum mjög erfið samtöl við skjólstæðinga okkar og finnst alveg útilokað að þau eigi sér stað í opnum rýmum. Eða þurfa að hlaupa um allt að leita að rýmum svo slík samtöl geti átt sér stað. Þetta eru oft ófyrirséð samtöl og mikilvægt að geta verið í næði þegar þau koma upp. Þetta snertir líka persónuvernd og vellíðan starfsfólks á vinnustað. Háskólasjúkrahús erlendis hafa oftar en ekki hætt við slík opin vinnurými eftir harða gagnrýni,“ segir Björn. Athugasemdirnar hunsaðar Björn segir að þessum athugasemdum hafi verið komið á framfæri. „Við höfum sent greinargerðir á þá sem sjá um lokaskipulag byggingarinnar, þ.e. til hönnuða og framkvæmdastjórnar spítalans og allra þeirra sem við teljum að málið varði,“ segir Björn. Hann segir að viðbrögðin hafi verið á einn veg. „Ábendingar okkar hafa verið hunsaðar,“ segir Björn.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00 Tóku skóflustungu að rannsóknahúsi Nýs Landspítala Fyrstu skóflustungurnar að nýju rannsóknahúsi Landspítala við Hringbraut voru teknar um klukkan 14 í dag. Stefnt er að því að nýtt rannsóknahús verði tekið í notkun 2026. 3. september 2021 14:15 Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna. 13. júlí 2021 20:01 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. 4. september 2021 21:00
Tóku skóflustungu að rannsóknahúsi Nýs Landspítala Fyrstu skóflustungurnar að nýju rannsóknahúsi Landspítala við Hringbraut voru teknar um klukkan 14 í dag. Stefnt er að því að nýtt rannsóknahús verði tekið í notkun 2026. 3. september 2021 14:15
Meðferðarkjarninn á stærð við tvo knattspyrnuvelli Heildarkostnaður við byggingu nýs Landspítala við Hringbraut hefur aukist um ríflega sextán milljarða króna. Húsnæðið verður eitt það stærsta sem byggt hefur verið hér á landi og mun kosta hartnær áttatíu milljarða króna. 13. júlí 2021 20:01