Miðverðirnir gerðu gæfumuninn er Chelsea vann nágrannaslaginn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 17:30 Thiago Silva kom Chelsea á bragðið í dag. Sebastian Frej/Getty Images Chelsea vann 3-0 útisigur er liðið heimsótti erkifjendur sína í Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í dag. Var þetta annað 3-0 tap Tottenham í röð. Fyrri hálfleikur var nokkuð tíðindalítill og bláklæddir gestirnir langt frá sínu besta. Þeir áttu ekki skot á markið og var staðan markalaus er Paul Tierney, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks. Það tók Chelsea hins vegar aðeins fjórar mínútur að komast yfir í síðari hálfleik. Þar var að verki brasilíski miðvörðurinn Thiago Silva eftir hornspyrnu Marcos Alonso. Áfram héldu gestirnir að pressa og þegar tæplega klukkustund var liðin af leiknum geystust bláliðar í skyndisókn. Henni lauk með að varamaðurinn N´Golo Kante átti þrumuskot sem endaði í netinu eftir að hafa haft viðkomu í varnarmanni. Staðan orðin 2-0 og útlitið svart fyrir heimamenn í Tottenham. Þeir reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en Chelsea var mikið mun sterkari aðilinn í síðari hálfleik og ljóst að sigurinn yrði þeirra. Þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger gulltryggði sigurinn eftir mikinn atgang í vítateig Tottenham þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Joint top of Premier League Six wins in seven in all comps 14 goals scored Five clean sheetsChelsea mean business this season pic.twitter.com/FjNjNS2thF— B/R Football (@brfootball) September 19, 2021 Lokatölur 3-0 og Chelsea því jafnt Liverpool og Manchester United á toppi deildarinnar með 13 stig að loknum fimm leikjum. Tottenham er í 7. sæti með níu stig. Enski boltinn Fótbolti
Chelsea vann 3-0 útisigur er liðið heimsótti erkifjendur sína í Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í dag. Var þetta annað 3-0 tap Tottenham í röð. Fyrri hálfleikur var nokkuð tíðindalítill og bláklæddir gestirnir langt frá sínu besta. Þeir áttu ekki skot á markið og var staðan markalaus er Paul Tierney, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks. Það tók Chelsea hins vegar aðeins fjórar mínútur að komast yfir í síðari hálfleik. Þar var að verki brasilíski miðvörðurinn Thiago Silva eftir hornspyrnu Marcos Alonso. Áfram héldu gestirnir að pressa og þegar tæplega klukkustund var liðin af leiknum geystust bláliðar í skyndisókn. Henni lauk með að varamaðurinn N´Golo Kante átti þrumuskot sem endaði í netinu eftir að hafa haft viðkomu í varnarmanni. Staðan orðin 2-0 og útlitið svart fyrir heimamenn í Tottenham. Þeir reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en Chelsea var mikið mun sterkari aðilinn í síðari hálfleik og ljóst að sigurinn yrði þeirra. Þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger gulltryggði sigurinn eftir mikinn atgang í vítateig Tottenham þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Joint top of Premier League Six wins in seven in all comps 14 goals scored Five clean sheetsChelsea mean business this season pic.twitter.com/FjNjNS2thF— B/R Football (@brfootball) September 19, 2021 Lokatölur 3-0 og Chelsea því jafnt Liverpool og Manchester United á toppi deildarinnar með 13 stig að loknum fimm leikjum. Tottenham er í 7. sæti með níu stig.