Hvað eru 50% af engu? Sigþrúður Ármann skrifar 18. september 2021 07:01 Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir tveimur stórum verkefnum. Annars vegar þarf að gera miklu betur þegar kemur að velferðar- og umhverfismálum. Hins vegar þarf að endurreisa efnahagslífið eftir heimsfaraldur. Allir stjórnmálamenn eru sammála um að bæta þurfi heilbrigðisþjónustu, menntakerfið, stöðu aldraðra og öryrkja og gera betur í lofslagsmálum en munurinn felst í því hvernig eigi að fjármagna loforðin. Vinstri menn vilja hækka skatta. Þeir vilja aukin ríkisumsvif og meiri afskipti af fólki og fyrirtækjum. Sjálfstæðisflokkurinn vill auka verðmætasköpun með auknu frelsi einstaklinga og fyrirtækja. Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa spennandi tækifæri til framtíðar. Plægja jarðveginn til að fólk og fyrirtæki finni hjá sér hvata til að skapa verðmæti. Þannig stækkar hagkerfið og tekjur ríkisjóðs hækka án skattahækkana. Þetta er einföld hagfræði. Svo einföld að það er eiginlega hálf sérkennilegt að skrifa grein um hana. En staðreyndin er sú forystufólk á vinstrivængnum virðist ekki átta sig á því að með því að lama frumkvæði fólks og fyrirtækja lækka skatttekjur ríkisins. Hærri skattar af minna hagkerfi skila engu. 50% af engu er núll. Þegar þetta sama forystufólk lofar því að auka útgjöld um tugi og jafnvel hundruð milljarða og segist ætla að fjármagna þau með skattahækkunum og lántökum verður að benda á hið augljósa: Eina leiðin til að efla velferðarkerfið án þess að gera Ísland gjaldþrota er aukin verðmætasköpun! Loforð okkar sjálfstæðisfólks er að þið, fólk og fyrirtæki, fáið svigrúm til að búa til miklu meiri verðmæti á næsta kjörtímabili. Þannig getum við fjármagnað það sem þarf til að Ísland verði örugglega land tækifæra og velferðar. Höfundur skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigþrúður Ármann Sjálfstæðisflokkurinn Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag stendur frammi fyrir tveimur stórum verkefnum. Annars vegar þarf að gera miklu betur þegar kemur að velferðar- og umhverfismálum. Hins vegar þarf að endurreisa efnahagslífið eftir heimsfaraldur. Allir stjórnmálamenn eru sammála um að bæta þurfi heilbrigðisþjónustu, menntakerfið, stöðu aldraðra og öryrkja og gera betur í lofslagsmálum en munurinn felst í því hvernig eigi að fjármagna loforðin. Vinstri menn vilja hækka skatta. Þeir vilja aukin ríkisumsvif og meiri afskipti af fólki og fyrirtækjum. Sjálfstæðisflokkurinn vill auka verðmætasköpun með auknu frelsi einstaklinga og fyrirtækja. Sjálfstæðisflokkurinn vill skapa spennandi tækifæri til framtíðar. Plægja jarðveginn til að fólk og fyrirtæki finni hjá sér hvata til að skapa verðmæti. Þannig stækkar hagkerfið og tekjur ríkisjóðs hækka án skattahækkana. Þetta er einföld hagfræði. Svo einföld að það er eiginlega hálf sérkennilegt að skrifa grein um hana. En staðreyndin er sú forystufólk á vinstrivængnum virðist ekki átta sig á því að með því að lama frumkvæði fólks og fyrirtækja lækka skatttekjur ríkisins. Hærri skattar af minna hagkerfi skila engu. 50% af engu er núll. Þegar þetta sama forystufólk lofar því að auka útgjöld um tugi og jafnvel hundruð milljarða og segist ætla að fjármagna þau með skattahækkunum og lántökum verður að benda á hið augljósa: Eina leiðin til að efla velferðarkerfið án þess að gera Ísland gjaldþrota er aukin verðmætasköpun! Loforð okkar sjálfstæðisfólks er að þið, fólk og fyrirtæki, fáið svigrúm til að búa til miklu meiri verðmæti á næsta kjörtímabili. Þannig getum við fjármagnað það sem þarf til að Ísland verði örugglega land tækifæra og velferðar. Höfundur skipar 6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar