Enski boltinn

Hvorki Newcastle né Leeds tókst að sækja fyrsta sigurinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Allan Saint-Maximin skoraði mark Newcastle í kvöld.
Allan Saint-Maximin skoraði mark Newcastle í kvöld. Ian MacNicol/Getty Images

Newcastle og Leeds gerðu 1-1 jafntefli þegar að liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðin þurfa því bæði að bíða eitthvað lengur eftir fyrsta sigri tímabilsins.

Brasilíumaðurinn Raphinha kom gestunum í Leeds yfir á 13. mínútu eftir undirbúning Patrick Bamford.

Rétt rúmri mínútu fyrir hálfleik var það Joelinton sem að fann liðsfélaga sinn, Allan Saint-Maximin, inni í teignum og hann jafnaði metin fyrir Newcastle. Staðan var því jöfn, 1-1, þegar að flautað var til hálfleiks.

Gestirnir í Leeds voru mun meira mep boltann en náðu ekki að skapa sér nægilega góð færi til að klára leikinn, ekki frekar en heimamenn.

Niðurstaðan því 1-1 jafntefli og bæði lið eru enn í leit að fyrsta sigri tímabilsins. Newcastle hefur tvö stig eftir fimm leiki, á meðan að Leeds er með stigi meira eftir þrjú jafntefli í fyrstu fimm leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×