Framtíðin ræðst á forsjálni Hrafndís Bára Einarsdóttir skrifar 18. september 2021 07:31 Nú þegar kosningar nálgast óðum fjölgar gífuryrðum og stórkostlegum loforðum allra framboða. Enginn frambjóðandi er til í að styggja nokkurn mann og fer því fjálgum orðum um ýmis málefni án þess svo sem að lofa nokkru. Nú er það svo að frambjóðendur vita að það er ekki atkvæðavænt að tala um framtíðina. Það sé auðveldara að selja fólki ýmist skyndilausnir eða jánka bara því sem fyrir er. Til skamms tíma sé betra að tryggja sér sæti um borð í höllu stjórnvaldsins og biðjast afsökunar eftir á. Ekki misskilja mig, mér finnst það oft góð hugmynd. Ef ég t.d. er sannfærð um að mig bráðvanti nýja byssu eða góða sjósundskó þá er ég sannarlega tilbúin að sannfæra sjálfa mig um að ég geti beðið sjálfa mig afsökunar bara seinna. En hér erum við að tala um rekstur á heilu samfélagi sem rekið er með fjármunum okkar allra. Það er því ekkert rými fyrir afsakanir eftir á. Loforð eru loforð. Raunsæi er heldur ekki söluvænt. Oft ógnar það tilveru fólks og jafnvel heilu samfélögunum að heimurinn tekur breytingum. En heimurinn breytist og mennirnir með. Að neita að horfast í augu við það er glapræði og gæti orðið mörgum að falli. Við skulum ekki falla. Á dögunum var haldinn framboðsfundur á Egilsstöðum þar sem oddviti Pírata ákvað að brjóta upp ansi einsleit svör um öll málefni og víkja að framtíðarhugsunum. Hann gerðist svo djarfur að tala um hluti eins og kjötrækt og landeldi, uppstokkun stofnana og aðrar fantasíur. Kliður í sal og einstaka fuss minnti mig á svipaðar aðstæður úr æsku þar sem framsýnt fólk var talið hálf skrýtið. Ég man alveg hvað Eymundur í Vallanesi var hæddur í mín eyru fyrir 20 árum síðan. Enginn hæðir hann nú. Og aftur, ekki misskilja mig, Einar, téður oddviti Pírata í norðausturkjördæmi, er jú skrýtin skrúfa. Veit meira um Íslendingasögurnar en góðu hófi gegnir og nánast pervertískur áhugi hans á vegagerð og samgöngum getur ært óstöðugan. En hér kemur að kjarna málsins. Svo er mín skoðun að stærsti vandi stjórnsýslu og pólitíkur er hversu bæði frambjóðendum,og kannski líka kjósendum, er illa við að horfa langt fram. Það er enginn að segja að t.d. kjötrækt taki við á morgunn. Eða að öll göng komi á kjörtímabilinu. En það versta sem hver þjóð getur gert er að huga ekki að áskorunum og breytingum samfélagsins. Mæta þeim tilbúin og undirbúin og gera það svo að það skili sér sem best fyrir allan mannauð. Við skulum ekki falla. Það er engin lausn að þvælast á milli fólks og fyrirtækja og segja þeim að allt sé gott og engu þurfi að breyta. Til þess er ég ekki hér. Til þess eru Píratar ekki hér. Verum ekki hrædd við breytingar. Tökum fagnandi á móti þeim. Píratar vilja taka þátt í að aðlaga stjórnsýsluna að þeim og gera hana nýtilega fyrir samfélagið. Við skulum ekki falla! Höfundur er kannski alin upp við fornaldarbúskap upp í afdal en afneitar ekki þróun og breytingum. Höfundur skipar annað sæti Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Píratar Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Nú þegar kosningar nálgast óðum fjölgar gífuryrðum og stórkostlegum loforðum allra framboða. Enginn frambjóðandi er til í að styggja nokkurn mann og fer því fjálgum orðum um ýmis málefni án þess svo sem að lofa nokkru. Nú er það svo að frambjóðendur vita að það er ekki atkvæðavænt að tala um framtíðina. Það sé auðveldara að selja fólki ýmist skyndilausnir eða jánka bara því sem fyrir er. Til skamms tíma sé betra að tryggja sér sæti um borð í höllu stjórnvaldsins og biðjast afsökunar eftir á. Ekki misskilja mig, mér finnst það oft góð hugmynd. Ef ég t.d. er sannfærð um að mig bráðvanti nýja byssu eða góða sjósundskó þá er ég sannarlega tilbúin að sannfæra sjálfa mig um að ég geti beðið sjálfa mig afsökunar bara seinna. En hér erum við að tala um rekstur á heilu samfélagi sem rekið er með fjármunum okkar allra. Það er því ekkert rými fyrir afsakanir eftir á. Loforð eru loforð. Raunsæi er heldur ekki söluvænt. Oft ógnar það tilveru fólks og jafnvel heilu samfélögunum að heimurinn tekur breytingum. En heimurinn breytist og mennirnir með. Að neita að horfast í augu við það er glapræði og gæti orðið mörgum að falli. Við skulum ekki falla. Á dögunum var haldinn framboðsfundur á Egilsstöðum þar sem oddviti Pírata ákvað að brjóta upp ansi einsleit svör um öll málefni og víkja að framtíðarhugsunum. Hann gerðist svo djarfur að tala um hluti eins og kjötrækt og landeldi, uppstokkun stofnana og aðrar fantasíur. Kliður í sal og einstaka fuss minnti mig á svipaðar aðstæður úr æsku þar sem framsýnt fólk var talið hálf skrýtið. Ég man alveg hvað Eymundur í Vallanesi var hæddur í mín eyru fyrir 20 árum síðan. Enginn hæðir hann nú. Og aftur, ekki misskilja mig, Einar, téður oddviti Pírata í norðausturkjördæmi, er jú skrýtin skrúfa. Veit meira um Íslendingasögurnar en góðu hófi gegnir og nánast pervertískur áhugi hans á vegagerð og samgöngum getur ært óstöðugan. En hér kemur að kjarna málsins. Svo er mín skoðun að stærsti vandi stjórnsýslu og pólitíkur er hversu bæði frambjóðendum,og kannski líka kjósendum, er illa við að horfa langt fram. Það er enginn að segja að t.d. kjötrækt taki við á morgunn. Eða að öll göng komi á kjörtímabilinu. En það versta sem hver þjóð getur gert er að huga ekki að áskorunum og breytingum samfélagsins. Mæta þeim tilbúin og undirbúin og gera það svo að það skili sér sem best fyrir allan mannauð. Við skulum ekki falla. Það er engin lausn að þvælast á milli fólks og fyrirtækja og segja þeim að allt sé gott og engu þurfi að breyta. Til þess er ég ekki hér. Til þess eru Píratar ekki hér. Verum ekki hrædd við breytingar. Tökum fagnandi á móti þeim. Píratar vilja taka þátt í að aðlaga stjórnsýsluna að þeim og gera hana nýtilega fyrir samfélagið. Við skulum ekki falla! Höfundur er kannski alin upp við fornaldarbúskap upp í afdal en afneitar ekki þróun og breytingum. Höfundur skipar annað sæti Pírata í Norðausturkjördæmi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun