Rökræðum staðreyndir um skattkerfið en ekki afbakaðar staðhæfingar Hildur Sverrisdóttir skrifar 18. september 2021 08:31 Ég var á skemmtilegum kosningafundi stúdenta þar sem til svara voru fulltrúar allra flokka. Á fundinum gafst flokkunum tækifæri til að spyrja hver annan spurninga og fulltrúi Sósíalistaflokksins beindi spurningu til mín, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistinn gerði það vel, hélt hressilega og blóðheita ræðu sem hann hafði augljóslega mikla sannfæringu fyrir. En það var verra að ræðan hans byggði á röngum upplýsingum og engin fullyrðinga hans stóðst. Ræðan hans sneri að því óréttlæti að þeir tekjulægstu séu skattlagðir meira en þeir tekjuhæstu. Það getur vissulega hljómað óréttlátt en staðreyndin er sú að það er ekki rétt - því er akkúrat öfugt farið. Það eru þvert á móti þau tekjulægstu sem hafa fengið mesta skattalækkun og svo áfram upp tekjustigann þar sem þau tekjuhæstu hafa fengið minnstu skattalækkunina. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók við árið 2013 hefur hann lækkað skatta til að snúa af vegverð mikilla skattahækkana vinstri stjórnarinnar kjörtímabilsins áður. Ef við skoðum dæmi um hvernig tekjuskattur hefur lækkað síðan þá fyrir mismunandi tekjuhópa sést glöggt að tekjulægri greiða hlutfallslega lægri skatt. Tökum dæmi um launþega með 570 þúsund krónur í mánaðarlaun. Hann borgar nú 31,33% lægri tekjuskatt eftir að Sjálfstæðisflokkurinn fór að lækka skatta miðað við ef skattahækkanir vinstri stjórnarinnar hefðu fengið að halda sér. Það skilar honum 302 þúsund kr. meira í ráðstöfunartekjur á ári. Ef við skoðum önnur dæmi þá borgar launþegi með 370 þúsund krónur í mánaðarlaun 67,48% lægri tekjuskatt, launþegi með 1.000.000 kr. í mánaðarlaun borgar 18,55% lægri tekjuskatt og launþegi með 2.500.000 kr. á mánuði borgar 5,45% lægri tekjuskatt. Tekjuskattur hefur því lækkað langmest á lægstu laun en lækkunin fer svo minnkandi upp tekjustigann. Ef við skoðum hvernig þróunin hefur verið fyrir fólk sem fær barnabætur er hún í sömu átt. Hjón með meðallaun (670 þúsund krónur á mánuði hvort) greiða tæplega 660 þúsund krónum minna í tekjuskatt á ári vegna skattalækkana eða 26% lægri. Eigi hjónin þrjú börn eru ráðstöfunartekjur þeirra rúmlega 820 þúsund krónum hærri á ári vegna skattalækkana og hærri barnabóta frá árinu 2013. Ef sama dæmi er notað yfir hjón á lágmarkslaunum (351 þúsund krónur á mánuði hvort) með þrjú börn hafa þau um einni milljón króna meira á milli handanna í ráðstöfunartekjur árlega. Skattkerfið er eitt af okkar mikilvægustu kerfum. Með því tryggjum við sjálfsagðan skerf okkar allra til að standa undir okkar mikilvægu innviðum og velferð. Svo að slíkt kerfi þjóni tilgangi sínum sem best fyrir samfélagið allt verður það að vera sanngjarnt, hvetjandi og samkeppnishæft. Ég tel að heilt yfir standi skattkerfið okkar undir þessum markmiðum en ekkert kerfi er fullkomið og á að vera í sífelldri skoðun. Það er ekki nema eðlilegt að á hinum pólitíska vettvangi sé tekist á um hvernig skattkerfið komi að bestu gagni. Við í Sjálfstæðisflokknum teljum heildarhagsmunum samfélagsins betur borgið með því að lækka skatta. Aðrir hafa aðra skoðun. Í aðdraganda kosninga er sjálfsagt að takast á um mismunandi sýn á ráðstöfunartekjur fólks og ríkissjóðs. En það er ekki hægt nema við förum með staðreyndir og gætum þess að fara ekki með staðhæfingar sem eru afbakaðar, misvísandi eða alrangar, það gagnast engum. Svo staðreyndum sé haldið til haga og fólk geti áttað sig á áhrifum skattalækkana síðustu ára hefur Sjálfstæðisflokkurinn birt reiknivél á vefnum skattalækkun.is þar sem hægt er að skoða tekjuskattslækkunina eftir launaupphæðum. Ég hvet öll til að skoða þær upplýsingar því tölurnar ljúga ekki þótt fólk í kosningaham freistist stundum til þess. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Efnahagsmál Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég var á skemmtilegum kosningafundi stúdenta þar sem til svara voru fulltrúar allra flokka. Á fundinum gafst flokkunum tækifæri til að spyrja hver annan spurninga og fulltrúi Sósíalistaflokksins beindi spurningu til mín, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Sósíalistinn gerði það vel, hélt hressilega og blóðheita ræðu sem hann hafði augljóslega mikla sannfæringu fyrir. En það var verra að ræðan hans byggði á röngum upplýsingum og engin fullyrðinga hans stóðst. Ræðan hans sneri að því óréttlæti að þeir tekjulægstu séu skattlagðir meira en þeir tekjuhæstu. Það getur vissulega hljómað óréttlátt en staðreyndin er sú að það er ekki rétt - því er akkúrat öfugt farið. Það eru þvert á móti þau tekjulægstu sem hafa fengið mesta skattalækkun og svo áfram upp tekjustigann þar sem þau tekjuhæstu hafa fengið minnstu skattalækkunina. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn tók við árið 2013 hefur hann lækkað skatta til að snúa af vegverð mikilla skattahækkana vinstri stjórnarinnar kjörtímabilsins áður. Ef við skoðum dæmi um hvernig tekjuskattur hefur lækkað síðan þá fyrir mismunandi tekjuhópa sést glöggt að tekjulægri greiða hlutfallslega lægri skatt. Tökum dæmi um launþega með 570 þúsund krónur í mánaðarlaun. Hann borgar nú 31,33% lægri tekjuskatt eftir að Sjálfstæðisflokkurinn fór að lækka skatta miðað við ef skattahækkanir vinstri stjórnarinnar hefðu fengið að halda sér. Það skilar honum 302 þúsund kr. meira í ráðstöfunartekjur á ári. Ef við skoðum önnur dæmi þá borgar launþegi með 370 þúsund krónur í mánaðarlaun 67,48% lægri tekjuskatt, launþegi með 1.000.000 kr. í mánaðarlaun borgar 18,55% lægri tekjuskatt og launþegi með 2.500.000 kr. á mánuði borgar 5,45% lægri tekjuskatt. Tekjuskattur hefur því lækkað langmest á lægstu laun en lækkunin fer svo minnkandi upp tekjustigann. Ef við skoðum hvernig þróunin hefur verið fyrir fólk sem fær barnabætur er hún í sömu átt. Hjón með meðallaun (670 þúsund krónur á mánuði hvort) greiða tæplega 660 þúsund krónum minna í tekjuskatt á ári vegna skattalækkana eða 26% lægri. Eigi hjónin þrjú börn eru ráðstöfunartekjur þeirra rúmlega 820 þúsund krónum hærri á ári vegna skattalækkana og hærri barnabóta frá árinu 2013. Ef sama dæmi er notað yfir hjón á lágmarkslaunum (351 þúsund krónur á mánuði hvort) með þrjú börn hafa þau um einni milljón króna meira á milli handanna í ráðstöfunartekjur árlega. Skattkerfið er eitt af okkar mikilvægustu kerfum. Með því tryggjum við sjálfsagðan skerf okkar allra til að standa undir okkar mikilvægu innviðum og velferð. Svo að slíkt kerfi þjóni tilgangi sínum sem best fyrir samfélagið allt verður það að vera sanngjarnt, hvetjandi og samkeppnishæft. Ég tel að heilt yfir standi skattkerfið okkar undir þessum markmiðum en ekkert kerfi er fullkomið og á að vera í sífelldri skoðun. Það er ekki nema eðlilegt að á hinum pólitíska vettvangi sé tekist á um hvernig skattkerfið komi að bestu gagni. Við í Sjálfstæðisflokknum teljum heildarhagsmunum samfélagsins betur borgið með því að lækka skatta. Aðrir hafa aðra skoðun. Í aðdraganda kosninga er sjálfsagt að takast á um mismunandi sýn á ráðstöfunartekjur fólks og ríkissjóðs. En það er ekki hægt nema við förum með staðreyndir og gætum þess að fara ekki með staðhæfingar sem eru afbakaðar, misvísandi eða alrangar, það gagnast engum. Svo staðreyndum sé haldið til haga og fólk geti áttað sig á áhrifum skattalækkana síðustu ára hefur Sjálfstæðisflokkurinn birt reiknivél á vefnum skattalækkun.is þar sem hægt er að skoða tekjuskattslækkunina eftir launaupphæðum. Ég hvet öll til að skoða þær upplýsingar því tölurnar ljúga ekki þótt fólk í kosningaham freistist stundum til þess. Höfundur skipar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun