Enski boltinn

Arsenal í viðræðum við Jack Wilshere

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jack Wilshiregerði garðinn frægan með Arsenal á tíu ára tímabili frá árinu 2008 til 2018.
Jack Wilshiregerði garðinn frægan með Arsenal á tíu ára tímabili frá árinu 2008 til 2018. Nordic Photos / AFP

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur staðfest það að félagið sé í viðræðum við fyrrum leikmann félagsins, Jack Wilshere, um að aðstoða hann við að koma ferlinum af stað á ný. Mikil meiðsli hafa litað feril Wilshere sem er nú án félags.

Þessi 29 ára Englendingur gerði garðinn frægan á sínum tíma með Arsenal, en hann lék 125 deildarleiki fyrir félagið á tíu ára tímabili.

Hann lék seinast með Bournemouth í ensku B-deildinni, en eins og áður segir er hann nú án félags.

Engin tilbboð hafa borist leikmanninum síðan. Hann hefur verið mikið meiddur á sínum ferli, en nú hafa engin meiðsli komið upp hjá leikmanninum síðan í janúar á seinasta ári.

Arteta segist vilja hjálpa honum að koma ferlinum af stað, og hann gæti því æft með Arsenal næstu vikurnar á meðan hann leitar sér að nýju félagi.

„Við erum í viðræðum við Jack og við viljum skilja hans þarfir og hvað það er sem að hann leitar að,“ sagði Arteta.

„Þetta er leikmaður sem er dáður af öllum hérna. Ekki bara stuðningsmönnum og leikmönnum, heldur öllu starfsfólkinu líka. Við viljum hjálpa honum eins mikið og við getum. Hann veit af því og þannig er staðan í dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×