Innlent

Göngu­leið A að gos­stöðvunum lokað

Þorgils Jónsson skrifar
Lögregla og Almannavarnir hafa tilkynnt um lokun gönguleiðar A að gosstöðvunum á Fagradalsfjalli. mikill gangur hefur verið í gosinu síðustu daga, en þessi mynd er frá gosstöðvunum í gærkvöldi.
Lögregla og Almannavarnir hafa tilkynnt um lokun gönguleiðar A að gosstöðvunum á Fagradalsfjalli. mikill gangur hefur verið í gosinu síðustu daga, en þessi mynd er frá gosstöðvunum í gærkvöldi. Hlynur Lind Leifsson

Gönguleið A að gosstöðvunum á Fagradalsfjalli hefur verið lokað í öryggisskyni.

Í tilkynningu frá lögreglu og almannavörnum segir að hraun sé nú tekið að flæða yfir varnargarða skammt frá gönguleið A og að ekki muni líða á löngu þar til flæða muni yfir gönguleiðina og ofan í Nátthagakrika.

Lögregla og björgunarsveitir vinna nú að því að rýma gönguleiðina, en fólki er bent á að koma sér á gönguleið B eða C. Mælt er sérstaklega með gönguleið C í þeim efnum.

Lögregla biðlar þar að auki til fólks að fara varlega í kringum hraunið. Það sé „óútreiknanlegt“ og hraði þess geti aukist snögglega.

Þúsundir lögðu ferð sína upp að gosstöðvunum í gær. Hlynur Lind Leifsson

Mikill gangur hefur verið í gosinu síðustu daga og þúsundir ferðalanga lögðu leið sína að gosstöðvum í gær.


Tengdar fréttir

Hraun gæti farið hratt af stað ef leiðigarðarnir halda ekki

Þúsundir manna lögðu leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í kjöraðstæðum í gær, enda var sjónarspilið mikið þegar rökkva tók. Björgunarsveitarmenn hafa hins vegar áhyggjur af því að hraunið fari að flæða yfir leiðigarðana en þá getur skapast mikil hætta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×