Ætlar sér að hjálpa því starfsfólki sem missir vinnuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2021 12:01 Wayne Rooeny á hliðarlínunni í leik dagsins. Alex Morton/Getty Images Wayne Rooney, þjálfari Derby County í ensku B-deildinni , segist ætla að gera það sem í hans valdi stendur til að hjálpa starfsfólki félagsins sem mun missa starfið á næstu dögum. Derby er eitt þeirra íþróttafélaga sem hefur komið hvað verst út úr kórónufaraldrinum. Félagið er með örþunnan leikmannahóp en tókst samt sem áður að vinna góðan 2-1 sigur á Stoke City í gærkvöld. Félagið ætti því að vera með 10 stig í 12. sæti en eftir að 12 stig verða dregin af því er ljóst að liðið verður neðst með mínus tvö stig. „Tilfinningaþrungið ef ég er hreinskilinn, við erum í erfiðri stöðu. Stuðningsfólk okkar vill sjá leikmennina leggja hart að sér. Ég mun halda áfram að sinna mínu starfi og sjá til þess að þeir geri það,“ sagði Rooney eftir leikinn gegn Stoke City í dag en stuðningsfólk Derby studdi vel við lið sitt, meira að segja eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Today's atmosphere #DCFC pic.twitter.com/BTLZWiVxZI— Derby County (@dcfcofficial) September 18, 2021 Næsta vika verður erfið hjá Derby þar sem hafist verður handa við að skera niður launakostnað og útgjöld félagsins. „Fullt af starfsfólki félagsins mun eflaust missa starfið og það brýtur í manni hjartað. Þau eru flest öll augljóslega með húsnæðislán og reikninga sem þarf að borga. Þetta er ömurlegt í alla staði og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að styðja við bakið á starfsfólki félagsins og hjálpa því eins og ég get. Mér líður eins og starfsfólk félaganna gleymist oft í umræðunni, það er mikið af góðu fólki sem starfar hér og hefur gert í langan tíma. Við þurfum öll að standa saman.“ „Ég hef sagt það áður að ég er skuldbundinn félaginu. Mér er annt um leikmennina og starfsfólkið og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa til við að koma okkur í gegnum þennan hjalla. Við eigum erfitt núna en við munum komast í gegnum það og það er mitt starf að sjá til þess að við komumst í gegnum það eins vel og hægt er,“ sagði Wayne Rooney að lokum. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira
Derby er eitt þeirra íþróttafélaga sem hefur komið hvað verst út úr kórónufaraldrinum. Félagið er með örþunnan leikmannahóp en tókst samt sem áður að vinna góðan 2-1 sigur á Stoke City í gærkvöld. Félagið ætti því að vera með 10 stig í 12. sæti en eftir að 12 stig verða dregin af því er ljóst að liðið verður neðst með mínus tvö stig. „Tilfinningaþrungið ef ég er hreinskilinn, við erum í erfiðri stöðu. Stuðningsfólk okkar vill sjá leikmennina leggja hart að sér. Ég mun halda áfram að sinna mínu starfi og sjá til þess að þeir geri það,“ sagði Rooney eftir leikinn gegn Stoke City í dag en stuðningsfólk Derby studdi vel við lið sitt, meira að segja eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Today's atmosphere #DCFC pic.twitter.com/BTLZWiVxZI— Derby County (@dcfcofficial) September 18, 2021 Næsta vika verður erfið hjá Derby þar sem hafist verður handa við að skera niður launakostnað og útgjöld félagsins. „Fullt af starfsfólki félagsins mun eflaust missa starfið og það brýtur í manni hjartað. Þau eru flest öll augljóslega með húsnæðislán og reikninga sem þarf að borga. Þetta er ömurlegt í alla staði og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að styðja við bakið á starfsfólki félagsins og hjálpa því eins og ég get. Mér líður eins og starfsfólk félaganna gleymist oft í umræðunni, það er mikið af góðu fólki sem starfar hér og hefur gert í langan tíma. Við þurfum öll að standa saman.“ „Ég hef sagt það áður að ég er skuldbundinn félaginu. Mér er annt um leikmennina og starfsfólkið og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að hjálpa til við að koma okkur í gegnum þennan hjalla. Við eigum erfitt núna en við munum komast í gegnum það og það er mitt starf að sjá til þess að við komumst í gegnum það eins vel og hægt er,“ sagði Wayne Rooney að lokum. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira