Píratar standa með sjómönnum Gunnar Ingiberg Guðmundsson skrifar 18. september 2021 19:00 Sjómenn eru samningslausir, aftur. Félög sjómanna sendu frá sér yfirlýsingu þann 16. september, með titlinum „Svik við sjómenn eru svik við þjóðina!“ Í henni eru raktar grunsemdir um að allt að tuttugu milljarða vanti inn í launauppgjör og skattheimtu ríkisins í útflutningi fiskafurða milli tengdra aðila. Þeirra útreikningar leiða af sér að um 8,3% vanti upp á verðmæti afurðanna þegar þær eru skráðar út úr landinu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér svar um hæl þar sem í grófum dráttum er rakið að núverandi fyrirkomulag sé fullkomlega eðlilegt og allt lögum samkvæmt. Þar liggur samt einmitt hundurinn grafinn, núverandi kerfi bíður upp á tvöfalda verðlagningu fisks. Fiskur sem er seldur inn til vinnslu á Íslandi innan sama félags er að jafnaði 20-25% ódýrari heldur en fiskur sem er seldur inn á fiskmarkað. Það er svo sem lögum samkvæmt en algjörlega óásættanlegt og kallar á tafarlausa lagabreytingu. Lóðrétt samþætting þýðir að sami aðili hefur stjórn á allri virðiskeðju afurðarinnar frá veiði til sölu og öll stökk þar á milli. Laun sjómanna eru reiknuð út frá aflaverðmæti, af þeim er síðan reiknaður tekjuskattur. Það þýðir að allur afsláttur af aflaverðmæti er afsláttur af tekjuskatti. Þess vegna leggja Píratar til að Verðlagstofa skiptaverðs verði lögð niður. Tilgangur stofnunarinnar var í upphafi göfugur, að jafna aðstöðumun sjómanna og útgerða og leysa deilur um fiskverð. Þetta hefur með árunum hins vegar orðið meira til trafala þar sem ferlar og aðferðarfræði gagnaöflunar hafa ekki þróast í takt við tímann. Félög sjómanna geta með ágætum leyst þetta hlutverk með nýstárlegri aðferðum. Fiskmarkaðir á Íslandi eru í einkaeign, en miðlægt gagnakerfi þeirra, Reiknistofa fiskmarkaða, safnar og miðlar upplýsingum til kaupenda og seljanda. Þessi gögn koma til af þeim fisk sem er seldur á uppboðum þar sem hæstbjóðandi hreppir hverja stæðu. Gögnin eru hinsvegar ekki opinber nema að litlu leyti en það þarf að skoða gaumgæfilega að gera þau aðgengileg almenningi. Píratar lögðu til breytingar á frumvarpi á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum um Fiskistofu þann 31. maí árið 2017. Hún hljóðaði svo: „Vigtunarleyfishöfum er skylt að láta liggja frammi yfirlit um selt aflamagn hvers dags, kaupendur þess og verð. Skulu þeir daglega senda Fiskistofu afrit af slíku yfirliti. Þá skulu þeir senda félaga- og hagsmunasamtökum sjómanna skýrslu um seljendur, afla, aflamagn, kaupendur og verð, sé þess óskað.“ Markmið Pírata er að gagnsæi leiði af sér eðlilega verðmyndun fisks. Við viljum líka aðskilja veiðar og vinnslu. Það þýðir að sami aðili getur ekki rekið bæði fiskvinnslu og útgerð. Það væri í eðli sínu hægt í kerfi þar sem allar afurðir fara á íslenskan fiskmarkað eftir löndun. En það þýðir líka að sami aðili þarf að greiða markaðsverð fyrir fiskinn. Árið 2020 jókst hagnaður 10 stærstu aðilanna í sjávarútvegi um 52%, en á sama ári lækkuðu veiðigjöld um þrjá milljarða. Ef okkar óskir yrðu uppfylltar væri veiðigjald tekið sem prósenta við sölu á fiskmarkaði. Það þýðir að dægursveiflur fiskverðs hafa áhrif á veiðigjaldið en það er þó öllum aðilum máls ljóst fyrirfram hvaða hlutfall aflans fer í gjöld. Þess vegna leggja Píratar til að Verðlagstofa skiptaverðs verði lögð niður, allur fiskur fari á fiskmarkað og að öll gögn tengdum sölu á fisk og fiskafurðum verði opinber. Þannig stöndum við vörð um að sjómenn fái sanngjarnan hlut í þeim verðmætum sem þeir skapa með sinni vinnu. Nýtum kosningaréttinn þann 25. september næstkomandi og stöndum með sjómönnum. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjávarútvegur Píratar Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Sjómenn eru samningslausir, aftur. Félög sjómanna sendu frá sér yfirlýsingu þann 16. september, með titlinum „Svik við sjómenn eru svik við þjóðina!“ Í henni eru raktar grunsemdir um að allt að tuttugu milljarða vanti inn í launauppgjör og skattheimtu ríkisins í útflutningi fiskafurða milli tengdra aðila. Þeirra útreikningar leiða af sér að um 8,3% vanti upp á verðmæti afurðanna þegar þær eru skráðar út úr landinu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér svar um hæl þar sem í grófum dráttum er rakið að núverandi fyrirkomulag sé fullkomlega eðlilegt og allt lögum samkvæmt. Þar liggur samt einmitt hundurinn grafinn, núverandi kerfi bíður upp á tvöfalda verðlagningu fisks. Fiskur sem er seldur inn til vinnslu á Íslandi innan sama félags er að jafnaði 20-25% ódýrari heldur en fiskur sem er seldur inn á fiskmarkað. Það er svo sem lögum samkvæmt en algjörlega óásættanlegt og kallar á tafarlausa lagabreytingu. Lóðrétt samþætting þýðir að sami aðili hefur stjórn á allri virðiskeðju afurðarinnar frá veiði til sölu og öll stökk þar á milli. Laun sjómanna eru reiknuð út frá aflaverðmæti, af þeim er síðan reiknaður tekjuskattur. Það þýðir að allur afsláttur af aflaverðmæti er afsláttur af tekjuskatti. Þess vegna leggja Píratar til að Verðlagstofa skiptaverðs verði lögð niður. Tilgangur stofnunarinnar var í upphafi göfugur, að jafna aðstöðumun sjómanna og útgerða og leysa deilur um fiskverð. Þetta hefur með árunum hins vegar orðið meira til trafala þar sem ferlar og aðferðarfræði gagnaöflunar hafa ekki þróast í takt við tímann. Félög sjómanna geta með ágætum leyst þetta hlutverk með nýstárlegri aðferðum. Fiskmarkaðir á Íslandi eru í einkaeign, en miðlægt gagnakerfi þeirra, Reiknistofa fiskmarkaða, safnar og miðlar upplýsingum til kaupenda og seljanda. Þessi gögn koma til af þeim fisk sem er seldur á uppboðum þar sem hæstbjóðandi hreppir hverja stæðu. Gögnin eru hinsvegar ekki opinber nema að litlu leyti en það þarf að skoða gaumgæfilega að gera þau aðgengileg almenningi. Píratar lögðu til breytingar á frumvarpi á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum um Fiskistofu þann 31. maí árið 2017. Hún hljóðaði svo: „Vigtunarleyfishöfum er skylt að láta liggja frammi yfirlit um selt aflamagn hvers dags, kaupendur þess og verð. Skulu þeir daglega senda Fiskistofu afrit af slíku yfirliti. Þá skulu þeir senda félaga- og hagsmunasamtökum sjómanna skýrslu um seljendur, afla, aflamagn, kaupendur og verð, sé þess óskað.“ Markmið Pírata er að gagnsæi leiði af sér eðlilega verðmyndun fisks. Við viljum líka aðskilja veiðar og vinnslu. Það þýðir að sami aðili getur ekki rekið bæði fiskvinnslu og útgerð. Það væri í eðli sínu hægt í kerfi þar sem allar afurðir fara á íslenskan fiskmarkað eftir löndun. En það þýðir líka að sami aðili þarf að greiða markaðsverð fyrir fiskinn. Árið 2020 jókst hagnaður 10 stærstu aðilanna í sjávarútvegi um 52%, en á sama ári lækkuðu veiðigjöld um þrjá milljarða. Ef okkar óskir yrðu uppfylltar væri veiðigjald tekið sem prósenta við sölu á fiskmarkaði. Það þýðir að dægursveiflur fiskverðs hafa áhrif á veiðigjaldið en það er þó öllum aðilum máls ljóst fyrirfram hvaða hlutfall aflans fer í gjöld. Þess vegna leggja Píratar til að Verðlagstofa skiptaverðs verði lögð niður, allur fiskur fari á fiskmarkað og að öll gögn tengdum sölu á fisk og fiskafurðum verði opinber. Þannig stöndum við vörð um að sjómenn fái sanngjarnan hlut í þeim verðmætum sem þeir skapa með sinni vinnu. Nýtum kosningaréttinn þann 25. september næstkomandi og stöndum með sjómönnum. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun