Styðjum við lítil og meðalstór fyrirtæki Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar 18. september 2021 20:00 Engin flokkur hefur jafn afgerandi afstöðu og Miðflokkurinn til stuðnings lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem með sönnu eru talin hryggjastykkið í íslensku atvinnulífi. Það sem meira er, Miðflokkurinn telur mikilvægt að ráðast í kerfisbreytingar sem skili aukinni skilvirkni og framleiðni hjá hinu opinbera. Því er nauðsynlegt að minnka ríkisbáknið, einfalda regluverk og draga úr kerfisræði á Íslandi. Þannig er hægt að draga úr álögum á almenning og lítil og meðalstór fyrirtæki fá aukið frelsi til að skapa ný störf og ný verðmæti. Stjórnvöld eiga að þjónusta almenning, ekki öfugt. Miðflokkurinn leggur áherslu á að rekstrarstaða og samkeppnisstaða lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði bætt með skattalegum hvötum og einfaldara regluverki þannig að ekki séu lagðar sömu kvaðir á lítil fyrirtæki og þau stærri. Miðflokkurinn leggur áherslu á að stjórnvöld megi ekki innleiða nýtt íþyngjandi regluverk nema tvöfalt fleiri íþyngjandi reglur verði afnumdar samtímis í samræmi við stefnu ríkisstjórnar áranna 2013-2016. Skattasýki Samfylkingarinnar En núna á lokaspretti kosningabaráttunnar má sjá margt spaugilegt í hinum pólitíska áróðri. Þannig má sjá í auglýsingum Samfylkingarinnar mynd af einum frambjóðanda flokksins og texta þar við hlið sem segir „Minna vesen: Styðjum við lítil og meðalstór fyrirtæki.“ Hér fara greinilega ekki saman loforð og veruleiki en á sama tíma talar Samfylkingin fyrir 1,5% eignarskatti en óhætt er að segja að sá skattur leggst fyrst og fremst á eigendur þessa sömu litlu og meðalstóru fyrirtækja og gengur því þvert gegn innihaldi auglýsingarinnar. Hvað fela eignarskattar í sér? Jú, að eigendur þurfa að taka meira fé út úr fyrirtækjum til að standa skil á sköttum, í stað þess að fyrirtækin verji þeim fjármunum til fjárfestinga sem auka verðmætasköpun í samfélaginu. Ef hagnaður fyrirtækjanna er ekki nógur eða fyrirtækin vilja ekki draga úr fjárfestingum þá hefur þessi skattheimta í för með sér aukna skuldsetningu fyrirtækjanna sem gerir þau áhættusamari til lengri tíma litið – þjóðin hefur slæma reynslu af of mikilli skuldsetningu fyrirtækja. Fyrir utan það að hagnaður af sölu hlutabréfa er skattlagður, þá eru tekjur fyrirtækja skattlagðar og tekjur af fjáreign í fyrirtækjum eru skattlagðar. Með eignarskatti á eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja er verið að skattleggja þessar sömu tekjur um alla framtíð og verðfella eignir. Miðflokkurinn er eina vörnin gegn svona árásum á eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Suðvesturkjördæmi Efnahagsmál Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Engin flokkur hefur jafn afgerandi afstöðu og Miðflokkurinn til stuðnings lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem með sönnu eru talin hryggjastykkið í íslensku atvinnulífi. Það sem meira er, Miðflokkurinn telur mikilvægt að ráðast í kerfisbreytingar sem skili aukinni skilvirkni og framleiðni hjá hinu opinbera. Því er nauðsynlegt að minnka ríkisbáknið, einfalda regluverk og draga úr kerfisræði á Íslandi. Þannig er hægt að draga úr álögum á almenning og lítil og meðalstór fyrirtæki fá aukið frelsi til að skapa ný störf og ný verðmæti. Stjórnvöld eiga að þjónusta almenning, ekki öfugt. Miðflokkurinn leggur áherslu á að rekstrarstaða og samkeppnisstaða lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði bætt með skattalegum hvötum og einfaldara regluverki þannig að ekki séu lagðar sömu kvaðir á lítil fyrirtæki og þau stærri. Miðflokkurinn leggur áherslu á að stjórnvöld megi ekki innleiða nýtt íþyngjandi regluverk nema tvöfalt fleiri íþyngjandi reglur verði afnumdar samtímis í samræmi við stefnu ríkisstjórnar áranna 2013-2016. Skattasýki Samfylkingarinnar En núna á lokaspretti kosningabaráttunnar má sjá margt spaugilegt í hinum pólitíska áróðri. Þannig má sjá í auglýsingum Samfylkingarinnar mynd af einum frambjóðanda flokksins og texta þar við hlið sem segir „Minna vesen: Styðjum við lítil og meðalstór fyrirtæki.“ Hér fara greinilega ekki saman loforð og veruleiki en á sama tíma talar Samfylkingin fyrir 1,5% eignarskatti en óhætt er að segja að sá skattur leggst fyrst og fremst á eigendur þessa sömu litlu og meðalstóru fyrirtækja og gengur því þvert gegn innihaldi auglýsingarinnar. Hvað fela eignarskattar í sér? Jú, að eigendur þurfa að taka meira fé út úr fyrirtækjum til að standa skil á sköttum, í stað þess að fyrirtækin verji þeim fjármunum til fjárfestinga sem auka verðmætasköpun í samfélaginu. Ef hagnaður fyrirtækjanna er ekki nógur eða fyrirtækin vilja ekki draga úr fjárfestingum þá hefur þessi skattheimta í för með sér aukna skuldsetningu fyrirtækjanna sem gerir þau áhættusamari til lengri tíma litið – þjóðin hefur slæma reynslu af of mikilli skuldsetningu fyrirtækja. Fyrir utan það að hagnaður af sölu hlutabréfa er skattlagður, þá eru tekjur fyrirtækja skattlagðar og tekjur af fjáreign í fyrirtækjum eru skattlagðar. Með eignarskatti á eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja er verið að skattleggja þessar sömu tekjur um alla framtíð og verðfella eignir. Miðflokkurinn er eina vörnin gegn svona árásum á eigendur lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Höfundur skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun